Færslur fyrir febrúar, 2012

Þriðjudagur 28.02 2012 - 08:49

Er neyslan komin á fullt?

Neysla virðist vera orðið bannorð á Íslandi hinnar vinstri velferðarstjórnar. Nú skrifar Sighvatur Björgvinsson skammargrein í Fréttablaðið til að óskapast yfir því aumingja fólki, sem eru í mínus á bankareikningnum sínum. Ég fullyrði að það fólk, sem svo er fyrir komið, er aðeins að greiða allra nauðsynlegustu reikninga, t.d. ólöglega vexti af gengistryggðum lánum eða […]

Þriðjudagur 21.02 2012 - 03:26

Búsáhaldabylting # 2

Ég fór snemma í rúmið í gærkvöldi og sofnaði fljótt, en vaknaði síðan um tvöleytið í nótt og sá að eitthvað yrði ég líklega að gera, þótt ekki væri nema að skrifa nokkur orð! Jæja, er ekki komið að henni, „Búsáhaldabyltingu # 2“. Einhvern veginn finnst mér að stjórnmálamenn okkar og bankamenn hafi ekki lært […]

Föstudagur 17.02 2012 - 06:41

Reiðir lögmenn

Undanfarin ár hafa reiðir lögmenn unnvörpum saman tekið upp hanskann fyrir þá, sem steyptu Íslendingum í skuldir upp á tífalda þjóðarframleiðsluna og settu þar með bankana og landið á endanum á hausinn. Að auki geta nokkrir lögmenn síðan ekki orða bundist og hafa þurft að óskapast yfir því allt frá hruni að til þess bær […]

Fimmtudagur 16.02 2012 - 08:15

Veit þeim frið og líkn…

Ég veit ekki hvort við eigum dómsorðið frá því í gær því að þakka að hæstaréttardómarar Sjálfstæðisflokksins séu í stjórnarandstöðu eða þeirri staðreynd, sem ég hélt reyndar að flestum væri kunn og þá jafnvel alþingismönnum, að lög eru yfirleitt ekki afturvirk. Að lög séu ekki afturvirk byggir á því að ekki er hægt að breyta […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 08:38

Opinberir starfsmenn: gráðugir, spilltir og frekir

Af umræðu þeirri sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði varðandi eftirlaunakjör opinberra starfsmanna, dagpeninga á ferðalögum erlendis og nú síðast vildarpunkta, má sjá að þingmenn VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks telja opinbera starfsmenn vera til óþurftar og upp til hópa gráðuga, spillta, hrokafulla og freka. Að mati þessara þingmanna eru starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum […]

Sunnudagur 12.02 2012 - 09:12

Heiðarleg hægri stefna

Mikið er um að vera á vinstri væng stjórnmálanna eins og er. Hægri menn virðast hins vegar ekki enn hafa ákveðið sig eða halda að skást sé að kjósa gamla Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri armur Samfylkingarinnar og meira en helmingur VG ætla að styðja Samstöðu. Hinn frjálslyndari armur vinstri manna ætlar sér að styðja Besta […]

Föstudagur 10.02 2012 - 08:38

Lýðfrelsisflokkurinn kominn á blað

Margir stjórnmálamenn væru eflaust óánægðir með 1% fylgi, en svo er ekki með okkur í hinum nýja Lýðfrelsisflokki. Við erum himinlifandi yfir því að vera þó komin á blað, þar sem stefnan hefur ekki enn formlega verið kynnt, flokkurinn ekki stofnaður, hvað þá að frambjóðendur hafi verið kynntir. Mjór er mikils vísir segir í gamalli […]

Þriðjudagur 07.02 2012 - 03:22

Millistéttaraular og verðtryggingarfíklar eru atkvæði

Ég botnaði ekkert í því að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson og Illugi Gunnarsson, væru farnir að tala um að slá „skjaldborg“ um heimilin í landinu. Eitthvað kom þetta kunnuglega fyrir sjónir en kemur nú úr alveg nýrri átt. Í sjálfu sér ætti maður að fagna þessu, því mantran hjá Bjarna Ben fyrir nokkru […]

Höfundur