Færslur fyrir febrúar, 2011

Mánudagur 28.02 2011 - 08:12

Kjósendur eiga rétt á valkosti

Aðeins 52,5% kjósenda vilja gefa upp afstöðu sína hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Ef miðað er við kjörsókn í síðustu kosningum, sem var 85,1%, þá er ljóst að rúmlega 30% kjósenda vita ekki sitt rjúkandi ráð. Að þetta komi fram í hverri könnuninni á fætur annarri er í raun merkilegri […]

Sunnudagur 20.02 2011 - 21:06

Stjórnskipulegt klúður

Einu orðin sem mér duttu í hug í dag eru stjórnskipulegt klúður. Það hefur ekkert með ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gera – þótt ekki sé ég henni sammála – heldur hitt að 26. gr. stjórnarskrárinnar er meingölluð. Þetta segi ég sem einarður stuðningsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna og einhverskonar „öryggisventils“ í ákveðnum tilfellum líkt og með Icesave. […]

Föstudagur 18.02 2011 - 20:25

Þrá eftir stöðugleika Evrópu

Ég veit ekki hvort þetta er einhver „nostalgía“ af minni hálfu og að minni mitt sé svona slæmt, eða hvort um blákaldan raunveruleika er að ræða. En einhvernvegin þrái ég um þessar mundir „leiðinleg stjórnmál“ þeirra Helmut Kohl og Angelu Märkel. Ég man þá tíð, að einu fréttirnar í þýska sjónvarpinu voru að Helmut Kohl […]

Sunnudagur 13.02 2011 - 12:19

Almannahagsmunir í fyrirrúmi

Í frétt hér á Eyjunni segir að Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda og framkvæmdastjóri Icepharma, hafi í vikunni gagnrýnt ofuráherslu íslenskra þingmanna á hagsmunagæslu fyrir landbúnað og sjávarútveg. Gagnrýni Margrétar rímar mjög vel við það sem ég og fleiri hafa gagnrýnt á undanförnum árum og þó alveg sérstaklega eftir að sótt var um aðild að […]

Föstudagur 11.02 2011 - 22:09

VG: Stjórnmálin lögum æðri

Það er sjaldan að stjórnmálamenn komi fram og segi hlutina eins og þeir í raun og veru eru. Þetta gerði Svandís Svavarsdóttir í fréttum sjónvarpsins í kvöld og með stæl – hafi hún ævinlega þökk fyrir það. Svandís sagði það sem ráðherrar landsins á undanförnum hundrað árum hafa kannski hugsað en aldrei þorað að segja: […]

Mánudagur 07.02 2011 - 08:43

Ísland og Dorrit litla

Líkt og landsmenn margir hef ég fylgst með sjónvarpsþáttunum fallegu um Dorrit litlu, sem ólst upp í skuldafangelsinu Marshalsea. Í reynd var þetta fangelsi allt til og stóð frá árinu 1329 til 1842 á bökkum ánnar Thames í Southwark, sem nú er hluti Lundúnarborgar. Var þetta einhverskonar Kvíabryggja þeirra Breta á þessum tíma, en þarna […]

Fimmtudagur 03.02 2011 - 07:17

Sheik Guðbjörn bin al Guðbjörnsson

Þegar ég var að slafra í mig hádegismatnum í gær fann ég lausn á öllum fjárhagsvandræðum mínum og minna til a.m.k. næstu 65 ára. Jú, ég hef fundið munaðarlausa náttúruauðlind. Eins og allir vita verða náttúruauðlindir að vera í einkaeigu, því annars er þeim sólundað, illa er um þær gengið auk þess sem þær skila […]

Höfundur