Föstudagur 18.09.2015 - 20:40 - 2 ummæli

Sníkjudýrið bogfrymill – verðfall á íslenskum landbúnaðarafurðum

Það er sannkallað gleðiefni að Icesave málinu sé lokið og líklega megum að einhverju leyti þakka þetta staðfestu forsætisráðherra okkar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þá má segja að krafa hans um að erlendir kröfuhafar setji okkur ekki í skuldafangelsi næstu áratugina sé að ganga eftir.

Hins vegar virðist forsætisráðherra hafa skipt um skoðun hvað innflutning á hráu kjöti til landsins varðar og hættunni á að sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma Gondii) gerbreyti okkar íslenska víkingaeðli og geri okkur að evrópskum „zombíum“.

Neðangreind ummæli lét forsætisráðherra féllu fyrir ekki allt svo löngu síðan:

„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“

Þá virtist forsætisráðherra á sama tíma heldur ekki hrifinn af því að opna Ísland fyrir innflutningi á erlendum landbúnaðarafurðum, líkt og þessi ummæli segja til um:

„Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum – og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina“.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Danskt svínakjöt (í svínunum sjálfum a.m.k.) er þegar í dag mög sóttmengað af samfélagsmósum vegna mikillar sýklalyfjanotkunar þar í landi um árabil og hafa Norðmenn t.d. nú sett höft á innflutning á dansku svínakjöti. Rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum sýndi t.d. að danskir svínabændur voru að þriðjungi smitaðir af samfélagsmósunum í nefi. Lítið dæmi sem sýnir glöggt hugsanleg tengsl flóru manna og dýra og sem ég hef gert oft áður grein fyrir í fyrri pistlum, m.a. „Tollfrjáls innflutningur á sýklalyfjaþolnum samfélagsmósum„. http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2015/06/04/ja-svinslegt-heilbrigdi-baktus-brodir/

  • Obinbera àstædan fyrir innflutningshøftum Nordmanna à svìnakjøti frà Danmørku er sýklalyfjanotkun, raunvørulega àstædan er ønnur. Nordmenn eru miklir enangrunarsinnar og trùa þvì ad Norskur matur sè sà besti ì heimi, medal annars jòlagrauturinn þerra, ad vìsu eru engvir hrìsgrjòna akrar ì Noregi, en grauturinn er samt Norskur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur