Færslur fyrir maí, 2010

Sunnudagur 30.05 2010 - 10:04

Uppskeran eins og sáð var til

Í dag er ákveðinn lúxus falinn í því að geta kosið stjórnmálaflokk í sínu sveitarfélagi og hafa ekki óbragð í munninum. Rétt um 53% íbúa í Reykjanesbæ búa við slíkan lúxus, en þessu er því miður ekki þannig farið í öllum sveitarfélögum landsins. Samkvæmt skoðanakönnun rétt fyrir kosningar vildu 65% bæjarbúa í Reykjanesbæ Árna Sigfússon […]

Miðvikudagur 19.05 2010 - 07:49

Sjálfstæðisflokkurinn – Quo vadis?

Það er morgunljóst, að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins nú snemma sumars verður fjörugur. Ekki aðeins stendur fundurinn frammi fyrir að horfast í augu við verstu úrslit flokksins í kosningum til Alþingis í síðari sögu hans, heldur bendir því miður allt til þess, að það sama endurtaki sig í sveitarstjórnarkosningum að rúmlega viku liðinni. Úrslitin í þingkosningunum fyrir […]

Þriðjudagur 18.05 2010 - 08:25

Já, sæll – 36% atkvæða – 6 bæjarfulltrúar

Á maður að hlæja, gráta, brosa eða setja upp skeifu? Sjálfur hef ég – án mikils sjáanlegs árangurs – reynt að berjast fyrir breytingum innan Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. En kannski að Jóni Gnarr og Besta flokknum takist það sem við í grasrót fjórflokksins höfum verið að reyna að gera undanfarin ár. Kannski verður forustufólki […]

Sunnudagur 16.05 2010 - 21:26

Suðurnes: hagvöxtur og atvinna í sjónmáli

Núna er orðið ljóst, að loksins er búið að binda endi á kyrrstöðu varðandi uppbyggingu orkuvera á Suðurnesjum, sem er auðvitað forsenda þess, að hægt verði að ráðast í uppbyggingu gagnavers, kísilverksmiðju og síðast en ekki síst álvers á Suðurnesjum. Þetta eru ekki aðeins góðar fréttir fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum, heldur einnig fyrir Íslendinga […]

Föstudagur 14.05 2010 - 23:10

Hægri maður að verja krata

Mér er það jafn ljúft að verja Árna Pál Árnason núna, þegar hann þorir að segja það, sem enginn ráðherra í ríkisstjórninni þorir að segja, og mér var ljúft að gagnrýna hann fyrir aðgerðarleysi í málefnum skuldsettra heimila og fyrirtækja um daginn. Við þurfum á fleiri huguðum stjórnmálamönnum að halda, en aðallega þurfum við á […]

Miðvikudagur 12.05 2010 - 20:03

ESB gleðifréttir

Það er alltaf gott að vera vel tengdur, því þá heyrir maður stundum eitthvað, sem kemur manni þægilega á óvart. Þannig var það með fréttir, sem ég heyrði í gær frá áhrifamanni innan eins af fjórflokknum, en viðkomandi hafði talað beint við mjög hátt settan embættismann Evrópusambandsins og samtalið átti sér stað fyrir mjög stuttu […]

Miðvikudagur 12.05 2010 - 07:48

Pólitískir munaðarleysingjar

Sérframboðið í Garðabæ og Besti flokkurinn koma mér ekki á óvart. Ég er í raun hissa á að miðju- og hægrimenn, sem ofbýður ruglið í sínum bæjarfélögum um land allt – og þó alveg sérstaklega í Reykjavík – skuli ekki vera með sérframboð um land allt. Ég er svo sem ekkert að hvetja til slíkra […]

Mánudagur 10.05 2010 - 08:16

2004 – 2010 – litlir karlar

Í gærkvöldi byrjaði ég að lesa bók, sem ég er búinn að vera með á náttborðinu í nokkrar vikur, en hún heitir Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör og er eftir hinn snjalla dr. Hannes Hólmstein Gissurarson. Ég var einhvernvegin ekki í stuði til að lesa bókina, sennilega af því að það er búið að […]

Sunnudagur 09.05 2010 - 11:08

Til hamingju með Evrópudaginn

Þann 9. árið 1950 kom þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, fram með hugmyndina um að stofnað yrði til samstarfsvettvangs varðandi framleiðslu og viðskipti á kolum og stáli, en tillagan byggði á hugmynd samlanda hans, Jean Monnet.  Þessar hugmyndir urðu þekktar sem Schuman-yfirlýsingin er þróaðist síðan yfir í Kola- og stálbandalagið, sem nú er orðið að […]

Laugardagur 08.05 2010 - 09:07

Treystum ákæruvaldi og dómstólum

Ég verð að viðurkenna, að mín fyrstu viðbrögð við handtöku Hreiðars Más Sigurðssonar voru ekki undrun yfir því að hann var handtekinn, heldur tímapunktur handtökunnar. Jú, vissulega er eðlilegt að eftir því sem líður á rannsóknina komi smám saman fram meiri upplýsingar, sem færa skýrar sönnur fram á að um gróf brot hafi verið að […]

Höfundur