Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 30.04 2011 - 12:07

Syndlausir vinstri menn?

Ég var rétt í þessu að ljúka lestri á bloggi Teits Atlasonar, sem var um margt ágætt, þótt mér hafi þótt gæta aðeins of mikils „vælutóns“. Vissulega hefur gagnrýnin á Jóhönnu og Steingrím stundum verið óvægin og hugsanlega jafnvel ósanngjörn. Öll vitum við að ríkisstjórnarflokkarnir eru að reyna að gera sitt besta og að þetta […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 08:38

SA = LÍÚ = X-D

Ég er í engum vafa um að ofangreind fullyrðing mín stemmir. Ég man t.a.m. að á landsfundum sátu útgerðarmennirnir oft saman á sérstöku borði í Laugardalshöllinni og réðu sínum ráðum. Sérstaklega eftirminnilegt er mér þegar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hlýddi ekki LÍÚ og samþykkti ályktun um „línuívilnun“ árið 2003. LÍÚ sendi frá sér harðorðar yfirlýsingar og sakaði […]

Mánudagur 18.04 2011 - 13:17

Efnahagsleg og félagsleg „jó-jó áhrif“

Stundum tekur það mig smá tíma að melta hlutina og þannig var t.a.m. farið með viðtal Egils Helgasonar við prófessor M. Elvira Mendez Pinedo í Silfri Egils í gær. Því miður hafði ég ekki heyrt af þessari ritgerð „Indignez-vous“ eftir Stephàne Hessel, en hef ég nú pantað hana og fæ hana vonandi sem allra fyrst […]

Laugardagur 16.04 2011 - 11:40

Löggjafarvaldið í höndum LÍÚ

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með grímulausri sérhagsmunagæslu Samtaka atvinnulífisins – fyrir hönd sægreifanna í LÍÚ – á undanförnum árum. Eftir að hafa getað stólað á varnarlið Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru þeir nú nær gjörsamlega varnarlausir fyrir „árásum“ ríkisstjórnar, sem vill leiðrétta að hluta til einhver stærstu mistök er stórnvöldum hafa orðið á – […]

Föstudagur 15.04 2011 - 08:12

Stend með Siv og Guðmundi

Ég verð að viðurkenna að ég átta mig alveg á þessu útspili Sivjar og Guðmundar í Framsóknarflokknum og stend með þeirra tillögu til úrlausnar vandamálunum sem fyrir liggja. Ljóst er að Landsþing Framsóknarflokksins kúventi í ESB málinu og einnig mátti merkja að flokkurinn stefnir í átt til róta sinna, þ.e.a.s. til Þingvalla ársins 1919, burt […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 07:58

Frjálslynd öfl sameinist

Sjaldan líður mér betur en þegar ég sit í hópi frjálslyndra afla úr Samfylkingu, Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum og ræði stjórnmál, en þetta gerðist í gærkvöldi eftir stofnfund Evrópuvettvangsins. Mér varð ljóst að margir hægri kratar á borð við mig „lentu“ í Sjálfstæðisflokknum, þar sem hægri öflin hafa alla tíð ráðið og þar sem […]

Mánudagur 11.04 2011 - 08:45

Já, svara skal fullum hálsi…

Á þessa leið tekur Hannes Hólmsteinn Gissurarson til orða og segir núverandi forustu Sjálfstæðisflokksins ekki megnuga að svara aðstoðarfjármálaráðherra Breta fullum hálsi. En hvar voru þessar raddir þegar við þurftum á þeim að halda haustið 2008? Á þeim tíma er Bretar settu á okkur Íslendinga hryðjuverkalög hvatti ég forystu flokksins til þess á fundum bæði […]

Laugardagur 09.04 2011 - 10:29

Island, Island über alles

Að mínu mati blasir við fullkomin upplausn í íslenskum stjórnmálum og varla hægt að gera ráð fyrir öðru en að styttist í kosningar til Alþingis. Þjóðernisrembingurinn tröllríður samfélaginu og viskan og skynsemin látin lönd og leið við allar ákvarðanir. Að auki er forustan fallvölt í öllum flokkum. Óánægjan með Steingrím er mikil og „brottfall“ Lilju […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 21:43

Ræður skynsemin för?

Það var vafalaust hart barist á fleiri kaffistofum landsins en á kaffistofu Tollstjóra. Skoðanir voru skiptar og óvenju þung orð féllu á borð við að 45% landsmanna væru vitleysingar og hálfvitar. En er málið svona einfalt? Það held ég ekki og við sem börðumst hatrammlega gegn fyrri Icesave samningum og fundum í byrjun baráttunnar ekki […]

Sunnudagur 03.04 2011 - 05:13

Saman út úr vandanum

Í öllum venjulegum ríkjum er það ríkisstjórnin, sem vísar veginn út úr vandanum. Á Íslandi virðast Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa tekið við þessu hlutverki. Mér er í raun sama hvaðan gott kemur, en vandamálið er að þessi ágætu samtök hafa auðvitað ekki alla þræði í höndum sínum og það hefur ríkisstjórnin ekki heldur. […]

Höfundur