Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 31.10 2010 - 20:36

Heimssýn fjármögnuð af skattfé landsmanna

Beinir styrki úr ríkissjóði til Bændasamtakanna námu á árinu 2010 um 538,6 milljónum króna. Í miðri kreppunni, þegar m.a. er skorið niður grimmt í velferðarþjónustu, löggæslu og menntakerfinu, virðast Bændasamtökin hafa úr svo miklum peningum að moða, að þeir hafa efni á að styðja Heimssýn um 1.000.000 kr. auk þess sem þessi sami félagsskapur virðist […]

Laugardagur 30.10 2010 - 10:33

Séreignarstefna eða eignarnám

Ríkisstjórnin hefur auðsjáanlega náð samkomulagi við erlendu vogunarsjóðina, sem eiga bankana, og landstjórn AGS á Íslandi, sem í raun stjórnar landinu, um „sanngjarna“ lausn á skuldavanda heimilanna. Þessi lausn felst í að viðskiptabankarnir eignist stóran hluta fasteigna í landinu og leigi síðan lýðnum á það sem kallað er „sanngjarnt“ verð. Þarna er því í augum […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 19:42

Jólasveinar í Seðlabankanum

Ég er enn hlæjandi og veit bara ekki hvernig ég á að stöðva þetta hláturkast? Það er gott að einhver er tekinn við af Spaugstofunni á RÚV, en aldrei í lífinu hélt ég það myndi falla í hlut Más Guðmundssonar að fylla það skarð. Snillingar Seðlabanka Íslands voru sem sagt með það á hreinu alveg […]

Mánudagur 25.10 2010 - 08:03

Bönnum Marel, Össuri og CCP að stækka

Ein af þeim bábiljum, sem Andri Snær Magnason kom fram með á dögunum, er að orkuframleiðslan í landinu hafi stækkað of hratt. Fyrir þessu færði hann engin haldbær rök, en virtist á einhvern dularfullan hátt gera jafnaðarmerki milli stóriðju annars vegar og hins vegar þeirra glæpaverka, sem gerð voru við einkavinavæðingu bankanna og síðan í […]

Sunnudagur 24.10 2010 - 10:20

Sturlaðir stóriðjufetistar

Hefur einhver hugleitt hversu miklu við höfum í raun fórnað vegna virkjunarframkvæmda undir uppistöðulón og til virkjunarframkvæmda? Hefur það verið tekið saman? Ég hafði samband við Landmælingar Íslands, Landsvirkjun, Orkustofnun og Samorku og þessar tölur lágu hvergi fyrir. Hvernig á skynsamleg, hlutlæg og hófstillt umræða að eiga sér stað án þess að slíkar staðreyndir séu […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 21:19

Mig skortir „lausafé“!

Í tvö ár hef ég látið mig hafa það að greiða af bílaláni og fóru greiðslurnar á mánuði mest upp í 110.000 kr. Eins og sönnum Íslendingi sæmir lét ég mig hafa þetta og tók ekki einu sinni frystingu allan þann tíma sem heimilt var. Ég hef sparað í mat, borðað núðlusúpur og reynt að […]

Þriðjudagur 19.10 2010 - 19:43

Hverjir enda á stjórnlagaþingi?

Jæja, þá er fresturinn runninn út og fólk getur andað léttar. Ég ætla ekki að bjóða mig fram til stjórnlagaþings, þrátt fyrir nokkrir tugir „aðdáenda“ hafi hvatt mig til þess. Ég er ánægður með útkomuna, þ.e.a.s. að svo margir bjóði sig fram. Ég sé þarna fjölmarga frambjóðendur, sem ég tel að eigi fullt erindi á […]

Laugardagur 09.10 2010 - 19:43

SA – karlar sem hata konur?

Það var athyglisvert að hlusta á Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, tala um forystumenn atvinnulífsins í landinu líkt og þeir færu einungis karlar sem hata konur. Þarna notaðist Svandís auðsjáanlega við líkingamál skoðanabróður hennar, Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar. Það má furðu sæta að stjórnmálaflokkur, sem vill láta taka sig alvarlega, skuli á þennan hátt tala niður til […]

Fimmtudagur 07.10 2010 - 07:33

Politikerne møder sig ihjel

Ég hitti skemmtilegan og bráðvel gefinn vin minn um daginn og við fórum líkt og svo oft áður að tala um landsmálin. Þá sagði hann eitthvað við mig sem ég hef ekki getað gleymt síðan: „Já, Guðbjörn minn – de møder sig ihjel“. Ég held að engin fjögur orð lýsi ástandinu betur á Íslandi undanfarin […]

Mánudagur 04.10 2010 - 07:08

Þrái tilbreytingarleysi og leiðindi…

Ég er orðinn mjög þreyttur á öllum þessum „uppákomum“ í íslenskum stjórnmálum og hugsa með söknuði til þeirra 12 ára sem ég eyddi í Þýskalandi. Þar kom oft á tíðum ekkert upp á í stjórnmálum árum saman. Kansararinn, Helmut Kohl, var enginn brandarakarl og stjórnmálin afskaplega þurr og leiðinleg, fyrir utan kannski tímabilið í kringum […]

Höfundur