Færslur fyrir janúar, 2014

Föstudagur 24.01 2014 - 08:24

Kapítalið vill áframhaldandi okur

Almenningur verður að skilja að það hentar alls ekki þeim einstaklingum sem eiga peningana, bankana, tryggingafélögin, fjármálafyrirtækin eða stjórna lífeyrissjóðunum að afnema verðtrygginguna. Við erum mjólkurkúin þeirra og höfum verið síðan Ólafslögin voru sett 10. apríl 1979 og sem áttu aðeins gilda í stuttan tíma. Þessi öfl gefa verðtrygginguna aldrei eftir eða greiða fyrir ESB aðild. […]

Fimmtudagur 23.01 2014 - 17:35

Verðtrygging; fjall, jóðsótt, agnarsmá mús

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa ömurlegu niðustöðu nefndar um afnám verðtryggingar, var að fjallið hefði tekið jóðsótt og fæðst hefði agnarsmá mús. Skuldaleiðréttingin breyttist úr nokkur hundruð milljarða leiðréttingu í nokkra tugi milljarða og afnám verðtryggingar breyttist í að hámarkslengd verðtryggðra lána fer úr 40 árum í 25 ár. […]

Mánudagur 20.01 2014 - 08:12

Stjórnmálamenn ljúga allir, alltaf

Ég þekki nokkra sem kusu Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í vor og sögðu mér að það væri óhætt, því þessir stjórnmálaflokkar ætluðu að kjósa um áframhald viðræðna við ESB. Ég sagði við þetta ágæta fólk að loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu svikin strax á kosningakvöldið. Þetta fólk sagði að loforð væri loforð, engin ástæða væri til að […]

Þriðjudagur 07.01 2014 - 03:13

Karlagrobb og heimskar ljóskur

Ég er orðinn svolítið þreyttur á þessu eilífa röfli, þar sem karlar eru rakkaðir niður á allan mögulegan hátt í fjölmiðlum. Hvað myndu konur gera ef við værum með svona orðbragð um þær og sérstaklega á þetta við um miðaldra og hvítar konur? Miðaldra karla virðist vera hægt að ofsækja og leggja í einelti eins […]

Höfundur