Færslur fyrir mars, 2013

Þriðjudagur 26.03 2013 - 08:28

Bankagrobbið og sannleikurinn…

Hversu mikið af þessari svokölluðu 3.000 milljarða „eign“ bankastofna er froða, þ.e. hvað er raunveruleg eign þegar frá eru dregin útlán í vanskilum, frosin lán – lán sem ljóst er að aðeins innheimtast að hluta til? Hversu mikið af þessari svokölluðu eign er aðeins tilkomin vegna verðtryggingar og okurvaxtastigs hér á landi? Þessum spurningum þorir […]

Föstudagur 15.03 2013 - 21:11

Uppskeran í samræmi við sáningu og tíðarfar

Jæja, ætli harðlínufólkið í Sjálfstæðisflokknum með Davíð Oddsson, Bjarna Benediktsson, Tómas Inga Olrich og Styrmi Gunnarsson í fararbroddi  sé ánægt núna eftir að hafa hrakið hófsama, víðsýna og frjálslynda kjósendur frá sér í hrönnum. Bjarni Benediktsson og félagar höfðu hvorki kjark né þrek til að hafa stjórn á þessum haukum í eigin flokki á Landsfundi […]

Föstudagur 08.03 2013 - 08:36

Lýðskrum eða lausnir?

Milljarða hagnaður af öllum bönkum, sem er ekki undarlegt þegar horft er til okurvaxta og verðtryggingar á Íslandi. Ef við værum með alvöru gjaldmiðil væru hér engar gjaldeyrishömlur, en vegna hinnar gagnslausu og forsmáðu krónu er bara um matadorspeninga að ræða, sem einungis er hægt að nota í okkar litla hagkerfi. Þeir eru hvorki nýtanlegir […]

Fimmtudagur 07.03 2013 - 08:48

Lífeyrissjóðirnir: Eignir 2.434 milljarðar í lok janúar

Sykurskatturinn sem settur var á 1. mars og kaffið í Brasilíu sem hækkar gerir það að verkum að ég á meira til elliáranna, en á sama tíma hækkar húsnæðislánið og námslánið mitt um nokkur hundruð þúsund krónur. Einkennilegt réttlæti að skuldir mínar og afborganir hækki til að ég eigi meira þegar ég er orðinn gamall […]

Laugardagur 02.03 2013 - 11:09

Hreinsanir í stjórnsýslunni

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að eina leiðin út úr þessum „hreinsunum“ við ríkisstjórnarskipti sé að æðstu „pólitísku“ embættismenn – í tilfelli okkar Íslendinga líklega einungis ráðuneytisstjórar – víki við stjórnarskipti. Það hlýtur að vera erfitt fyrir nýja ráðherra að vera með pólitíska andstæðinga sína í sætum ráðuneytisstjóra, þegar þeir komast til valda og […]

Höfundur