Færslur fyrir mars, 2015

Þriðjudagur 31.03 2015 - 11:29

Þjóðpeningakerfi – enn ein vonlaus tilraun?

Allt frá því að gengi íslensku og dönsku krónunnar var skilið að með stofnun Íslandsbanka árið 1924, höfum við verið í endalausri peningamálalegri tilraun. Hún mistókst auðsjáanlega hrapalega. Ein íslensk króna er nú 0,00072% af því sem hún var fyrir 91 ári og ég held að það þurfi því ekki vitnanna við hvað gjaldþrot fyrri […]

Laugardagur 21.03 2015 - 15:24

Óvinsældir vegna valdhroka og gerræðis

Það verður nú seint sagt að ég hafi verið besti vinur „Vinstri velferðarstjórnarinnar“, sem ég barðist gegn í nærri 4 ár. Engu að síður verður maður að viðurkenna að sú ríkisstjórn tók sér á hendur mjög erfitt verkefni og skilaði því ágætlega af sér, þótt þar hafi vafalaust einhver mistök verið gerð. Að skera niður […]

Fimmtudagur 19.03 2015 - 08:17

Ísland – Malta – ESB viðræðurnar

Bréfið, sem allir segja að sé eftir Gunnar Braga eða kaupfélagssstjóra KS, er auðvitað ekkert annað en skilgetið afkvæmi utanríkisráðisráðuneytisins, en þar starfa líklega okkar bestu embættismenn. Þar starfa jafnframt margir ESB-sinnar, sem virðist hafa tekist að semja bréf, sem öll ríkisstjórnin hélt að væri slitabréf á viðræðunum, en er ekkert annað en árétting á […]

Mánudagur 16.03 2015 - 22:50

Alþingi verði lúxushótel

„Meirihlutinn ræður“, sagði Bjarni Benediktsson í dag. Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvort ekki sé bara hægt að leggja Alþingi niður, en halda samt kosningar á fjögurra ára fresti og koma í framhaldi á meirihlutaríkisstjórn þeirra stjórnmálaflokka, sem mest fylgi hlutu og treysta sér til að vinna saman. Með þessu fyrirkomulagi þyrftum við ekkert […]

Laugardagur 14.03 2015 - 21:59

Nýtt Ísland vorið 2017

Í kjölfar kosninga vorið 2017 mun taka við völdum ný 3-4 flokka glæsileg ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata. Kröftug miðju-hægristjórn og ólík þeirri sem nú situr við völd, sem virðist aðeins hafa hugann við þá allra ríkustu á kostnað millistéttarinnar og þeirra lægst launuðu. Markmið verða uppbygging lýðræðis í landinu og útrýming spillingar. […]

Fimmtudagur 12.03 2015 - 21:26

Alræðisstjórn í stríði gegn þingi og þjóð

Er næsta skref að leysa þingið upp líkt og Adolf Hitler gerði 1933 og setja „neyðarlög til verndar fólkinu og ríkinu (þ. Notverordnung zum Schutz von Volk und Staat) og handtaka stjórnarandstöðuna? Já, mér er alvara því þegar formaður stærsta stjórnamálaflokks landsins, Bjarni Benediktsson, segir: „Hvers vegna ætti þessi ríkisstjórn að hafa ríkar skyldur að […]

Höfundur