Ég er seinþreyttur til vandræða og sennilega er besta dæmið um það, að það tók mig 30 ár að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Ég held einnig tryggð við Símann, þótt þetta sé ekki fyrirtæki í eigu „þjóðarinnar“. Einu sinni skipti ég yfir til Vodafone í nokkra mánuði og það var fínt, en síðan fannst mér „evrópupakki“ Símans betri auk þess sem Síminn bauð mér betri kjör eftir að ég yfirgaf þá.
Ég hef átt í miklum samskiptum við 8007000 svo mánuðum skiptir – dóttir mín segir að ég tali sennilega meira við 800700 en allar þrjár dætur mínar, en ég fullyrði að þetta séu ýkjur einar saman. Ég vil taka fram að þolinmæði og kurteisi hjá 8007000 og starfsmönnum Símans er hreint út sagt ótrúleg. Ég hef tvisvar sinnum mannað mig upp í það að að arka niður í Ármúla og tala „face to face“ við starfsmenn Símans og alltaf fengið sömu kurteisu og yndislegu svörin og viðmótið.
En hvort sem ég tala við 800700 eða Ármúla hef ég aðeins fengið sáralitla eða enga úrlausn mála minna. Allavega stend ég enn í sömu sporum, sem eru að allt draslið frýs enn, þótt það sé núna aðeins 1-2svar á kvöldi. Nú spyr ég ykkur ágætu vinir, hvort þið séuð í svipuðum vandræðum með tengingar Símans?
Ertu með ljósnet símans eða ADSL2+ ?
Nettengdur þar síðan circa 1998, niðritími síðustu 7-8 ár (fyrir utan fyrirfram ákveðið viðhald/viðgerðir um miðja nótt) er talinn í klukkustundum (í versta falli).
Afruglarinn fyrir ADSL sjónvarpið var alltaf að frjósa þannig að eftir nokkra mánuði/ár fengum við nýjan og nú er þetta í nokkuð góðu lagi.
Stutta svarið er: Já
Aðeins lengra svar: Var með breiðband sem virkaði ágætlega og hafði ýmsa kosti. T.d. var hægt að velja texta (oftast á fleiru en einu tungumáli) við erlendar stöðvar. Ergo: Síminn lagði breiðbandið niður og ég fékk ljósnet í staðinn. Kostir við ljósnet: Mun meiri hraði á tölvusambandi
Ókostir við ljósnet: Frýs (gjarnan þegar eitthvað áhugavert er á skjánum). og þá þarf að nota Bill Gates aðferðin (slökkva á öllu, bíða um stund og setja í samband aftur) Ef feginn að Bill Gates frameliðir ekki bíla. Ekki hægt að fá texta á erlendu stöðvunum og fyrir 75 ára gamlan mann (heyrnarsljór) er það afleitt. En svörin hjá 8007000 er kurteis og þeir vilja allt fyrir þig gera (ef þú hefur þolinmæði: “ Þu ert númer XX í röðinni.)
Heildarniðurstaða mín er að ljósnetið er hraðara en alls ekki betri kostur en breiðbandi sáluga.
Er með sömu sögu að segja og þú Guðbjörn, starfsfólkið kurteist en úrbæturnar engar. ADSL alltaf að frjósa á versta tíma og Bill Gates aðferðin í háavegum höfð. Bý í Mosfellsbæ en samt of langt frá „kassa“ til að fá brandarann ljósnet. Fannst skondið að heyra haft eftir þingmanni að ríkið yrði að koma að því að tryggja sjónvarpsmóttöku einhvers staðar í afdölum þegar þessi mál eru ekki á lagi á höfuðborgarsvæðinu. En kannski er ljós við enda ganganna. Hef verið að prófa svokallaðn 3G pung fyrir netsambandið og sú tenging er ótrúlega miklu hraðvirkari en ADSL símans þá svo að ég sé ekki með laust lotfnet við græjuna sem þó er mælt með t.d. við sumarbústaði. Á eftir að fara yfir hvað það kostar samanborið við „landlínu“ að fara alfarið yfir í þetta kerfi.
Já, ég er nefnilega alltaf að heyra af fleira og fleira fólki, sem er í vandræðum með bæði netið og sjónvarpið.
Ég gleymdi að geta þess að þetta ágæta starfsfólk Símans lét mig á endanum hafa nýjan „rávder“ og enn síðar nýjan myndlykil og síu. Ég er með nýjan makka svo tækjakosturinn á að vera í lagi!
Mér sýnist að það þurfi á einhvern hátt að reyna að koma dreifikerfinu í lag hér innan Reykjavíkur og þá sérstaklega í eldri hverfunum. Þegar ég bjó í Kópavogi í Kórahverfinu bar t.a.m. ekkert á þessum vandræðum.
Þetta lagaðist mikið eftir að ég fékk ljósnet og rafvirkinn minn ágætur keypti nýja tengikubba fyrir þráðlausa tengingu við beini innanhúss. Fæ nær undantekningarlaust fína þjónustu hjá starfsfólki Símans í 8007000. Hryllingssögur vina sem skipt hafa frá Símanum til Vodafón eru ekki hvati til breytinga.
Sama saga á völlunum í Hafnarfrði.Sakna textavarps á erlendu stöðvunum
Sæll Guðbjörn. Þetta er alls ekki gott að heyra. Leyfðu mér að skoða þetta mál og hafa svo samband við þig eins fljótt og mögulegt er og við finnum einhverja lausn á þessu.
Kveðja, Ormur hjá Símanum.
Vegna þessarar spurningar og þeirra viðbragða sem þú færð, vil ég skrifa aðeins um þetta ljósnet.
Ljósleiðari er komin í húsið og lagt var fyrir breiðbands tengingu. Sú tækni var ágæt og var nokkuð bilana frí. Allt í einu er þér sent tilboð um nýja tækni , sem Síminn ákveður að kalla ljósnet. Þér er sagt að þessi tækni muni gefa þér hraðari tenginu . Það birtist maður og tengir nýjan kapal við símakapalinn hjá mér. Þar með er mér sagt að ég sé komin með hraðari tengingu og ljósnet.
Ef þú leggur svert rör inn hjá þér , en tengir það við grannt rör í húsinu . Ekki færðu meira í gegnum kerfið, granna rörið skammtar rennslið.
Er það ekki svo í ljósnet tengingu símans hjá mér ?
Þú setur nýjan kapal, sem á að gefa meira magn. En tengir síðan nýja kaplinn við gömlu símasnúruna sem gefur takmarkað magn ?
Er ég að misskilja eitthvað ?
Ég hef haft breiðband og síðan ljósnet frá Símanum í rúm fjögur ár.
Uppitíminn á því er yfir 99%, þarf nánast aldrei að endurræsa myndlikil eða router (ca. einu sinni til tvisvar á ári).
Athugið að önnur rafmagnstæki og net geta verið að valda truflunum á netsambandi hjá fólki, ekki endilega Símanum að kenna.
*Myndlykill, ekki myndlikill.