Færslur fyrir maí, 2013

Þriðjudagur 28.05 2013 - 08:35

Heinz (Henry) Kissinger

Horfði á athyglisverða heimildarmynd um dr. Henry Kissinger, sem var gyðingur fæddur í bænum Fürth, Bæjaralandi, en eyddi stærstum hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum, fyrst sem fræðimaður og síðar sem prófessor við Harvard háskóla. Henry var upphaflega skírður Heinz Alfred og var sonur bandarísks kennara og þýskrar eiginkonu hans og talaði alla tíð þýsku reiprennandi […]

Mánudagur 27.05 2013 - 08:46

Lausnir í stað ESB

Nú þegar ESB viðræðum hefur „de facto“ verið slitið, eða að geyma á þær í formalíni í a.m.k. 4 ár, er ljóst að íslenskir neytendur verða á annan hátt að eygja þá von að geta keypt matvöru og aðrar nauðsynjar á kristilegu verði. Þótt hugmyndir Samtaka verslunar og þjónustu varðandi afnám tolla á svína- og […]

Sunnudagur 26.05 2013 - 10:32

Skipulag, áætlanir og stundvísi

Ég er bara algjörlega sammála Gry Ek Gunnarsson og efast ekki um að upplifun hennar er kórrétt. Þegar ég kom til Þýskalands 1986, þá 25 ára gamall, taldi ég mig „frekar“ stundvísan og „þokkalega“ skipulagðan ungan mann. Þjóðverjarnir sýndu mér fram á annað og tókst að taka mig í gegn. Eftir að ég kom heim […]

Föstudagur 24.05 2013 - 08:17

Meiri hægri stefnu, takk!

Nú er ég búinn að lesa stjórnarsáttmálann tvisvar yfir og verð að taka undir að „framsóknarlegur“ er hann. Fyrir utan jákvæða klausu um skattalækkanir og breytingar í þá átt að gera fiskveiðigjaldið þannig úr garði að það setji útgerðina ekki á hausinn, er lítið sem ekkert um hreinar og klárar „hægri lausnir“ í sáttmálanum. Það […]

Miðvikudagur 22.05 2013 - 23:27

Ráðuneyti fyrir alla þingmenn

Ég er sérstaklega ánægður að landbúnaðurinn sé kominn aftur með sérstakt ráðuneyti aftur. Í raun spurning hvort allar atvinnugreinar, sem ráða yfir 2-3% af heildarvinnuafli eða þær atvinnugreinar sem leggja 1 1/2% af landsframleiðslu til þjóðarbúsins eigi ekki rétt á að fá sérstakt ráðuneyti, svo jafnræðis sé gætt. Með því móti gætu allir þingmenn Sjálfstæðis- […]

Mánudagur 20.05 2013 - 10:45

ESB & Stjórnarskrá í ruslið

Pabbi minn var sósíalisti, enda alinn upp í hálfgerðri fátækt þeirra tíma í Skerjafirðinum. Strax sem barn þurfti hann að vakna eldsnemma á morgnana og fara með afa í grásleppunetin, gekk síðan örþreyttur í skólann, þar sem hann sofnaði yfir bókunum. Eftir hádegi var á dagskránni að selja Vísi og Alþingisblaðið, þar á eftir rauðmagann […]

Föstudagur 17.05 2013 - 18:06

LÍÚ ríkisstjórnin – nýtt viðurnefni

Ríkisstjórnir hafa oft á tíðum fengið viðurnefni og sum þeirra voru ansi skemmtileg, t.d. Borgarastjórn, Hágengisstjórn, Stjórn hinna vinnandi stétta, Þjóðstjórnin, Ólafía (nefnd eftir Ólafi Thors), Vinstri stjórnin, Nýsköpunarstjórnin, Stefanía (nefnd eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni), Emilía (nefnd eftir Emil Jónssyni), Viðreisnarstjórnin, Stjórnin sem sprakk í beinni, Einkavæðingarstjórnin, Þingvallastjórnin og nú síðast Velferðarstjórnin, sem er nú […]

Þriðjudagur 14.05 2013 - 06:21

Bleikir fílar í íslenskum stjórnmálum

Í íslenskum stjórnmálum virðast bleikir fílar vera algengasta dýrategundin, því alltaf þegar eitthvað bjátar á byrja menn í feluleik.   Þetta eru auðvitað mannleg viðbrögð og tíðkast auðvitað víðar en hér á landi. Þegar Geir Hilmar Haarde kom fram haustið 2008 og sagði hin fleygu orð „Guð blessi Ísland“ mátti öllum vera ljóst að alvara […]

Mánudagur 13.05 2013 - 07:46

Náttúru- og umhverfisvernd á villigötum

Í forystugrein Reynis Traustasonar í DV talar hann um umhverfisspjöll af mannavöldum í Esjunni okkar og að slíkar skemmdir sé að finna um land allt. Þetta er rétt hjá Reyni og líkt og hann bendir á mikill misskilningur að þær séu allar af völdum útlendinga, sem bera oft á tíðum meiri virðingu fyrir náttúrinni en […]

Sunnudagur 05.05 2013 - 10:55

Kúrantbanka, gullfót, fastgengisstefnu eða verðbólgukrónu?

Á Eyjunni vitnar Egill Helgason í aldeilis frábæra grein eftir dr. Ásgeir Jónsson, sem virðist bæði skemmtilega og lipurlega skrifuð. Þegar saga okkar í efnahagsmálum er skoðuð er ljóst að fyrst fór að ganga sæmilega hjá okkur um 1870 og hélst sá bati allt til 1920, þegar mikill samdráttur varð hér og víða annars staðar. […]

Höfundur