Færslur fyrir ágúst, 2013

Fimmtudagur 29.08 2013 - 23:08

Slepjuleg sandkassaumræða og tilfinningarök

Það búa 201.000 manns á höfuðborgarsvæðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2 virðist ekki fatta að er ekki til sem sveitarfélag. Þar af búa um 120.000 manns í Reykjavík. Þá búa a.m.k. 50-60.000 manns í 50-70 km fjarlægð frá Reykjavík (Akranes, Borgarnes, Hella, Hvolsvöllur, Árborg, Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði, Garðinum, Reykjanesbæ og Vogunum), sem munu aldrei þurfa […]

Fimmtudagur 29.08 2013 - 08:40

Landsbyggðin, málningarvinna, ósnyrtimennska, hættulegar rollur

Í framhaldi af því að nær helmingur kosningabærra manna úti á landi hefur skrifað undir lista til að fá fram breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, er kannski réttast af borgarstjórn Reykjavíkur að kanna hug landsbyggðarinnar, nágrannasveitarfélaga og bæjarstjórans á Ísafirði hvort almennt sátt borgarskipulagið  ríki um aðra þætti, t.d. hvað gera eigi að gera við Lýsisreitinn, […]

Miðvikudagur 28.08 2013 - 00:01

Spádómar að rætast: ESB stingur nú af með eldfjöllin, jöklana, geitina og landnámshænsnin…

Það verður að fjarlægja þessi mælitæki sem ESB er búið að koma fyrir í eldfjöllunum okkar eins fljótt og auðið er, þar sem þau eru klárlega fjármögnuð með „illa fengnu glópagulli“ eða „mútufé“ – nema hvorttveggja sé. Ég treysti því að þjóðlegir þingmenn arki nú umyrðalaust til fjalla og rífi niður tækin og endursendi þau […]

Sunnudagur 18.08 2013 - 16:04

ESB aðild og gjaldeyrishöftin

Það sem er líkt með gjaldeyrishöftunum og ESB aðildinni er að langtímaáhrifin eru meiri en skammtímaáhrifin. Þannig höfum við lítið fundið fyrir gjaldeyrishöftunum, af því að verslanir eru enn fullar af varningi og krítarkortin virka í útlöndum. Flest okkar finna ekki fyrir því daglega – nema þeir atvinnulausu og blönku – að enginn þorir að […]

Laugardagur 17.08 2013 - 11:33

Kína: fasteignabóla – hrun – bylting

Það er búið að vera athyglisvert í sumar á ferðum mínum um landið að tala við ferðamenn af öllum þjóðernum. Ég talaði til að mynda við nokkra Kínverja í sumar, sem eftir 2 bjóra töluðu nokkuð opið um áhyggjur sínar af hruni í Kína og hreinni og klárri byltingu í kjölfarið. Flestir þeirra segjast vera […]

Fimmtudagur 08.08 2013 - 10:15

Bandaríkjamenn vanvirða bandamenn sína

Þótt ég fagni því innilega að Snowden og Manning hafi lekið út vissum upplýsingum og þeir séu af þeim sökum vissar hetjur í mínum augum og flestra annarra, þá hefðu þeir hugsanlega ekki þurft að ganga jafn langt og þeir gerðu. Sumir hlutir eru einfaldlega ríkisleyndarmál, sem aðeins ákveðnar ríkisstofnanir hafa aðgang að vegna vinnu […]

Höfundur