Miðvikudagur 04.11.2015 - 20:58 - 9 ummæli

Áður en ég sofna…

Margir hafa gagnrýnt mig oft og margsinnis fyrir trú mína á því að leysa megi ákveðin vandamál okkar samfélags hér á norðurhjara með inngöngu í ESB og upptöku evru. Ég kannast reyndar ekki við að hafa nokkurtíma sagt að evran leysi öll okkar vandamál, frekar en að NEI-samtökin hafa haldið því fram að krónan leysi öll okkar vandamál.

Núna eru 7 ár liðin frá því að við Íslendingar sáum að nýju fötin keisarans reyndust vera Evuklæðin ein. Við erum búin að vera dugleg og skera niður 20-25% í ríkisrekstri og lækka kaupmátt um 25-30%. Útflutningur hefur aukist, þökk sé hlýnun jarðar og eldgosinu í Eyjafjallajökli, en hlýnunin og gosið sendu okkur 150 þúsund tonn af makríl og mörg hundruð þúsund ferðamenn.

Krónan hrundi haustið 2008 og innfluttar vörur tvöfölduðust í verði, sem gerði það að verkum að við hættum að flytja inn allt nema mat, bensín og lyf (smá ýkjur). Núna er gengið að styrkjast og makríllinn er samt að koma á Íslandsmið og ekkert lát á ferðamannastraumnum, nema að síður sé. Að gengishrunið hafi komið okkur á beinu og breiðu brautina er hreint út sagt ósatt.

Að hausti til árið 2008 vorum við send 20-30 ár til baka hvað lífskjör varðar. Núna – 7 árum síðar – hafa aðstæður breyst mjög svo til hins betra og við viljum endurheimta fyrri lífskjör. Hagstærðir allar segja okkur að við séum rík þjóð. Spurningin er hins vegar – líkt og hjá fyrri kynslóðum – hvernig skuli skipta þessari svokölluðu „þjóðarköku“.

Skipting „þjóðarkökunnar“ hefur alla tíð verið umdeild. Fyrir 1.000 árum hirtu höfðingjarnir allt og höfðu þræla til að vinna fyrir sig. Síðan fóru fram samningar og þrælahald var afnumið hér 1894 þegar vistarbandið var aflagt. Þá sem nú hélt höfðingjastéttin því fram að þjóðfélagið myndi leggjast á hliðina þegar yfirstéttin missti þræla sína.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þú ert greinilega orðinn mjög þreyttur. Góða nótt.

  • Rétt hjá Guðbjörn. Allt illt er krónunni að kenna. Allt gott er einhverju öðru að þakka.
    Ef við göngum í ESB og tökum upp evru, verður allt gott til framtíðar. Drýpur smjör á hverju strái og allir verða góðir hver við annan.

    Allir verða með full veski af evrum, enginn sveltur, allir búa í risaeinbýlishúsum sem kosta ekkert í evrum, atvinnuleysi verður ekki til, enginn skuldar neitt, allir stjórnamálamenn verða yfirnáttúrulega hæfir í starfið og Ísland verður laaaangbest í heimi.

    Við skulum endilega ganga í ESB.

    En við skulum líka muna, að ef fullyrðingar ESB sinna eru rugl og vitleysa, þá verður það of seint fyrir okkur að skipta um skoðun. Enginn gengur aftur út úr sambandinu.

    Farðu að sofa Guðbjörn, og láttu þig dreyma um sæluríki ESB.
    Það er það næsta sem þú kemst í ESB á Íslandi.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Elsku drengirnir mínir, ég á flott 180 fermetra einbýlishús með 2 milljóna baðherbergi, flottu eldhúsi og nýju hlaði (120 fermetrar frá BM-Vallá) og eldhúsi sem kostaði 2 milljónir fyrir hrun og yndislegum 80 fermetra nýlegum palli.

    Og ég ek um á flottum Benz og er með afskaplega góð laun og er ekki í vandræðum. Evran og ESB snýst ekki um mig, því ég er meira að segja með ríkistryggð eftirlaun um 600.000 kr. og 100.000 kr. frá Þýskalandi í gjaldeyri þegar þegar verð gamall og verð því aldrei á flæði skeri staddur, hvorki hér eða innan ESB.

    Ég er einn af þessum heppnu. Ég hef áhyggjur af börnunum mínum og lúserum á borð við ykkur – ég er nefnilega hægrisinnaður jafnaðarmaður. Þið haldið að það séu bara lúserar sem hafa áhyggjur en það er til fólk sem er bara ekki sama um sitt fólk, þ.e. alla Íslendinga.

    Ég er með ágæt laun og góð eftirlaun því enginn aumingji en það gerir það ekki að verkum að mér sé sama um mitt fólk, íslensku þjóðina.

  • Nauts maður, vá, áttu 120 fermetra hellulögn?
    Það segir okkur að hvaða nóbodý sem er á Íslandi getur haft það alveg ofboðslega gott, án ESB og án evru.

    Maður sér minningargreinarnar skrifa sig sjálfar.
    „Guðbjörn var afar farsæll maður, og skildi m.a. eftir sig 120 fermetra hellulögn, frá BM Vallá“

    Annars sé ég það núna, ESB hlýtur að vera svarið. Þegar svona farsæll maður tjáir sig, verður maður að hlusta.
    Við hættum ekki félagi, fyrr en við erum komin í ESB, og allir Íslendingar geta átt sitt 120 fermetra bílaplan, með hellum frá BM Vallá.

  • Heppnir verda gammlir. Kanski dreymir einhverja ìslendinga um ad kaupa sèr littla ìbùd à Spàni og eida ellini þar. Þà er ekki nòg ad eiga ellilìfeyrir ì ìslenskum haftakrònum. Þò ad hitaløgn sè undir BM-Vallà bìlastædinu verdur kvøldstund þar aldrei eins og spànskt sumarkvøld, sem bara er hægt ad njòta ef madur à lìfeyri ì nothæfum gjaldmidli.

  • Draumurinn um stóran gjaldmiðil stjórnað af stofnun þúsundir kílómetra í burtu, réttar- og lagakerfi fjarstýrt frá mið-evrópu, 10% atvinnuleysi, 40% atvinnuleysi ungs fólks, 100% ríkisskuldir og hunsun lýðræðislegra þingkosninga þegar hentar – er sterkur.

  • Það er eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að gagnrýna hér þennan pistil þinn, Guðbjörn minn, það virðast allir vera á móti þér (eðlilega!).

    En bara eitt verð ég að nefna: Hvernig datt þér í hug að skrifa, að „Krónan hrundi haustið 2008 og innfluttar vörur tvöfölduðust í verði“? Þær tvöfölduðust EKKI í verði, en þetta er líklega partur af ýkjunum sem þú lofaðir okkur þarna (kannski farinn að nota kosningatrix Gnarrsins?).

    En gangi þér sem bezt að syngja og pluma þig vel í lífinu. 🙂

  • Sigurður

    Það er erfitt að þessir hittir séu fullorðið fólk, sem er svona fullkomlega ófærir um að leggja fram efnislega og rökstudda gagnrýni á pistilinn.

    Þessi Hilmar virðist reyndar ekki hafa lesið hann, allavega veit hann ekkert hvað stendur í honum, Jón Valur með hártoganir hversu mikið gengishrunið var, og Valdi sefur vonandi enn.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Ef himinháar skuldi þjóðarbúsins við útlönd er dregnar frá þessu útblásna krónuríkidæmi – ísl krónan er, lauslega áætlað, ofmetin um a. m. k. 50 % gagnvart erlendum / evrópskum gjaldmiðlum reiknað í kaupmætti gjaldmiðilsins á algengustu nauðsynjavarningi – er ég stórefins um að Ísland geti talist eins ríkt og þú telur það vera, Guðbjörn. „Rík“ þjóðfélög eru t. d. Sviss, Lúxemburg og frændur vorir Norðmenn sem sitja á digrum sjóðum og skulda ekki neinum neitt . Þýskaland, þar sem þú þekkir vel til, má einnig teljast vel á vegi statt með innviði að mestu leyti í lagi, vel upplýst fólk ( t. d. „Facharbeiter“ í tæknigeiranum ) og sterkan iðnað sem framleiðir eftirsóttan varning. Ísland er hráenaútflytjandi – jafnvel stórkostleg náttúra landsins er „hráefni“ enda óspillt og ekki manngerð – með innflutt vinnuafl í stopulum atvinnugreinum ; „Rússland“ í Atlantshafi. Á hinn bóginn er það svo að íslenski „búðarglugginn“, sú mynd sem útlendingarnir fá að sjá, er frámunalega glæsilega skreyttur – sem betur fer eru þeir fáir sem skyggnast á bak við búðarborðið ; þar myndu þeir nefnilega finna himinháan stafla af ógreiddum reikningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur