Föstudagur 15.07.2011 - 08:58 - 22 ummæli

Neitum að borga brúsann!

Einhvern veginn á maður erfitt með að átta sig á hlutunum núna, þegar nær öll heimsbyggðin virðist vera komin í vandræði með skuldir sínar. Við vorum vön því að þróunarlönd væru í vanda stödd með skuldir og það sama má segja um lönd sem voru einhversstaðar mitt á milli Þróunarlanda og Vesturlanda. Það sem virðist hafa gerst um allan heim er að ríki lifðu um efni fram og skuldsettu sig og það sama má segja um þegnana. Því er ekki um „séríslenskt“ vandamál að ræða, líkt og margir héldu fram í síðustu kosningum, heldur alheims vandamál. Og þar sem eru skuldunautar, þar eru einnig lánardrottnar. Eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir, eru fjármálastofnanir algjörlega nauðsynlegar, þótt ekki væri nema til að fólk geti þar verið með um 700.000 kr. meðallaun. En að öllu gamni slepptu þá gegna bankar því mikilvæga hlutverki að miðla peningum til fyrirtækja og einstaklinga. Þessi útlán virka eins smurolía í hagkerfinu og hætt er við að lítið væri um fjárfestingar, ef enginn gæti treyst á að fá lán. Bankar miðla þannig sparnaði einstaklinga og fyrirtækja, öðru nafni fjármagnseigenda, í arðbæran farveg – eða það skyldi maður halda. Þetta á því að vera það sem kalla mætti „Win-win situation“.

Það ástand sem komið er upp í heiminum mætti kannski frekar kalla „Lose-lose situation“, en það kemur upp af því að fjármálastofnanir voru svo „óheppnar“ að lána peninga í fjárfestingar, sem reyndust síðan allt annað en arðbærar. Þarna á ég ekki bara við þær lítilfjörlegu lánveitingar sem í gróðærinu fóru í nokkur þúsund flatskjái og nokkur hundruð Range Rovera og 300-400 fermetra hús, sem eru auðvitað aðeins brotabrot af skuldum Íslands, heldur miklu frekar þær fjárfestingar sem „fagfjárfestar“ um allan heim lögðust í – að hluta til með sparnað almennings í bönkum og lífeyrissjóðum – og ollu víða mikilli bólu á fasteigna- og fyrirtækjamarkaði. Vegna fákunnáttu og reynsluleysis voru íslenskir „fagfjárfestar“ auðveld bráð reynslumeiri og vitrari kaupahéðna og lögðu Íslendingarnir því að mestu peninga sína í vitavonlaus verkefni um heim allan. Við Íslendingar fórum af þessum sökum einstaklega illa út úr þessari fyrstu stóru bólu okkar, þótt stærstur hluti skulda fjárglæframannanna hafi að mestu verið afskrifaðar strax eftir hrunið. Stærsta vandamálið núna er skuldsetning ríkisins, fyrirtækja og einstaklinga og það ekki einungis á Íslandi heldur um allan heim.

En hvað er til ráða? Jú, ég held að það eina sem er til ráða, þegar heimili og fyrirtæki eru ekki lengur borgunarmenn fyrir sínum skuldum, sé að afskrifa skuldir að því marki að geti ekki aðeins greitt sínar skuldir niður, heldur að fólki almennt í heiminum verði aftur gert kleift að verða neytendur. Að sama skapi verður að gera fyrirtækjum kleift að fjárfesta og bönkum kleift að lána, m.ö.o. þarf að gera samfélaginu aftur kleift að halda áfram því sem það á að gera, þ.e.a.s. að gera okkur lífið bærilegt. Mér sýnist að stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar hafi tapað sjónar á því til hvers við byggjum upp samfélag og efnahagslíf, en það er að mínu mati til staðar fyrir okkur borgarana en ekki þá. Menn munu spyrja hvort það sé réttlátt að afskrifa eignir annarra, t.d. í lífeyrissjóðum og öðrum eignum? Nei, það er ekki „réttlátt“, en ég spyr á móti hvort það hafi verið skynsamlegt að lána fólki og fyrirtækjum peninga án þess að hafa nokkra vissu fyrir því að fá peninga sína til baka? Eru „fagfjárfestar“ og vogunarsjóðir ekki bara að uppskera eins og sáð var til og verða þeir fjármagnseigendur sem lögðu þessum fyrirtækjum til peninga ekki frekar að kalla stjórnendur þessara fyrirtækja til ábyrgðar en skattgreiðendur? Ég hélt alltaf að kapítalisminn virkaði þannig?

Eru það kannski einhver óskrifuð lög að þegar fjármagnseigendur gera þau mistök að láta peninga í hendur á óábyrgum „fagfjárfestum“, þá sé reikningnum sjálfkrafa velt yfir á skattgreiðendur ? Almenningur hefur nú orðið fórnarlamb launalækkana, hækkana á lánum og afborgunum auk hækkandi verðlags. Allt þetta er lagt á venjulegt fólk til að vogunarsjóðir, fagfjárfestar og fjármagnseigendur fái allt sitt til baka. Maður spyr jafnframt hvaða réttlæti sé í því fólgið að almenningur sé fórnarlambið, þegar hann hafði ekkert með þetta gera? Flest okkar áttu ekki eitt einasta hlutabréf og fæst okkar eru stórir fjármagnseigendur? Útskýri einhver fyrir mér hversvegna almenningur í heiminum öllum eigi enn og einu sinni að borga vegna mistaka annarra? Við borgum ávalt fyrir stríð og fjárhagsleg mistök annarra, en hundruð milljóna manna um allan heim spyrja sig einmitt þessara spurninga þessa dagana. Stjórnmálamenn heimsins virðast almennt ekki átta sig á þeirri gífurlegu óánægju sem allsstaðar kraumar undir niðri, hvort sem það er í Þýskalandi – þar fyrir að borga brúsann – og í Grikklandi vegna nauðsynlegs en sársaukafulls niðurskurðar. Við erum kannski nær alheimsbyltingu gegn þessu gífurlega óréttlæti en menn átta sig á. Við erum þá ekki að tala um einhverja byltingu gegn því venjulega kapítalíska hagkerfi sem við þekkjum, heldur öllu frekar gegn því að bankar, fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur og misvitrir stjórnmálamenn skuli ekki vera látnir sæta ábyrgð. Gott dæmi um þetta er einmitt tregða fjármálafyrirtækja til að koma að lausn vandamála í Suður-Evrópu og tregða íslenskra banka, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða til að ganga hreint til verks varðandi skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi í kjölfar hrunsins.

Að mínu mati verður þetta vandamál ekki leyst með sértækum aðgerðum innanlands í hverju ríki eða ríkjasamböndum – hvort sem það eru Bandaríkin eða ESB – heldur aðeins á heimsvísu með samkomulagi um stóra skuldaniðurfellingu og endurskipulagningu fjármálaviðskipta og peningamála í heiminum. Ástæðan er sú að þótt fjármálafyrirtæki séu allajafna til í að ganga í skrokk á hvort öðru, þá standa þau saman í kreppum sem þessum og verja sína sérhagsmuni, m.a. með því að velta kostnaði af kreppunni yfir á skattgreiðendur eins og kostur er. Aðeins ef stjórnmálamenn allra landa sameinast og setja þessum fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar er lausn möguleg, en til þess þarf pólitíska forystu og hugrekki, sem virðist hvorki vera til staðar hér á landi eða erlendis.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Þetta er mjög góð grein hjá þér og lýsir þessu ástandi vel.

    En þú ættir jafnvel að átta þig á því að þeir sem harðast berjast fyrir þessu yfirgengilega óréttlæti og að brasksjóðirnir og banksterarnir tapi ekki einni einustu Evru og að skuldunum verði öllum skellt á almenning er einmitt Æðsta yfirstjórn þíns heittelskaða ESB apparats ásamt ECB banka Evrópusambandsins, með undirspili og klappi frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

    Íslensk stjórnvöld létu bankana eifaldlega fara á hausinn þannig að tugþúsundir milljarða lenda á lánadrottnunum, enam það brot sem næst útúr uppgjöri þrotabúana.

    Þannig stendur Ísland utan við ESB og án EVRU mikið betur en þessi ESB/EVRU lönd sem hafa verið pínd til þess að taka á sig allar skuldir braskbankanna og eiturvafninga vogunarsjóðanna. Almenning þar mun blæða í áratugi og kjarskerðing og lífskjaraskerðing er miklu verri en nokkurn tíman hefur orðið hér af völdum kreppunnar.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þegar spekúlantarnir (braskararnir) eru búnir að setja BNA í vanda eða á hausinn, fer að styttast í að einhverjar hömlur verði settar á „vogunarsjóðina“.

    Það er alveg með ólíkindum að þessu liði skuli bara vera sleppt lausu á heimsbyggðina þar sem þeir eru að fella hvert ríkið á fætur öðru til að græða á því sjálfir nokkrar (margar) evrur eða dollara.

    Kerfið er augljóslega ekki að virka eins og til var stofnað.

  • Vandinn er djúpur. Það þarf nýtt „Bretton Woods“ samkomulag þar sem hömlur verða settar á útgáfu peningaseðla, hömlur verða settar á vogunarsjóði, þar sem bankakerfinu verður sett alveg ný skilyrði til dæmis með breytingu á fractional reserve kerfinu, Ábyrgð lánveitanda verður að vera 100% þannig að bankar hafi ekki ríkisábyrgð. Skilja þarf algerlega að hefðbundna bankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi.
    Verði þetta ekki gert þá mun efnahagskerfi heimsins hrynja með ægilegum afleiðingum. Skuldakreppa þessi er það djúp að stór ríki eins og usa eru komin fram af hengifluginu, þau eru ekki sjálfbær nema með prentun peninga. Slíkt kallar á upplausn gjaldmiðilsins þar sem peningar eru ekkert annað en ávísun á verðmæti. Verðmætin aukast ekki við framleiðslu peninga og þá gerist hið óhjákvæmilega, gjaldmiðillinn fellur.
    Þetta eru margir búnir að sjá, þú Guðbjörn en líka stærri spámenn líkt og Peter Schiff. Vonandi verður brugðist við fyrir heimskreppuna miklu (sem gæti skolli á með hvenær sem er) en ekki eftir hana líkt og gerðist með hinu fræga Bretton Wodds samkomulagi.
    En mannskepnunni virðist ganga afar illa að læra af reynslunni.

  • Frikki Gunn.

    Heyr, heyr, Guðbjörn 😀

  • Margrét S.

    Ég segi eins og Frikki Gunn.
    Heyr, heyr, Guðbjörn 🙂
    Góð grein hjá þér eins og yfirleitt.
    En við Íslendingar búum við glórulausa verðtryggingu og sjálfkrafa fer stærstur hluti launa launamanna hér á landi í að bæta fjármagnseigendum upp hækkun á bensíni, sköttum, hrávöruverði, áfengi, tóbaki o.s.frv. Þessu er öðruvísi farið í nágrannalöndunum. Þannig stöndum við almenningur verr en nágrannaþjóðirnar. Þið sem skrifið hér, sem viljið ekki skoða ESB aðild, vitið þið í raun hvernig það er að búa við það öryggi sem felst í því að sjá lánin lækka um hver mánaðarmót?
    Evrópusambandslönd glíma við miklar skuldir. Það vitum við. Að miklu leyti er þetta heimatilbúinn vandi, en allur heimurinn virðist hafa tekið þátt í bólunni, húsnæðisbólunni og hlutabréfabólunni. Auðvitað verður að afskrifa miklar skuldir, semja og hjálpa ríkjum í vanda með lánum. Það er ljóst. En íslenskur almenningur fær miklu stærri reikning frá fjármálastofnunum, þennan full-verðtryggða pakka og veit ekkert hvernig hann stendur á næsta ári, þrátt fyrir að vera í tvöfaldri vinnu. Þökk sé hinni frábæru og æðislegu íslensku verðtryggingu.
    Síðan er annað, ég er búin að heyra um það að Bandaríkin séu að fara á hausinn vegna gríðarlegra skulda ríkisins í tuttugu ár! Þessi söngur hefur síðan færst yfir á Evrópusambandið sem er allt á leiðinni á hausinn samkvæmt nokkrum spekúlöntum hér.
    Það er skuldavandi, það er kreppa, já. En eigum við bara að halda það að við séum bestust og stórust af því að það er skuldavandi annars staðar líka?

  • Gísli Ingvarsson

    Íslenska ríkið er yfirskuldsett þó það kunni að vera solvent þessa stundina. Það þarf ekki mikið að bjáta á til að sú staða versni hratt. Ef kreppa skellur á með greiðslufalli USA og að Evrópuríki með Grikki í forystu fari sömu leið munu ríkissjóður okkar líða fyrir það. Aflabrestur, mengunarslys og þessháttar geta líka valdið miklu tjóni. Þá þarf að skera meira niður og hraðar og krónan fellur úr því sem hún lafir í núna. Það er einkennilegur gorgeir æstustu andsinna ESB aðildar að halda að fjármálakreppa á vesturlöndum komi okkur ekkert við og hér verði allt í stakasta lagi hvað sem á gengur erlendis. Ég fæ ekki betur séð en að þjóðin sé á framfæri erlends lánsfjármagns í því skyni að koma efnahagskerfinu aftur á lappirnar. Það eru lán sem þarf að borga fyrr en síðar. Auðvitað er stefnt að því að verða „skuldlaus“ en það tekur áratug að minnsta kosti. Það er búið að margframreikna það. Varðandi nýja efnahagsstefnu fyrir heiminn hlýtur maður að vera sammála Guðbirni að þörfin er stór en ég sé ekki hvernig uppreisn getur farið fram á heimsvísu. Við búum ekki í þannig veruleika. Það er hver fyrir sig og allir á móti öllum. ESB breytir því ekki svo glatt.

  • Takk fyrir góða grein Guðbjörn!
    Legg til að þú sendir Jóhönnu og Steingrími greinina í (tölvu-)pósti því skuldavandi heimilanna er ennþá mikið til óleystur og það sama má segja um vanda minni fyrirtækja sem standa undir stærstum hluta starfa hér á landi.

  • Auðvitað neitum við að borga ESB brúsann !
    Hann er reyndar að verða óviðráðanlegur skuldavafningarvandi og bankaklúðurs mannkynssögunnar.

    Hvað ætli Ísland hefði þurft að skuldsetja sig mikið til þess að taka þá í þessum þykjustu ESB/ECB/AGS „björgunarpakka“ fyrir Grikkland, Portúgal og Írland, ef Ísland hefði verið komið í ESB og með Evru ?

    Þessar björgunaraðgerðir eru reyndar engar björgunaraðgerðir fyrir almenning þessara landa heldur kirkingaról um kverkar almennings til að svæla útúr þeim hverja einustu Evru sem hægt er til að borga helstu einkabrask bönkum Þýskalands og Frakklands og svo sjálfum ECB banka Evrópusambandsins sem senn stefnir í alheims gjaldþrot !

    Ég hef heyrt þær tölur nefndar að þetta sé hátt í 2000 Evrur á sérhvert heimili í ESB/EVRU löndunum án tolla og virðisaukaskatts. Kannski væru okkar skuldbindingar hærri þar sem þjóðartekjur okkar eru að meðaltali mun hærri en flestra þessara guðdómlegu ESB landa.
    Hvað getur tollasérfræðingurinn og ESB sinninn frætt okkur um þetta ?

    Þú hefðir náttúrulega glaður viljað að þjóðin gengist í ábyrgð fyrir þessu í þessa botnlausu og vonlausu sam-evrópsku spillingarhít ESB/EVRU skuldagímaldsins rétt eins og þú vildir borga ICESAVE I og ICESAVE II og ICESAVE III.

    Ykkur ESB sinnum er ekki viðbjargandi !

    Hvað með ESB flokkinn þinn, er hann dottinn út af borðinu sökum fylgisleysis og vandræða á ESB svæðinu svona svipað eins og í DK þar sem þeir ætla ekki lengur að kjósa um Evruan af því að fólk vill þetta ekki.

  • Frikki Gunn.

    Það er ekki enn búið að leysa skuldavanda skuldugustu Evruríkjanna. Vandanum hefur bara verið frestað.

    Skuldavandi Grikklands er kominn í sumarfrí og Grikkir njóta sólar og sumars og hlaða sig upp fyrir átök vetrarins og gæða sér á gómsætum Grískum mat á milli þess sem þeir slaka á á sólbökuðum ströndum Grikklands.

    Eftir sumarfrí í Grikklandi er skuldavandi Grikklands kominn úr sumarfíi og átök haustsins og vetrarins fara að koma upp á yfirborðið.

    Þegar nær dregur vetri og Grikkir finna fyrir niðurskurði og að þeir hafa varla efni á ljósum og hita, fer blóðið í þeim að ólga og þeir fara út á göturnar og láta í sér heyra með tilheyrandi látum.

    Eitthvað svipað mun eiga sér stað í öðrum löndum Miðjarðarhafsins, Spáni, Ítalíu og Portúgal.
    Öll þessi lönd eru að burðast með gjaldmiðil sem er sniðinn út frá efnahagslegum raunveruleika Þýskalands, en ekki þessara landa.

    Vandi PIGS landanna hefur ekki verið leystur. Honum hefur bara verið frestað með því að skattborgarar Evru-landanna eru látnir dæla peningum til að halda öndundarvél PIGS landanna gangandi.

    Þessi fjáraustur mun síðar meir þýða að ESB hefur minna fé aflögu til verkefna eins og landbúnaðarstyrkja og til niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum innan ESB.

    Afleiðingin af þessu er svo óhjákvæmilegar verðhækkanir á matmælum í ESB-löndunum, sem aftur á móti mun auka á óánægju þegna þessara ríkja.

    Það er bara tímaspursmál hvenær þegnar betur stæðra Evru-ríkja fá nóg af þessum fjáraustri af þúsundum mia. Evru af þeirra skattfé, til að bjarga óábyrgri skuldasöfnum PIGS landanna.

    Evru veitti og veitir PIGS-löndunum falsk öryggi. PIGS-löndin héldu nefnilega að það að vera með Evru sem gjaldmiðil, þýddi í raun ótakmarkað úttektarheimild hjá ECB (Evróska Seðlabankanum), og ef að í óefni kæmi, þá yrði þeim bara „reddað“ af ESB.

    Og þetta er einmitt sá vagn sem ESB-sinnar hér á landi vilja að Ísland hoppi á til að vera með í þessum vandræðagangi.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Gunnlaugur Ingvarsson: Ég man ekki eftir þér fyrir utan Alþingi eða Bessastaði, þar sem Icesave I og Icesave II var mótmælt.

    Þar var mig hins vegar að finna enda var ég harðlega andsnúinn Icesave I og Icesave II og skrifaði ótal bloggfærslur gegn þeim samningum.

    Ég ákvað hins vegar að styðja síðasta samkomulagið og tel enn að það hafi verið rétt. Að mínu mati erum við ekki búin að bíta úr nálinni með Icesave, enda málið ekki enn komið fyrir dómstóla. Þú skalt því ekki ásaka mig um stuðning við Icesave I og Iceasave II!

    Þessi grein grein fjallar ekki um ESB, heldur um þá alheimskreppu sem geysar, bæði innan ESB, í Bandaríkjunum og annarsstaðar.

    Ísland er stórskuldugt land, en bæði heimili og fyrirtæki eru komin að fótum fram. En mörg ykkar ESB andstæðingar skrifið og talið eins og hér sé allt í bestu málum og er það mér óskiljanlegt. Ástandið kann að vera verra á Írlandi og í Grikklandi – er mér reyndar til efs – en ég held að við ættum að líta okkur nær, nú þegar krónan hefur snarfallið og verðbólgan er komin í 6%.

  • Frikki Gunn.

    Já, Guðbjörn, okkar vandamál eru slæm, en þau eru fyrst og fremst út af því að ekkert er framundan í uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífs.

    Þess vegna sígur meira og meira á ógæfuhliðina hjá okkur.

    Ein stærsta útflutningsafurð okkar er orðin mannauður, því sífellt fleiri og fleiri velja að taka sig upp og leita að mannvænlegra lífi í nálægum löndum, sérstaklega Noregi, sem nb. ekki er í ESB.

    Og svo er krónunni alltaf kennt um og hún sögð ónýt.

    En eru þeir sem stjórna henni nokkuð betri? – hvað þá þeir sem misnotuðu hana hér fram að hruni?

    Þetta er svona svipað og að segja; „guns don´t kill people, people kill people“ þannig að það er ekki við krónuna að sakast sem slíka.

    Vandamálið hér er ekki krónan, þó að auðvelt sé að kenna henni um, heldur kolvitlaus efnahagsstjórn hér á landi. Efnahagsstjórnin setur allt í uppnám hér á landi.

    Þið megið trúa því að þó að við tækjum upp Evru og fengjum hinn marg rómaða og eftirsótta stöðugleika, þá fáum við bara önnur efnahagsleg vandræði í staðinn.
    Það yrði þá efnahagsvandi sem við réðum ekkert við. Þar við gætum við farið að sjá Grísk ástand hér á landi, þ.e. skuldavanda sem kæmi vegna falsks öryggis sem Evran veitti.

    Það skal enginn vera svo vitlaus að halda það að Evran sé það efnahagslega töframeðal sem muni gera Ísland ónæmt fyrir kreppum til frambúðar.

  • Frikki Gunn.

    Og hvers vegna fellur gjaldmiðill ríkis?

    Guðbjörn, þú sem menntaður af hagfræðisviði Verzlunarskóla Íslands ættir að geta svarað þessu.

    Ástæða þess að gjaldmiðill fellur er vegna þess að efnahagsstjórn í viðkomandi ríki er slæm og því vilja gjaldeyrismiðlarar losa sig við gjaldmiðil viðkomandi ríksi, því þeir telja að undirliggjandi efnahagstjórn viðkomandi ríkis muni ekki styðja við gjalmiðil þess.

    Verð gjaldmiðill er í raun verðlagning á efnahagslegir getu viðkomandi gjaldmiðilsríkis og ræðst af framboði og eftirspurn.

    Þetta er ekki flóknara.

    Gjalmiðill sérhvers ríkis endurspeglar efnahagslegan raunveruleika viðkomandi ríkis.

    Evran endurspeglar efnahagslegan raunveruleika Þýskalands, en ekki annarra ríkja, t.d. Spánar, Portúgal, Ítalíu eða Grikklands.

    Þess vegna hefur myndast efnahagslegur halli hjá þessum ríkjum gagnvart Þýsklandi þegar þau reyna að lifa upp til efnahagsvelgengis Þýskalands sem þau hafa svo ekki efni á.

    Þetta er svona svipað og að ef þú ætlar að eiga Porsche-jeppa sem þú hefur í raun ekki efni á, til þess eins að reyna vera eins og miklu ríkari vinir þínir sem eiga og hafa efni á slíkum bílum.

    Og hvernig fer þá fyrir þer? Jú, þú safnar þá bara skuldum.

    Þessi halli kemur m.a. fram í skuldasöfnun þessara ríkja.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Þetta er aðeins að hluta til rétt hjá þér.

    Auðvitað er efnahagsástandið ekki eins allsstaðar innan Þýskalands. Þannig er dapurt ástand í Mecklenburg-Vorpommern en frábært ástand í Baden-Würtemberg. Laun eru einnig mismunandi innan ESB og sama má segja um hversu stöndugir ríkissjóðir aðildarríkjanna eru.

    Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía eru líka mjög ólík ríki og ekki hægt að líkja þeim saman hvað efnahag og skuldir varðar. Ítalía er háþróað iðn- og landbúnaðarríki og það er Spánn einnig að sumu leyti. Skuldir Grikkland er hins vegar ekki háþróað landbúnaðar- eða iðnríki og mig minnir um 120% af þjóðarframleiðslu og engin leið hvernig þeir eiga að greiða þær skuldir. Spánn er ágætlega staddur varðandi skuldi með aðeins um 60% skuldir af þjóðarframleiðslu, en vandamálið þar eru skuldir bankanna, m.a. vegna fasteignabólu og svo gríðarlegt atvinnuleysi. Skuldir Ítala eru að mig minnir um 110% af þjóðarframleiðslu, en þjóðarframleiðslan er mjög há og mikið hærri en á Spáni og auðvitað mikið hærri en í Portúgal og í Grikklandi. Ítalir ættu því að spjara sig ef þeir beita aðhaldi í ríkisrekstri. Að auki standa héruð innan landanna allra ólíkt að vígi og efnahagsástandið því misjafnt.

    Þú ert því að einfalda hlutina um of og skuldasöfnun ríkjanna kemur ekki til vegna evrunnar, heldur vegna þess að stjórnmálamenn hafa aukið samneysluna meira en þjóðin og ríkissjóður gátu staðið undir. Þetta hefur í raun ekkert með evruna að gera, nema að það var auðveldara fyrir ríkin að fá lán á góðum vöxtum. Bankarnir sem lánuðu þessum ríkjum bera hins vegar einnig ábyrgð og ætlast nú til að ríkari aðildarríki borgi brúsann eða réttara sagt standi undir afborgunum af glæfralegum og vonlausum lánveitingum þeirra. Við það er ekki hægt að una nema takmarkað og því verða bankarnir að afskrifa lán sín að einhverju marki og það gæti valdið nýrri kreppu. Allt leiðir þetta til hærri vaxta á evrusvæðinu. Það er því að mínu mati mjög „naívt“ að skella skuldinn alfarið á evruna hvað þetta varðar.

    Að sama skapi mætti kenna dollaranum um efnahagslegar ófarir Bandaríkjamanna. Vandamál Bandaríkjanna stafa hins vegar af stríðsrekstri í Afganistan og í Írak og síðan af því af því að hafa dælt peningum inn í bankakerfið árum saman til að halda því á floti. Segja má að vandræðin hafi byrjað hjá Clinton og Bush hafi síðan enn aukið á þau með stríðsrekstri og Obama tekið við slæmu búi og síðan verið „tilneyddur“ til að henda hundruð milljarða dollara í gjaldþrota bankakerfi.

  • Takk fyrir fína grein. Þú segir:

    „Við erum kannski nær alheimsbyltingu gegn þessu gífurlega óréttlæti en menn átta sig á. Við erum þá ekki að tala um einhverja byltingu gegn því venjulega kapítalíska hagkerfi sem við þekkjum, heldur öllu frekar gegn því að bankar, fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur og misvitrir stjórnmálamenn skuli ekki vera látnir sæta ábyrgð.“

    Ég tek undir þetta að hluta en vil bæta því við að ég held að kapítalisminn hafi nú afhjúpað sitt gráðuga og miskunnarlausa eðli.

    Fallegar kennisetningar um annað eru einungis draumórar eins og við sósíalistar þekkjum svo vel úr mislukkuðum kerfum kommúnismans.

    Kapítalisminn er stórhættulegur öllu lífi á jörðinni eins og nú er óðum að koma fram; bæði á landi, lofti og í sjó.

    Það sem þú hefur líst hér í greininni þinni er miskunnarleysi þessarar hugmyndafræði sem nú er farin að höggva nær OKKUR en við þolum.

  • Frikki Gunn.

    Jónína Óskarsdóttir;

    Það getur vel verið að kapítalismi sé ekki fullkominn, en sósíalismi, svo að maður tali nú ekki um kommúnisma, eru enn verri.

    Ertu annars með tillögu að hina fullkomna þjóð- og efnahagsskipulagi?

  • Frikki Gunn.

    Guðbjörn, þú segir;

    „Þú ert því að einfalda hlutina um of og skuldasöfnun ríkjanna kemur ekki til vegna evrunnar, heldur vegna þess að stjórnmálamenn hafa aukið samneysluna meira en þjóðin og ríkissjóður gátu staðið undir. Þetta hefur í raun ekkert með evruna að gera, nema að það var auðveldara fyrir ríkin að fá lán á góðum vöxtum. Bankarnir sem lánuðu þessum ríkjum bera hins vegar einnig ábyrgð og ætlast nú til að ríkari aðildarríki borgi brúsann eða réttara sagt standi undir afborgunum af glæfralegum og vonlausum lánveitingum þeirra. Við það er ekki hægt að una nema takmarkað og því verða bankarnir að afskrifa lán sín að einhverju marki og það gæti valdið nýrri kreppu. Allt leiðir þetta til hærri vaxta á evrusvæðinu. Það er því að mínu mati mjög “naívt” að skella skuldinn alfarið á evruna hvað þetta varðar.“

    Þarna er nefnilega kjarni málsins.

    Evru-löndin töldu sig geta fengið endalaust lánsfé á góðum kjörum vegna þess að þau væru með Evruna.

    Þetta veitti þessum ríkjum falskst öryggi.

    Og hvaðan kom þetta lánsfé upphaflega?

    Svar; Frá ECB (Evrópska seðlabankanum).

    Bankarnir og fjármálastofnanirnar sem lánuðu til PIIGS-landanna, töldu sig hafa endalausar ádráttarlínur frá ECB sem dældi í þessa banka Evrum og lágum vöxtum, sem svo þessir bankar lánuðu áfram til aðila í PIIGS-ríkjunum og ríkisstjórna þeirra.

    Þessir aðilar töldu sig hafa efni á þessu, vegna þess að þeir væru með Evru sem gjaldmiðil, og væru í skjóli sem ECB veitti þeim.

    Þessir aðilar töldu því að þetta gæti bara ekki farið illa. ESB og ECB myndi redda þeim að lokum ef illa færi.

    Guðbjörn, þú vilt ekki kenna dollaranum um vandræði USA og ekki kenna Evruni um vandræði Evru-ríkjann, því gjaldmiðilli þessara ríkja er ekki gerandi í þessum efnum.

    En þú vilt aftur á móti kenna krónunni um vandræði okkar Íslendinga, og þá er krónan allt í einu orðin gerandi í þessu.
    Þú jafnvel persónugerir krónuna.

    Hvernig fer þessi fullyrðing saman hjá þér um að gjaldmiðill skipti engu máli í skuldavandræðum ríkja, nem að um sé að ræða Íslenska krónu?

  • Frikki Gunn.

    Og Guðbjörn, eins og þú dásamar miki Evruna og telur hana vera hinn fullkomnagjaldmiðil, sem hafi bara kosti í för með sér en enga galla, af hverju viljið þið Evru-sinnar aldrei tala um galla við Evruna?

    Er þetta ofviða fyrir ykkur, eða viljið þið bara ekki gera það og ræða þessi mál?

  • Frikki Gunn.

    Já, ég hef það. Ég vil þjóðfélag þar sem ríkir jöfnuður, virðing og tillitssemi gagnvart mönnum og náttúru.
    Efnahagskerfi sem gerir öllum kleift að lifa mannsæmandi lífi.

    Ég vil að við skoðum fortíðina, gerum hana upp og lærum af henni.

    Framkvæmd kommúnismans hefur verið skelfileg. Kapítalisminn hefur milda grímu en við erum að kynnast því sem er á bak við hana.

    Ísland er orðið yfirfullt af öreigum!

  • Frikki Gunn.

    Já, Jónína Óskarsdóttir, Ísland er orðið yfirfullt af öreigum.

    Þökk sé norrænulausu helferðarstjórninni og þeirri þjóðfélagslegu tilraun sem hún tók upp hér á landi haustið 2009, en það var nákvæmlega sama tilraun og beið skipbrot 20 árum áður í A-Evrópu og það með skelfilegum afleiðingum.

    En það efnahagskerfi og þjóðfélag sem þú óskar, er það til einhvers staðar í heiminum?

  • Frikki Gunn.

    Sá þessa frétt í dönsku blaði um vandræði Evru-ríkjanna:

    „“Euroens fremtid afgøres torsdag

    Topledermøde i EU skal og må give konkret handling for at redde Grækenland og euroen.
    De europæiske topledere kæmper energisk i disse dage for at sikre et resultat på torsdag, når de skal mødes for at træffe afgørende beslutninger om primært en hjælpepakke til Grækenland.

    De seneste dage har adskillige regeringschefer været i førende økonomiske medier med udtalelser, der skal berolige investorerne.
    Formålet har været at lægge låg på bekymringerne, så landene og deres banksektorer kan låne penge til renter, de har råd til at betale.

    Ingen succes

    Foreløbig er det ikke lykkedes for godt. Spanien og Italien måtte mandag konstatere, at renten på deres statsobligationer stiger kraftigt.
    Det øger presset for en løsning, som ikke kun gælder Grækenland men som kan afhjælpe krisen for hele EU-konstruktionen, skriver Bloomberg og andre finansielle medier.

    I dag skal Spanien og Grækenland ud på markedet og sælge obligationer.
    „Mens endnu en D-dag nærmer sig faretruende på torsdag, har vi ikke mange beroligende ord,“ skriver seniorstrateg Suki Mann fra Societe Generale i London til investorer ifølge Bloomberg:
    „Grækenland synes at være umulig at redde, Italien står på kanten, og der er risiko for, at euroen ikke eksisterer ret meget længere.“

    Høje statsrenter

    Renterne på spanske og græske statsobligationer nåede rekord mandag. Den spanske, 10-årige obligation steg 25 bp til 6,32 pct. Den græske 2-årige statsobligation steg 291 bp til 36 pct. Italiens 10-årige statsobligation steg med 21 bp til 5,97 pct.““

    Í stuttu máli fjallar greinin um það að framtíð Evrunnar muni ráðast n.k. fimmtudag.

    Einnig kemur fram í greininni að Spánn og Ítalía eigi í verulegum vandræðum með sínar skuldir, og að vextir á skuldum þessara ríkja séu orðnir mjög háir.

    Enn fremur er sagt að það sé orðið ljóst að ekki sé hægt að bjarga Grikklandi, og að það sé hætta á að Evran verði ekki til mikið lengur.

    Svo mörg eru þessi orð um vandræði Evru-rikjanna, og Danir gera sér fullkomlega grein fyrir þessu.

    Hér á landi er hinsvegar lítið fjallað um þessi mál, og reyndar gefið í skyn að allt sé í himnalagi með Evru-samstarfið.

    Minnir þetta ekki óneitanlega á tíðarandann hér á landi sumarið 2008?

    Sumarið 2008 voru teikn á lofti að ekki væri allt með felldu í fjármálalífi Íslands, en samt sem áður var því haldið fram að allt væri í himnalagi og að allt myndi því fara vel að lokum.

    Allir vita hinsvegar hvað gerðist svo haustið 2008, og þá töldu margir sig eftir á hafa vitað að svona myndi fara fyrir okkur.

    Það er skrýtið að enn sé til fólk hér á landi sem er í afneitun yfir því sem er að gerast í Evru-ríkjunum og vilja ólmir að Ísland gangi í ESB og taki upp Evru.

    Þetta minnir mikið á fólkið sem var í afneitun yfir ástandi mála hér á landi sumarið 2008.

  • Frikki Gunn:

    Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja er gamalt orðatiltæki sem var í fullu gildi.

    Sjálfstæðisflokksmenn hafa reynt að fá fólk til að gleyma þessari sígildu speki. Það hentar þeim vel!

    Eftir að þeir komu hér öllu í kaldakol segja þeir: „Við dveljum ekki í fortíðinni“ og „Við horfum fram á veginn“. Veistu hvers vegna þeir tala svona?

    Þetta hentar vel ábyrgðarmönnum hrunsins. Það að landið sé fullt af öreigum er fyrst og fremst afleiðing sjálftöku og stjórnleysis SjálfstæðisFLokksins.

    Lestu sannleiksskýrsluna. Horfðu síðan í auguna á sjálfum þér í spegli og endurtaktu hverjir hafa kippt fótunum undan Íslendingum. Skilið eftir sviðna jörð og eignalaust fólk. Lærðu af fortíðinni áður en þú talar svona ábyrgðarlaust.

  • Frikki Gunn.

    Vandamálið er að hrunið varð vegna þess að menn fylgdu ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins.

    Þetta sjálftökulið var ekkert á vegum Sjálfstæðisflokksins og margir í hrunliðinu voru ekki Sjálfstæðismenn frekar en þú.

    Flestir í hrunliðinu voru reyndar óflokksbundir eða þóttust vera Sjálfstæðismenn, en mættu aldrei á fundi hjá flokknum til að hlýða á boðskap Sjálfstæðisstefnunnar, og því fór sem fór.

    Hægristefna Sjálfstæðisflokksins gengur út á frelsi UNDIR ábyrgð.

    Hrunliðið túlkaði hinsvegar þetta frelsi þannig að um væri að ræða frelsi ÁN ábyrgðar.

    Með öðrum orðum, útrásar- og græðgisliðið steypti þjóðinni í glötun, og flúði svo frá öllu saman til útlanda, þar sem að það lifir í vellystingum af þeim peningum sem það plataði út úr landsmönnum með barba-bankabrellum.

    Þetta fólk var ekki í Sjálfstæðisflokknum, heldur voru algjörlega ópólitískt, og seldi sál sína peningavaldinu.

    Og svaraðu nú hvaða ríki það er sem er það fyrirmyndariki með það þjóðskipulag sem við Íslendingar eigum að taka upp.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur