Sunnudagur 27.09.2015 - 10:19 - 1 ummæli

Glæsilegur árangur Tollgæslunnar – tollverðir samningslausir

Glæsilegur árangur Tollgæslunnar hér á Íslandi vekur ekki aðeins athygli hér á landi, því erlendir kollegar eru oft furðu lostnir yfir því hversu góðir „veiðimenn“ við erum. Af þessu erum við tollverðir stoltir og ánægðir og vissulega er starfsánægja og stolt starfsmanna mikils virði.
 
Það skýtur því skökku við að fjármálaráðuneytið semji ekki við okkur um kaup og kjör og við búnir að vera samningslausir síðan í apríl í vor líkt og lögreglumenn, sjúkraliðar og SFR. Á meðan hefur verið saman við allar aðrar stéttir hins opinbera um gífurlegar launahækkanir.
 
Tollverðir, lögreglumenn, sjúkraliðar og starfsmenn SFR eru fólkið á gólfinu, sem hefur lagt mikið á sig frá hruni, því grimmur niðurskurður hefur bitnað á okkur í formi aukins álags, svo oft er það ómanneskjulegt. Við lifum ekki á stoltinu og gleðinni einni saman.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Sveinn Ólafsson

    Það var hreint ekki samið við opinbera starfsmenn hjá BHM, heldur var máli þeirra skotið til þess sem kallað var gerðardómur, en var bara nefnd á vegum hins opinbera (annars aðilans) til að skera úr í deilunni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur