Færslur fyrir maí, 2014

Föstudagur 30.05 2014 - 15:58

Líta bara undan, forðast að taka afstöðu

Í að minnsta kosti 25 ár hef ég eytt miklum tíma í að reyna að skilja hvernig helförin gegn gyðingum gat átt sér stað í siðmenntuðu ríki eins og Þýskalandi. Þýskaland er land evrópskrar hámenningar, land skálda og hugsuða, vísinda og tónlistar. Ég bjó meðal þessa fólks í 12 ár, giftist og eignaðist börn, tengdafjölskyldu […]

Miðvikudagur 28.05 2014 - 09:50

Kísill skárri en álframleiðsla?

Það sem mer leikur forvitni á að vita er hvort framleiðsla á kísil á Grundartanga, Húsavík og í Helguvík er „eitthvað annað“ eða hvort VG og Björt framtíð ætli að berjast gegn þessum störfum líkt og gegn álverunum? Eins og fram hefur komið í fréttum fylgir sá böggul skammrifi að mengun af kísilverksmiðjum er ef eitthvað […]

Mánudagur 26.05 2014 - 08:36

Hættulegt lýðskrum í Evrópu

Kosningabaráttan til Evrópuþingsins einkenndist  því miður mest af því að fólk tók hana alls ekki alvarlega og þátttaka var því lítil. Líklegra en ekki er að öfgafólk mæti á kjörstað við slíkar aðstæður. Engu að síður eru hér skýr skilaboð á ferðinni, sem ber að taka alvarlega. Aldrei er von á góðu þegar forystumenn hefðbundinna og […]

Föstudagur 23.05 2014 - 12:53

Afmæliskveðja til ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin er eins árs gömul í dag. Efnahagsmálin hafa þróast á jákvæðan hátt, en sú þróun byrjaði í raun á síðasta ári fyrri ríkisstjórnar og er eðlileg í ljósi þess mikla samdráttar sem varð í efnahagshruninu. Ekki er hægt að segja að ríkisstjórnin hafi verið verkmikil, en þó var fjárlögum skilað á núlli, sem er […]

Sunnudagur 18.05 2014 - 09:47

BSRB og skuldaniðurfærslan

Stjórn BSRB er því miður að stóru leyti stjórnað af fólki sem á rætur sínar í VG eða alþýðubandslagsarmi Samfylkingarinnar. Sem fyrrverandi formaður stéttarfélags innnan vébanda BSRB vil ég a.m.k. tryggja að fólk viti að þessi kona talar ekki í mínu nafni og eflaust ekki flestra launþega innan sambandsins þegar hún mótmælir þessum aðgerðum. Það er í […]

Fimmtudagur 15.05 2014 - 07:39

Sanngjörn hlutdeild í methagnaði

Kannski er það bara ekkert séríslenskt fyrirbrigði hvað mannfókið er gráðugt og elskar allt sem hægt er að ná með lítilli fyrirhöfn og með hraðvirkum lausnum. Nei, fólk um allan heim fellur fyrir snákaolíu og nígeríubréfum en hvað sem öðru líður finnst manni að Íslendingar elski þessi fyrirbrigði öðru fremur. Þá er leitin að Messíasi sjalda langt í […]

Föstudagur 02.05 2014 - 20:15

Viðreisnin

Nafn nýs frjálslynds stjórnmálaflokks á hægri væng stjórnmálanna er vel til fundið. Að kenna sig við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem tók við völdum árið árið 1959 og hafði þau markmið að losa um höft á  atvinnulífi, innflutningi og gjaldeyrisviðskiptum, er eitthvað sem flestir kjósendur ættu að geta samsvarað sig við í næstu kosningum. Á […]

Höfundur