Færslur fyrir júní, 2013

Sunnudagur 16.06 2013 - 07:49

ESB ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu

Það verður að öllum líkindum ESB sem ákveður tímasetninguna á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður. Líkt og ég hef þráfaldlega haldið fram myndi það líklega gera lýðræðinu mikið gagn ef við gengjum í ESB og auka taumhaldið á stjórnmálamönnum, sem eru allir meira og minna undir stjórn sérhagsmunaaðila. Þá er efnahagslegur ávinningur af aðild nokkur, enda […]

Þriðjudagur 11.06 2013 - 08:30

Gufuaflið – stormur í vatnsglasi?

Það er ljóst að forstjórar Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar eru að sumu leyti málpípur þeirra stjórnmálamanna sem eru við völd, enda fá þeir vel borgað fyrir það. Auðvitað verður engu að síður að skoða þessi gufuaflsmál rækilega. Ég veit hins vegar ekki betur en að hitaveitur hafi þurft að borga aukaholur, þegar heitavatnsholur eldast, til […]

Þriðjudagur 04.06 2013 - 08:02

RÚV og ginningarfíflin

Nú er engum vafa undirorpið að stór hluti þjóðarinnar er sömu skoðunar og Auður Jónsdóttir rithöfundur, sem flutti í gær pistil er hefði getað komið frá hvaða þingmanni stjórnarandstöðunnar sem er. En er það viðeigandi að slíkur einhæfur áróður virkjunarandstæðinga komi stanslaust frá RÚV, ár eftir ár, áratug eftir áratug og það bæði á sjónvarps- […]

Laugardagur 01.06 2013 - 13:23

Álverin – sannleikurinn & lygarnar

Stærsti gallinn við pólitíska umræðu hér á landi er að sannleikurinn skiptir eiginlega engu máli. Verst er auðvitað þegar fréttastofa allra landsmanna hjá RÚV fer með fleipur, en það er einnig slæmt þegar stjórnmálamenn, forystufólk innan Akademíunnar eða aðrir málsmetandi einstaklingar fara með órökstuddar dylgjur eða hrein og klár ósannindi. Tvö stór mál hafa sérstaklega […]

Höfundur