Sunnudagur 08.12.2013 - 11:27 - 5 ummæli

Appelsínugul bylting á Íslandi

Úkraínumenn vilja upp til hópa ganga til samstarfs við ESB, en fámenn valdaklíka, sem hefur sérhagsmuna að gæta, reynir allt til að beygja landið aftur undir yfirráð Rússa. Það er ljóst að valdhafar á Íslandi vilja ganga það langt í baráttu sinni gegn ESB aðild, að þeir hika ekki við að sniðganga vilja meirihluta landsmanna, sem vill klára viðræðurnar. Sumum kann að þykja samlíkingin óþægileg, en ummæli ýmissa andstæðinga ESB vekja ekki lengur einungis með manni aulahroll, heldur raunverulegan ótta, enda um gríðarlega viðskiptalega og varnarmálalega hagsmuni að ræða. Að vísu þarf engan að undra fjandsamleg afstaða Ólafs Ragnars Grímssonar til NATO, Bandaríkjanna eða annarra bandamanna þeirra, þar sem þarna er um að ræða sósíalista af gamla skólanum og fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins, sem kyrjaði ásamt félögum sínum: „Ísland úr NATO – herinn burt „. Margur hægri maðurinn spyr sig hins vegar hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn er í slagtogi með sósíalistum og fyrrverandi herstöðvarandstæðingum.

Þegar Bandaríkjamenn óskuðu eftir herbækistöðvum á Íslandi var allur meginþorri forystumanna og fylgjenda Framsóknarflokksins tvístígandi í því máli. Afstaða núverandi forystu Framsóknarflokksins til „skammstafana“ fer heldur ekki á milli mála. Fyrr á tímum hafði Sjálfstæðisflokkurinn áhyggjur af þessari afstöðu Framsóknarflokksins og var ákaflega hlynntur vestrænni samvinnu. Nú á tímum er auðsjáanlegt að Sjálfstæðismenn eru orðnir hækjur Framsóknarflokksins í þessu máli sem öðrum. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist horfa frekar til þess að stofna til náinnar vináttu við Kína og Rússland og standa í illindum við okkar nánustu en að rækta sambandið við gamla bandamenn vestan hafs og í Evópu. Auðvitað reiddist Davíð Oddsson vegna brottfarar Varnarliðsins og það kannski með réttu, enda hélt hann að einhver „sérstök vinátta“ væri milli hans og George W. Bush. Velvilja sinn sannaði Davíð síðar með því að lýsa yfir stuðningi Íslendinga við stríðið í Írak. Fyrsta regla í samskiptum við önnur ríki er: „Ríki eiga ekki vini, heldur hafa þau hagsmuni“.

Réttlæta þessi „svik“ Bandaríkjamanna hins vegar kúvendingu í utanríkis- og varnarmálum þjóðarinnar undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar, sósíalistanna í VG og Framsóknarflokksins og jafnvel leynilegs stuðnings ýmissa harðlínuafla innan Sjálfstæðisflokksins? Er ég sá eini sem hef áhyggjur af þessari þróun í utanríkismálum?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Nei þú ert ekki sá eini sem hefur áhyggjur af þessu. Sjálfstæðisflokkurinn lenti í tröllahöndum þegar Davíð, Styrmir og Hannes H Gissurarson fundu sameiginlegan óvin í vestrænni samvinnu. Í fyrstu skilgreindu þeir hana sem samvinnu við Bandaríkin einvörðungu en núna eru þeir að mestu búnir að hafna leiðsögn USA á meðan teboðshreyfingin á undir högg að sækja og demókratar stjórna.

    Áhrif Sjálfstæðisflokksins eru mest á innanríkismálin enda farnir að skilgreina sig sem sérlega furlltrúa útgerðarinnar á kosnað almennings. Það veldur fylgistapi auk þess sem Framsóknarflokkurinn er farinn að róa á sömu miðin og fær stuðning útgerðarinnar með framlagi sínu þessa dagana.

    Að ESB umsóknin yrði svona eldfim kemur á óvart. Þetta er að öllu leyti pragmatísk umsókn um fulla aðild og áhrif á markað sem mun vera okkar megin viðskiptasvæði um fyrirsjáanlega framtíð alveg óháð því hvernig fyrirkomulagið verður hér eða þar.

    Nú verðum við bara að sjá hvernig málin þróast. Umsóknin er enn í gildi á meðan Alþingi tekur hana ekki formlega af dagskrá. Á meðan heyrist hvorki hósti né stuna frá kommisörum Sjálfstæðisflokksins til stuðnings Úkraínskum almenningi. Það veit á vont og náin og innlileg samvinna þeirra við kommúnstann Ólaf Ragnar Grímsson er hætt að vekja neina undrun hjá mér að minnsta kosti.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Hræsni og þýlindi okkar gagnvart Kína og Rússlandi á sér engin takmörk og skýrasta birtingarmyndin er að við erum hætta að gagnrýna ástand mannréttindamál og umhverfismála í Kína og kærum okkur einnig kollótt um ástandið í Rússlandi og Úkraína er varla til á landakortinu hjá okkur. Dapurlegt ástand á meðan „fyrrum“ bandamenn okkar hafa miklar áhyggjur af hvoru tveggja. Ég vil frekar að við fylkjum okkur með Bandaríkjunum og ESB en þessum einræðisríkjum!

  • Jens Jónsson

    Sæll Guðbjörn, Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að kalla Breta einhverja sérstaka bandamenn okkar svona í sögulegu samhengi, miklu nær væri að kalla Rússa gamla bandamenn, ég veit ekki betur en Bretar hafi hernumið Ísland, staðið í harðvítugum fiskveiðideilum með hervaldi og síðasta skrautfjöðurin er að sjálfsögðu hryðjuverkalögin sem þeir skelltu á okku (dálaglegt vinabragð það)

  • Leifur Björnsson

    Þú ert örugglega ekki eini maðurinn sem hefur áhyggjur af þessari þróun.

  • ESB er ekkert annað en afurð, heimsvaldastefnu sem heimstyrjaldirnar fyrri og seinni voru lykilþáttur í, og skipulagðar af yfirmönnum þínum, fjármálavaldinu. Sá sem les söguna gaumgæfilega veit að flestum styrjöldum síðari ára var hreinlega þröngvað upp á þjóðir, þar sem friðsamlegar lausnir áttu ekki möguleika. Allt í boði sömu afla og vilja miðstýringu valdsins. ESB er bara ein deild innan þeirrar klíku.
    Ekki geta þeir farið í stríð við okkur, svo þeir nota þá aðferð, sem þeir eru líka góðir í. Múta eða hóta.
    Gæfulegur yfirmaður sem þú ert að biðja um!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur