Færslur fyrir apríl, 2015

Laugardagur 25.04 2015 - 11:28

Gagnsætt ráðningarferli óæskilegt

Nýr óperustjóri kemur fram með tímamóta yfirlýsingu í DV þess efnis að „gagnsætt ráðningarferli sé ekki alltaf æskilegast“. Verður maður að álykta að stjórn Óperunnar sé sama sinnis, þar sem hún kaus einmitt að ferlið væri ógagnsætt og lokað. Þarna eru stjórn Óperunnar og Steinunn Birna algjörlega sammála gamla fjórflokknum, sem aðhyllist frændhygli (nepótisma), klíkuráðningar, […]

Miðvikudagur 22.04 2015 - 20:34

Sovétríki atvinnulífsins

Sovétríki Atvinnulífsins datt mér í hug í dag, þegar ég heyrði Þorstein Víglundsson – fyrrverandi frjálshyggjumann – andmæla því að fyrirtæki gætu gert „sjálfstæða“ samninga við sína launþega. Ef fyrirtæki – t.d. í útflutningsgreinum á borð við ferðaþjónustu, sjávarútveg eða stóriðju – geta gert samninga upp á 10-15% hækkun vegna batnandi afkomu, ætti það nú […]

Sunnudagur 19.04 2015 - 21:31

Óperan: „bunch of amateurs running the show“.

Óperuhús er einhver flóknasti vinnustaður sem um getur, því þar eru öll listformin samankomin á einu sviði; blanda af leikhúsi með flókinni sviðstækni, sönglist og sinfónískri tónlist. Óperustjóri þarf að þekkja sinn vinnustað og hafa staðgóða þekkingu á óperubókmenntunum, leihúsuppsetningu í fortíð og nútíð og síðan eitthvað að vita um hvernig á að velja í aðalhlutverk, […]

Föstudagur 17.04 2015 - 20:33

Launafólk – sanngjarnar kröfur

Hvað núverandi ástand varðar, er í raun er ekki aðeins við atvinnurekendur að sakast, heldur óvenju slaka forystu samtaka launamanna, sem á liðnum 7-8 árum hafa leyft bæði ríkinu og hinum almenna markaði að gjörsamlega eyðileggja kaupmáttinn. Vissulega lentum við í kreppu og skiljanlegt hefði verið að launþegar og atvinnurekendur tækju skell og að hið […]

Sunnudagur 12.04 2015 - 12:35

Stöðugleikaskattur sem nauðvörn

Ljóst er að efnahagshrunið hefur valdið tjóni hér á landi upp á meira en 1.000 milljarða króna bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum, lífeyrrissjóðum og ríkisjóði. Afleiðingarnar eru að auki ólýsanlegt sálartjón landsmanna, ofurskuldsetning einstaklinga og fyrirtækja, fólksflótti þúsunda Íslendinga,  mikið kaupmáttartap, íbúðarmissir þúsunda og niðurskurður m.a. á velferðarþjónustu, menntamálum, löggæslu og annarri opinberri þjónustu. Núna þegar afnema á fjármagnshöftin, […]

Fimmtudagur 02.04 2015 - 12:33

Ríkið hamlar vexti í ferðaþjónustu

Spáð er að árið 2017 verði ferðamenn komnir í 1,5 milljónir og tekjur af þeim þá komnar langt fram úr fiskveiðum og fiskvinnslu. Maður skyldi halda að stjórnvöld myndu þá leggja áherslu á uppbyggingu vegakerfisins og hluta á borð við almenningssalerni, þannig að landið geti tekið við þessum fjölda ferðamanna. Niðurskurður til framkvæmda í vegakerfinu […]

Höfundur