Færslur fyrir ágúst, 2015

Sunnudagur 30.08 2015 - 13:36

ESB – Þyrnirósarsvefninn og Prinsinn

Það er alveg ljóst að frétt Harðar J. Guðmundssonar í Morgunblaðinu, um að fleiri séu andsnúnir aðild að ESB en hlynntir á síðustu 6 árum eftir hrun, er hárrétt. Skiptingin er u.þ.b. 60% NEI og 40% JÁ ,sem er í sjálfu sér ekki mjög stór munur. Skoðanakannanir taka hins vegar ekki tillit til þeirra sem […]

Miðvikudagur 26.08 2015 - 19:15

Besserwisserar í Viðskiptaráði

Viðskiptaráð Íslands er stundum svo ótrúlega „naíve“ og miklir „besserwisserar“ að manni blöskrar. Þannig fóru þeir mikinn fyrir nokkrum dögum af því að þeir vilja auka framleiðni hjá hinu opinbera og ekki ætla ég að mótmæla því, að auðvitað ber að auka framleiðni hjá ríkinu. Að auki á ríkisrekstur ekki að vera umfangsmeiri en nauðsyn […]

Fimmtudagur 20.08 2015 - 07:22

Ríkisfjármálin – efnahagsástandið

Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar um ástand og þróun ríkisfjármála er rétt og eitthvað sem við öll getum fagnað afskaplega mikið. Vandinn og tjónið af krónunni og peningamálastefnunni liggja þó óleyst og óbætt hjá garði, en farið var ítarlega yfir hann í ræðu seðlabankastjóra í gær. Bæði seðlabankastjóri og Bjarni koma fram með punkta, sem styðja þá kenningu […]

Miðvikudagur 19.08 2015 - 08:22

Frjálslyndi í stað íhaldsaflanna

Skynsamlegast væri auðvitað að sleppa bæði við stýrivaxtahækkunina núna á eftir um 1/2% og lækka hér vexti um a.m.k. 50% og koma jafnframt öllum okkar fiski (makríl, síld o.s.frv.) fullunum á markað án allra tolla, þar sem toppverð færst fyrir hann innan ESB. Meira að segja bændurnir fengju meira verð fyrir rollukjötið sitt en hjá […]

Fimmtudagur 13.08 2015 - 19:45

Makríllin – mildur sáttatónn gagnvart ESB

Nú þegar allt er komið í hnút vegna sölu á makríl til Rússlands ætlar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra auðsjáanlega að banka upp á hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og reyna að ná löngu tímabærum sáttum um makrílinn. Um leið ætlar hann vafalaust að reyna að ná fram tímabundinni lækkun eða jafnvel afnámi tolls á makríl og tollkvóta fyrir þau […]

Höfundur