Færslur fyrir nóvember, 2014

Fimmtudagur 27.11 2014 - 08:33

Vopnamál lögreglunnar

Sú umræða sem hafin er um vopnamál lögreglunnar er algjörlega nauðsynleg, því heimsmyndin hefur breyst mjög hratt á liðnum 10-15 árum og sama má segja um aðstæður hér heima. Alltaf var hægt að treysta á Bandaríska herinn til ársins 2006, en síðan varnarliðið kvaddi okkur tekur nokkrar klukkustundir fyrir vopnaðar sveitir að komast til landsins ef […]

Miðvikudagur 26.11 2014 - 07:29

Vinnum til 80 ára aldurs

Það er mikil ró og friður í kringum þetta lífeyrissjóðskerfi, þrátt fyrir að verið að sé að tilkynna okkur að við verðum flest að vinna til a.m.k. 70 ára aldurs í framtíðinni. Þegar ég er sjötugur verð ég og atvinnurekendur mínir búnir að greiða til almannatrygginga og í lífeyrissjóði í 54 ár, lengst af 10-15,5% […]

Laugardagur 15.11 2014 - 18:18

Vonda fólkið og síðan það venjulega

Fyrir fimm dögum setti ég sakleysislega færslu á fésbókarsíðuna mína, þar sem ég bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra afsökunar á því að hafa haft þá fyrir rangri sök. Fyrir nokkrum mánuðum fullyrti ég að leiðréttingin mikla væri hálfsvikið kosningaloforð, þar sem hún væri aðeins 80 milljarðar en ekki 300 milljarðar eins […]

Miðvikudagur 12.11 2014 - 08:43

Óbragð í munni og svefnleysi

Ákveðinn hluti landsmanna eða a.m.k. 40%, þ.e. langstærstur hluti kjósenda Bjartrar framtíðar, Pírata, VG og Samfylkingarinnar og einhverjir kjósendur Sjálfstæðisflokksins, eru andsnúnir skuldaleiðréttingunni. Skoðun þessara landsmanna minna er að hækkun lána um tugi prósenta á örskömmum tíma vegna verðbólguskots sé ekki aðeins eðlileg heldur réttlát afleiðing efnahagshrunsins líkt og um Guðs verk hafi verið að […]

Þriðjudagur 11.11 2014 - 13:22

Skuldaleiðrétting: réttlætið sigrar

Mér er ljúft og skylt að viðurkenna að ég hef ranglega ásakað núverandi ríkistjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar vegna vanefnda í sambandi við skuldaleiðréttinguna. Þessum mönnum hefur tekist að leiðrétta að mestu þann forsendubrest, sem ég varð fyrir á árunum 2008-2010. Hafi þeir innilegar þakkir fyrir það og á sama tíma verður maður að […]

Þriðjudagur 04.11 2014 - 09:45

Lekamálið

Lekamálið í innanríkisráðuneytinu: Hvaða lærdóm má draga af málinu? Fimmtudaginn 6. nóvember boðar Félag stjórnsýslufræðinga til hádegisverðarfundar þar sem rætt verður um þann lærdóm sem hægt er að draga af lekamálinu svokallaða í innanríkisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í Víkinni Sjóminjasafninu, Grandagarði 8,  kl. 12.00-13.30. Hér á landi tíðkast meira ráðherraræði en í sumum nágrannalöndum okkar […]

Sunnudagur 02.11 2014 - 14:32

Óvinsældakeppni ríkisstjórna

Engu líkara en að í gangi sé óvinsældakeppni milli „Vinstri velferðarstjórnarinnar“ sálugu og „Sérhagsmunaríkisstjórnar ríka fólksins“ undir forystu Framsóknarflokksins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með aukaaðild. Í fljótu bragði má álykta að núverandi ríkisstjórn muni toppa óvinsældir fyrri ríkisstjórnar – 33% stuðningur – og það á aðeins 18 mánuðum. Hvert klúðrið hefur rekið annað svo undrum […]

Höfundur