Færslur fyrir desember, 2010

Miðvikudagur 29.12 2010 - 10:56

Af pólitískri sannfæringu…

Oft á tíðum hefur mér fundist að fá dæmi séu til um að „pólitísk sannfæring“ liggi að baki ákvörðun fólks að fara út í stjórnmál á Íslandi, þótt að sjálfsögðu séu til á þessu allmargar undantekningar, sérstaklega í seinni tíð. Oftar en ekki byrja íslenskir stjórnmálamenn í æfingabúðum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna aðeins börn að aldri. Margir […]

Þriðjudagur 28.12 2010 - 17:14

Hvaða tómarúm?

Merklegt nokk hef ég verið spurður að því á liðnum dögum, hvaða tómarúm nýr flokkur eigi að fylla? Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi séu meira og minna að berjast um atkvæðin á miðjunni og framboðið á „miðjumoði“ því meira en eftirspurnin. Á árunum 1991-2008 voru innleiddar ýmsar breytingar á Íslandi. Þannig var fjöldinn allur af ríkisfyrirtækjum […]

Mánudagur 27.12 2010 - 06:52

Örlög mín eru ráðin…

Aldrei þessu vant var ég í hálfgerðum vandræðum að blogga í dag, sem sennilega má rekja til þess að eftir gærdaginn var ég búinn að setja mig í ákveðnar „pólitískar stellingar“. Við erum alin upp við að stjórnmálamenn skrifi á ákveðinn hátt, hafi „samræmt“ útlit og hagi sér á ákveðinn hátt. Ég byrjaði á einhverjum […]

Föstudagur 24.12 2010 - 11:27

Jólakveðju Steingríms J. svarað…

Ég var rétt byrjaður á hugljúfum jólapistli, þegar ég las jólakveðju Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns VG. Eitthvað er samviskan að plaga ráðherra og að venju fer lítið fyrir helgislepju í skrifum hans. Nei, skrifin einkennast að því að finna réttlætingu á tilveru og seinagangi fyrstu hreinu vinstri ríkisstjórnarinnar á lýðveldistímanum í flestum málaflokkum, […]

Miðvikudagur 22.12 2010 - 19:50

Seðlabankinn í góðum málum!

Ég var ekki lengi að átta mig á því, að ég kannaðist við skynsamlegar tillögur Seðlabanka Íslands, sem lagðar voru fram fyrir nokkrum dögum. Jú, þær voru á svipuðum nótum og flestir ESB sinnaðir bloggarar skrifuðu um í lok árs 2008 og fram að kosningum árið 2009. Að vísu átti ég von á að þessar […]

Sunnudagur 19.12 2010 - 10:02

Klikkaður, áhættufælinn og kátur

Já, maður getur ekki annað en verið sæmilega sáttur þessa dagana. Mesta ánægju vekur löngu tímabær niðurfelling skulda fyrirtækja og vísir að lagfæringu skulda heimilanna, þótt langt sé í land að réttlætið nái þar fram að ganga. Þá er undirbúningur einkasjúkrahússins í Mosfellsbæ að sögn langt kominn og uppbygging einkasjúkrahúss Reykjanesbæ hlýtur að vera á […]

Miðvikudagur 15.12 2010 - 08:45

Pólitískar ofsóknir…

Í kjölfar þess að hulunni hefur verið svipt af „njósnum“ sjálfstæðismanna verð ég nú að segja að mér finnast þetta ekki vera miklar fréttir. Þetta er mjög ógeðfellt en skaðaði íslenskt þjóðfélag kannski ekki eins mikið og nepótisminn og pólitískar ráðningar hafa gert í gegnum tíðina. Að sjálfsögðu hafa flokkar merkt við hverjir voru þeirra […]

Mánudagur 13.12 2010 - 20:14

Ríkisútvarp landsbyggðarinnar

Ég er búinn að vera að hugsa um að blogga um þetta efni í allan vetur, en er búinn stilla mig – nú varð ég bara að losa mig við þetta. Ég er nær hættur að skammast yfir sjónvarpsdagskránni – því það má ekki – en núna gat ég bara ekki stillt mig. Ég veit […]

Sunnudagur 12.12 2010 - 12:12

Icesave – blendnar tilfinningar…

Ég tók mér nokkra daga til að íhuga mína afstöðu til nýs Icesave samnings. Ég las allt sem ég komst yfir um samninginn, horfði á fjölmiðla og rifjaði upp ummæli íslenskra stjórnmálamanna allt frá haustinu 2008. Óstjórnina frá árunum 2001-2008 er auðvitað ekki hægt að toppa, hins vegar er núverandi ríkisstjórn með axarsköftum sínum án […]

Föstudagur 10.12 2010 - 22:05

Evrópa logar stafnanna á milli

Ég veit ekki hvort ég les blöðin svona illa eða hlusta ekki nógu vel á fréttir í útvarpi og sjónvarpi, en einhvernvegin finnst mér fréttaumfjöllun fjölmiðla hér á landi mjög sérstök, þegar kemur að umfjöllun alþjóðastjórnmála. Þannig getur Evrópa logað stafnanna á milli og íslenskar fréttarstofur þegja þunnu hljóði. Ef eitthvað er hins vegar að […]

Höfundur