Færslur fyrir janúar, 2011

Mánudagur 31.01 2011 - 23:09

ESB – hvað gerir þingheimur

Þótt ég hafi litla trú á að þingsályktun sú sem Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson lögðu fram um að ESB umsókn skuli dregin til baka verði samþykkt, þá er þetta óneitanlega mjög spennandi þingmál. Félagarnir úr Heimssýn eru þeirrar skoðunar að nýta beri krafta stjórnsýslunnar og fjármagn ríkisins til annarra […]

Mánudagur 31.01 2011 - 08:26

Sturlungaöld hin nýrri

Þau orð féllu í gær í Silfri Egils, að orrustan um Íslandi væri í gangi. Þessi orrusta geisar ekki einungis um stærstu fyrirtæki landsins og auðinn í landinu, heldur berjast í skjóli þeirrar orrustu smærri fyrirtæki og tugþúsundir heimila einnig fyrir lífi sínu frá degi til dags. Slíkar styrjaldir eru ekki nýjar af nálinni og […]

Sunnudagur 30.01 2011 - 10:31

Afdalirnir og gleymda fólkið

Ég er búinn að búa á mörgum stöðum um ævina. Aðeins nokkurra daga gamall flutti ég af fæðingardeildinni við Eiríksgötu í Melgerði í Kópavogi og þaðan á Kópavogsbrautina. Þegar ég var 10 ára gamall flutti ég á Álftanesið og þaðan um tvítugt í Þingholtin í Reykjavík. Við tók 12 ára útlegð, þar sem ég bjó […]

Föstudagur 28.01 2011 - 22:00

Sparisjóður Keflavíkur

Í langan tíma hefur mig langað til að skrifa um málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Á meðan ég bjó í Njarðvík, og var félagi í Sjálfstæðisflokknum þar í bæ, má segja að ómögulegt hafi verið að tjá sig um þetta mál án þess að særa einhverja sem maður hafði unnið með og vildi ekki endilega valda einhverjum […]

Þriðjudagur 25.01 2011 - 19:33

Stjórnlagaþing – Lagaskrifstofa Alþingis

Menn greinir nú á um hvort lög um stjórnlagaþing hafi verið gölluð eða hvort framkvæmdinni hafi verið ábótavant. Að mínu mati er ljóst að hvorutveggja á við og að málið var klárlega vanbúið af hálfu Alþingis. Sem fyrr einkenndi flumbrugangur, óðagot, vankunnátta og vangeta verk þessarar ríkisstjórnar. Góð lög tryggja góða framkvæmd og slæm lög […]

Þriðjudagur 25.01 2011 - 08:12

Heljartök LÍÚ

Þrátt fyrir að eðlilegt sé að Samtök atvinnulífsins fari með sérhagsmunagæslu fyrir forríka útgerðarmenn, þá voru það mistök hjá samtökunum að blanda saman almennum kjarasamningum og kvótamálinu. SA eru ekki búin að bíta úr nálinni með þetta, þar sem þessi hegðun mun verða til þess að öll þjóðin mun flykkja sér að baki þeim, sem […]

Mánudagur 24.01 2011 - 08:43

ESB – þjóðin er skynsöm

Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir enn og aftur að þjóðin er skynsamari en margir þeir stjórnmálamenn, sem sitja á Alþingi Íslendinga. Með réttu ættu þingflokkar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að endurspegla þennan vilja fólksins og 50-67% þingmanna að vera fylgjandi aðildarviðræðunum. Gjörspillt prófkjarafyrirkomulag og klíkustjórnmál koma hins vegar í veg fyrir þetta, m.a. með því að […]

Fimmtudagur 20.01 2011 - 21:07

9-menningarnir

Ég hef ekkert skrifað um málefni 9-menningarna svokölluðu. Ástæða þessa er sú að málið hefur verið í ákveðnu ferli, sem ég treysti mjög vel. Ég held að flestir séu sammála um að 9-menningarnir voru í Alþingishúsinu á umræddum tíma á þessum ákveðna degi. Ágreiningur er hins vegar um, hvort þeir hafi hagað sér á þann […]

Fimmtudagur 20.01 2011 - 08:19

Jóhanna Chávez & Fidel J. Sigfússon

Ég studdi í sjálfu sér „maraþonkarokí“ Bjarkar, þótt ég hafi ekki alveg jafn miklar áhyggjur og hún af eignarhaldi íslenskra orkuframleiðslufyrirtækja. Að sjálfsögðu á að berjast gegn þessari þróun almennt séð, t.d. hvað varðar Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Í tilfelli Magma og Suðurnesja eru orkuklindirnar sjálfar í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum, staðreynd sem hefur algjörlega […]

Laugardagur 15.01 2011 - 09:15

Kjósum um framtíðina

Þrátt fyrir að kosið hafi verið um ESB í síðustu kosningum og aðildarviðræðurnar hafi í sjálfu sér haft þingmeirihluta á bak við sig daginn eftir kosningar vorið 2009, þá virðist aftur þörf á að kjósa um þetta mál. Þingmenn Framsóknarflokksins, Hreyfingarinnar (Borgarahreyfingarinnar) – og a.m.k. einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins – hafa skipt um skoðun á málinu […]

Höfundur