Færslur fyrir október, 2015

Föstudagur 30.10 2015 - 23:09

Maastricht skilyrðin loksins uppfyllt

Ég sé nú ekki betur en að við uppfyllum að mestu Maastricht-skilyrði 1, 3, 4 og 5, ef marka má yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar varðandi afnám hafta. Evran gæti því verið handan við hornið ef við klárum viðræðurnar og samningurinn er hagstæður og ef hann fæst samþykktur af þjóðinni. Núna, þegar við erum búin að taka […]

Sunnudagur 18.10 2015 - 21:28

Katrín Jakobsdóttir – forseti Íslands

Ég held að Katrín Jakobsdóttir yrði líklega mjög góður forseti og þegar ég hugsa út í það, hef ég aldrei heyrt neinn tala illa um hana sem stjórnmálamann – manni er hálfpartinn brugðið við þá staðreynd eina saman. Það eru þó líklega bestu meðmæli sem nokkur getur fengið og þá ekki síst m.t.t. umræðunnar um […]

Sunnudagur 18.10 2015 - 02:46

Ísland – Írland: samanburður

Mönnum er tíðrætt um slæmt efnahagsástand í ríkjum Evrópu, en við verðum að muna að ástandið á Írlandi og Grikklandi er ekki það sama. Ástandið innan ESB er auðvitað jafn ólíkt og löndin eru mörg og ólíkt milli svæða í sama landi. Ástandið á Írlandi, sem fór á hausinn eins og við, og þar sem […]

Föstudagur 16.10 2015 - 08:43

Íslenskur stöðugleiki: Evran er lausnin

Vandamálið við okkur Íslendinga er „gullfiskaminnið“. Við höfum í allri okkar sögu peningamála aðeins upplifað nokkur ár stöðugleika, sem líklega má telja á fingrum annarrar handar. Þegar horfið var frá ESB aðild og upptöku evru, sagði ég það ekki vera vandamál, ef stjórnvöld gætu lagt fram Plan B til að allt færðist hér ekki í […]

Föstudagur 09.10 2015 - 21:54

Krabbamein karla

Ég fór í það sem ég kalla krabbameinsskoðun karla í þessari viku. Þetta þýðir heimsókn til þvagfæralæknis vegna blöðruhálskirtils, sem kostaði mig 6.080 kr. Því næst lá leiðin í ristil- og magaspeglun.  Hreinsiduftið eitt og sér kostaði 4.241 kr. en heimsóknin í Meltingarsetrið hvorki meira né minna en 35.900 kr. Allt í allt kostaði þessi […]

Þriðjudagur 06.10 2015 - 13:21

Ertu drekinn? Uppsagnir og tilfærsla opinberra starfsmanna

Hádegisfundur á vegum Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn 8. október kl. 12.00 – 13.30 á Kex hosteli, Skúlagötu 28. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögunum sem mun auðvelda forstöðumönnum opinberra stofnanna að segja upp starfsmönnum. Þetta mun færa opinbera vinnumarkaðinn nær hinum almenna […]

Höfundur