Færslur fyrir júní, 2010

Miðvikudagur 30.06 2010 - 19:42

RÚV – hver stjórnar fréttastofu?

Ég var rétt nýkominn af hitafundi hjá félaginu Sjálfstæðir Evrópumenn og ákvað að hlusta á fréttirnar, líkt og ég geri á hverju kvöldi. Allt í einu birtist frétt af þeim fundi, sem ég var nýkominn af, og fréttaþulurinn lýsti því yfir, að á þessum fundi hefði allt farið fram með ró og spekt og að […]

Miðvikudagur 30.06 2010 - 13:54

Bylting millistéttarinnar…

Það er ljóst að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Gunnar Andersen hlýða sínum herrum, enda hafa Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon sýnt að þau hafa kjark og þor til að fleygja æðstu stjórnendum þessara stofnana á dyr ef þeir eru annarrar skoðunar eða að þau skötuhjú eru þeirrar skoðunar að stjórnendur séu ekki að […]

Mánudagur 28.06 2010 - 21:52

Lagst undir feld…

Þeir eru búnir að vera skemmtilegir síðastliðnir tveir dagar. Það er hressandi að fá endalaus símtöl frá fólki um allt land, sem er manni algjörlega sammála um að spillingunni verði að linna í þessu landi og að stjórnmál á hægri vængnum eigi ekki að snúast um hagsmuni flokksins eða sérhagsmunagæslu, hvað þá um að úthluta […]

Sunnudagur 27.06 2010 - 08:38

Sjálfstæðisflokkurinn – uppgjör

Í gærkvöldi sagði ég mig úr Sjálfstæðisflokknum og tók í hendina á Bjarna Benediktssyni og fleiri sjálfstæðismönnum og kvaddi þá. Það er mikill misskilningur, að ég hafi eingöngu sagt mig úr flokknum vegna ágreinings um ESB-aðildina. Nei, ónægja mín á dýpri rætur en þetta og því var ekki laust við að maður finni til ákveðinnar […]

Miðvikudagur 23.06 2010 - 23:42

Sækið á mig hand- og fótajárnin…

Mikil er sök mín þessa dagana, því ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá í morgun, kom ég í veg fyrir að stýrivextir lækkuðu um meira en 1/2% og í framtíðinni mun ég að öllum líkindum standa í vegi fyrir hér verði nokkrar efnahagslegar framfarir. Það sem þessir menn átta […]

Miðvikudagur 23.06 2010 - 08:15

Vilja sumir innsigla klofning

Ég hef um nokkurn tíma skrifað um það hér á blogginu mínu, að ég telji miklar líkur á að tillaga verði borin fram á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi, að aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu skuli dregin til baka. Þetta ætti í raun ekki að koma á óvart þegar litið er til samþykkta landsfundar á undanförnum […]

Mánudagur 21.06 2010 - 21:08

Hræðsla og getuleysi í stað vanhæfi…

Fyrir um 1 1/2 ári öskraði fólk með réttu fyrir utan þinghúsið orðin „vanhæf ríkisstjórn“ og krafðist breytinga á íslensku samfélagi. Vanhæf ríkisstjórn, sem ekki vildi taka á vandamálum, var síðan leyst af hólmi 1. febrúar 2009, þegar Samfylking og VG hófu samstarf með stuðningi Framsóknarflokks. Þann 10. maí 2009 tók síðan við „fyrsta hreina […]

Föstudagur 18.06 2010 - 22:31

Kjörbréfið í vasanum…

Ef marka má orð Jóns Baldurs Lorange, og marga annarra í sveit þjóðernissinna innan Sjálfstæðisflokksins, sem eiga það allir sameiginlegt að vera ekki aðeins óþreytandi að blogga gegn aðildarviðræðum Íslands og ESB, heldur þiggja annaðhvort laun frá Bændasamtökunum eða Landsambandi íslenskra útgerðarmanna, þá eiga allir hægri menn sem styðja ESB aðildarviðræður heima í sósíaldemókrataflokki Samfylkingarinnar. […]

Fimmtudagur 17.06 2010 - 23:11

Svona gætum við haft það gott

Fyrst eftir að ég flutti heim til Íslands árið 1998 gerði ég mér það stundum að leik að bera saman lánakjör hjá gamla viðskiptabankanum mínum í Þýskalandi, Sparda Bank, og hjá Íslandsbanka og Íbúðalánasjóði hér heima á Íslandi. Samanburðurinn var sorglegur og því hætti ég þessu að mestu mjög fljótlega. Af því tilefni að leiðtogafundur […]

Miðvikudagur 16.06 2010 - 18:01

Réttlætið sigrar, hver hefði trúað því?

Ég verð að viðurkenna að dómur Hæstaréttar kom mér á óvart. Ég hafði á tilfinningunni að rétturinn tæki hagsmuni fjármagnseigenda fram yfir hagsmuni skuldara, því þannig hefur það alltaf verið í íslensku samfélagi. Kannski að hér sé eitthvað að breytast. Þetta er fyrsti dagurinn frá Hruninu, sem ég get gengið út í sólríkan daginn og […]

Höfundur