Færslur fyrir febrúar, 2014

Föstudagur 28.02 2014 - 20:13

Gjá á milli þings og þjóðar

Menn sögðu um daginn að ég tæki stórt upp í mig þegar ég fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn færi í 18-19% í kjölfar þess að vera þvingaður til að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Hafa ber í huga að þessi 19% eru mestmegnis eldri borgarar, sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn þótt hundur væri framboði og þeim fækkar eðli málsins […]

Fimmtudagur 27.02 2014 - 08:42

Parma skinka, Chorizo og Gorgonzola

Ég er mikill sælkeri, sem kemur nú efalaust fólki ekki á óvart sem hefur séð mig. Ég kaupi mér stundum parmaskinku eða útlenda osta, þótt ég hafi að sjálfsögðu aldrei smyglað inn til landsins baneitruðum salami-pylsum. Nú, í gær keypti ég mér löglega Parma skinku og þessi ítölsku smábraut sem seld eru fyrst í Bónus. […]

Sunnudagur 23.02 2014 - 08:08

Framtíðin: sútunarverksmiðja og appelsínurækt

Þegar ég heyrði í formanni Bændasamtakanna í gær koma fram með hugmyndir um að fara að rækta hér appelsínur og melónur í gróðurhúsum, áttaði ég mig strax á geðveikinni sem hér er í gangi. Sigmundur Davíð ætlar sér eflaust að endurvekja SÍS og opna aftur sútunar- og ullarverksmiðjurnar á Akureyri. Þetta er að verða eins […]

Föstudagur 21.02 2014 - 16:55

Ríkisstjórnin á dauðadeildina

ESB málinu er ekki lokið þótt Sjálfstæðiflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ætli að slíta viðræðum við Evrópusambandið á þann gerræðislega hátt sem nú blasir við. Ljóst er að meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðunum og er hér um að ræða mál sem verður áfram mikið hitamál. Hægt hefði verið að komast hjá yfirvofandi ófriði með þjóðaratkvæðagreiðslu og niðustöðu […]

Fimmtudagur 20.02 2014 - 17:00

Orðsending frá Heimdalli (Fjelagi ungra Sjálfstæðismanna)

Heimdallur – Blað ungra Sjálfstæðismanna, 1. tbl. 1. árg. Miðvikudagurinn 22. janúar 1930: Framsóknarflokkurinn leitar nú í fyrsta sinni fylgis reykvískra borgara, og væri því ekki úr vegi að athuga fortíð þess flokks. Hingað til hefir hann haldið sjer við sveitirnar nær eingöngu, enda hafa ýmsir forgöngumanna hans sýnt sig að berum fjandskap við borgarana og […]

Miðvikudagur 19.02 2014 - 18:14

Framsókn og undirsátarnir

Ég man að þegar við sjálfstæðismenn vorum í stjórn með Framsókn í 12 ár á árunum 1995-2007, þá fann maður hvernig Halldór Ásgrímsson og félagar hlýddu líkt og kjölturakkar í einu og öllu hinum sterka leiðtoga Davíð Oddssyni. Maður hafði gaman af því hvað þeir brugðust fljótt við skipunum, líkt og þeir hefðu verið á […]

Þriðjudagur 18.02 2014 - 13:21

ESB skýrslan: klárum samninginn.

Eftir að hafa lesið niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar verð ég að viðurkenna að sennilega er hér um að ræða ágæta samantekt um kosti og galla ESB aðildar. Að vísu er ekki mikið nýtt að finna í skýrslunni, enda hefur þetta mál verið rædd aftur á bak og áfram undanfarin 6-7 ár. Þessum 25 milljónum hefði því mátt […]

Þriðjudagur 18.02 2014 - 08:18

ESB skýrslan – niðurstöður

Einkennilegt er að mánuði skuli hafa þurft til að skrifa skýrslu ríkisstjórnarinnar um hvort halda skuli viðræðum við ESB áfram. Niðurstaðan var alltaf á hreinu og nálgaðist ég hana bara beint  á heimasíðu Heimssýnar: 1. Fullveldisframsal Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel. Dæmi: 1) yfirráðin yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu; […]

Fimmtudagur 13.02 2014 - 08:26

Lífið refsar þeim er koma of seint

Gorbatsjoff lét reyndar aldrei námkvæmlega ofangreind orð falla þ. 6. október 1989 þegar hann kom til Berlínar og ávarpaði fréttamenn í Heiðursvarðskýlinu (þ. Ehrenwache) við götuna Unter den Linden í miðborg Berlínar, en merkingin var engu að síður svipuð.  Ég var við nám í Berlín á þessum árum og verið var að halda upp á […]

Sunnudagur 09.02 2014 - 11:34

Minningarorð – íslenska millistéttin

Mörgum er tíðrætt um ástand mála í Bandaríkjunum og þann vanda sem millistéttin er þar í og mætti af þeim orðum ráða að staða millistéttarinnar hér á landi væri stöndug og traust. Það er hins vegar fjarri lagi, þar sem „Vinstri velferðarstjórnin“ hafði jöfnun launa að sínum helsta markmiði og ásamt verkalýðsforystunni var næstum gengið […]

Höfundur