Færslur fyrir júní, 2011

Fimmtudagur 30.06 2011 - 20:26

Séríslensk eymd og volæði

Eftir að hafa hlustað á Má Guðmundsson seðlabankastjóra rétt áðan og þær lausnir sem hann benti á, er mér enn betur ljóst, hvað við erum einkennileg þjóð. Annars vegar erum við með vinstri menn, sem upp til hópa eru andsnúnir virkjunum og stóriðju, og er það þó það eina sem blasir við sem lausn á […]

Fimmtudagur 30.06 2011 - 09:39

Sérhagsmunir: LÍÚ, náttúruverndarsinnar og bændur

Það er einkennilegt að fylgjast með umræðunni undanfarna daga, vikur og mánuði. Það virðist sama hverju á að breyta, alltaf skulu sérhagsmunaöflin rísa upp á afturlappirnar og halda uppi skefjalausum áróðri. Hér á ég að sjálfsögðu við lítilsháttar breytingar á kvótakerfinu, umræður um Landsvirkjun og nú síðast bændur og ESB aðild. Alltaf skulu öfgaöflin hafa […]

Mánudagur 27.06 2011 - 20:42

ESB aðild 1. janúar 2014

Ég vil byrja á að óska landsmönnum mínum nær og fjær til hamingju með að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu hafnar. Hvort sem maður er hlynntur viðræðunum, líkt og ég er, eða andsnúinn þeim eins og 30-40% þjóðarinnar, er ljóst að gott verður þegar niðurstaða liggur fyrir. Þetta mál er mjög eldfimt og klýfur flokka í […]

Fimmtudagur 16.06 2011 - 12:34

Kauphækkanir = gúmmítékki

Flestir þekkja „déjà vu“ og einmitt þannig líður mér þegar ég hugsa til ástandsins á Íslandi í dag. Við erum að koma út úr stærstu gengisfellingu sögunnar og óðaverðbólgu og það sem er gert er að semja um stór kauphækkun, sem virkar eins og olía á verðbólgubálið. Mér er auðvitað alveg ljóst að ég upplifði […]

Miðvikudagur 15.06 2011 - 10:09

Til varnar biskupi

Ég hef mikla samúð með fórnarlömbum Ólafs Skúlasonar. Enginn vafi er á að Karl Sigurbjörnsson og kollegar hans úr prestastétt er aðstoðuðu hann klúðruðu málum algjörlega á sínum tíma. Þetta er að því leyti til alvarlegra en þegar hefðbundnar stofnanir gera mistök, að líklega eru nú gerðar meiri kröfur til biskupa og presta í siðferðislegum […]

Laugardagur 11.06 2011 - 10:26

Vörumst frekari vinstri hagfræði

Á árunum 2008 og 2009 benti ég á – ásamt ótal mörgum öðrum – að nauðsynlegt væri að skera niður hraðar og meira í ríkisfjármálum en var gert og að á sama tíma yrði allur kraftur settur í að laða til landsins erlent fjármagn til fjárfestingar í orkufyrirtækjum og orkufrekum iðnaði. Segja má að ríkisstjórnin […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 08:52

Óðins útvalda þjóð

Ég er að lesa bók Eiríks Bergmann, Sjálfstæð þjóð, sem varpar skýru ljósi á ýmislegt og rökstyður það sem átt hefur sér stað nokkrum sinnum í sögu Íslendinga, t.a.m það hrun sem varð í bankakerfinu. Sennilega eru bara allir Íslendingar saklausir að því að hafa gert eitthvað rangt, hvort sem það var forsætisráðherra landsins, aðrir […]

Mánudagur 06.06 2011 - 06:27

Erum við of óþolinmóð?

Þetta verður í styttri kantinum hjá mér í dag, sem bætir upp fyrir marga allt of langa pistla, en ég er á leið í flug út á land. Ég var að lesa visir.is og sá að Angela Märkel kanslari Þýskalands er að heimsækja Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Hefði mér dottið það í hug fyrir 30 […]

Föstudagur 03.06 2011 - 11:34

ESB: 216 % toll á íslenskan fisk

Ég hef svo gaman af þessari umræðu um tolla á landbúnaðarvörur frá ESB, að ég ræð mér varla fyrir hlátri. Að við skulum vera með forystufólk hjá íslensku bændasamtökunum, sem ekki hefur áhuga á að kynna sér hvað felst í tollabandalagi ESB er í raun eitt mál, en að við séum með heilt ráðuneyti og […]

Höfundur