Færslur fyrir nóvember, 2011

Þriðjudagur 29.11 2011 - 21:17

Ég á mér þann draum…

Það er sama hvort við horfum til Íslands, Evrópu og Bandaríkjanna eða til annarra heimsálfa og ríkja, allsstaðar blasir við stefnuleysi og skortur á pólitískri forustu og það er kannski engin furða. Í um þrjátíu hefur okkur verið talin trú um að best væri ef svokölluð „Laissez-faires“ stefna réði ríkjum, sem birtist í trúnni á […]

Sunnudagur 20.11 2011 - 17:55

Landsfundur undir járnaga

Það góða við landsfundi Sjálfstæðisflokksins er að þar kemur sjaldan eitthvað á óvart. Það er vegna skipulags flokksins og landsfundarins og vegna þess að fundinum er í raun alls ekki ætlað það hlutverk að vera stefnumótandi, heldur að staðfesta þá stefnu sem stjórn flokkseigendafélagsins og ákveðinna sérhagsmunaafla hafa ákveðið. Við undirbúning fundarins eru allar ályktanir […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 08:18

30 kanadískir silfurpeningar

Nú eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og félagar hans í Framsóknarflokknum til í að selja fullveldi Íslendinga í málum Norðurheimskautsins í hendur Kanadamönnum fyrir skítna 30 kanadíska silfurpeninga. Þeir telja þetta betra en að gerast aðildarríki ESB, þar sem við vissulega deilum hluta af fullveldi okkar í yfirþjóðlegum samtökum, en ESB er ekki sambandsríki og verður […]

Föstudagur 11.11 2011 - 07:58

SA og ASÍ fylgjandi aðildarviðræðum

Öruggur meirihluti er fyrir því innan stjórnar Samtaka atvinnulífsins að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og aðildarsamningurinn í kjölfarið borinn undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. ASÍ hefur um langan tíma verið hlynnt aðildarviðræðum við ESB. Hér er um stærstu samtök launamanna á landinu að ræða og einu samtök allra atvinnuveganna, að landbúnaði undanskyldum, enda þar […]

Laugardagur 05.11 2011 - 10:21

Klíkustjórnmál sem aldrei fyrr

Ég var svo mikið barn að ég hélt að krafa landsmanna væri að klíkustjórnmál skyldu minnka og að við vildum stefna að auknu lýðræði, með því að gera stjórnmálin og þær ákvarðanir sem þar eru teknar nálægari, gagnsærri og skiljanlegri almenningi. Með þessu vildum við lyfta hulunni af mörgum ákvörðunum, sem teknar eru í stjórnmálum, […]

Föstudagur 04.11 2011 - 08:13

Námslán & námstyrkir eða skattafsláttur

Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum, sem eru að burðast með greiðslur af námslánunum sínum. Það er vissulega einkennilegt að hafa borgað 1 milljón af rúmlega 3 milljóna láni á þessum þremur árum frá hruni, en að lánið standi enn í sömu rúmum þremur milljónum, en við vitum að það eigum við blessaðri verðtryggingunni að […]

Höfundur