Þriðjudagur 10.11.2015 - 08:49 - 2 ummæli

SALEK stjórni útgreiðslu arðs til eigenda

Ég verð að segja að ég hef frá fyrstu stundu verið skeptískur á tilkomu þessa SALEK hóps, þar sem Samtök atvinnulífsins virðiast ætla að ná algjörri stjórn á samtökum launamanna og leggja okkur línurnar hversu miklar hækkanir við „megum“ fá. Ég skil því fullkomlega hvert Vilhjálmur Birgisson er að fara með því að höfða þetta dómsmál. Ég sé það til að mynda ekki fyrir mér að ASÍ, BSRB eða BHM geti sagt til um eða ákveði hversu mikið af arði fyrirtækja, banka eða tryggingarfélaga eigi að greiða út til eigenda, eða að ríkisstarfsmenn eða starfsmenn sveitarfélaga geti tekið til sín jákvæðan rekstrarafgang ríkissjóðs eða sveitarfélaga.

Ekki spyrja atvinnurekendur heldur um leyfi hjá launþegum þegar þeir rífa ítrekað af okkur allan kaupmátt um leið og hann eykst með hækkuðu vöruverði til að þeir haldi sínum ofurhagnaði. Alla tíð hefur tvennt gerst þegar kaupmáttur hefur skánað, þ.e. að atvinnulífið hefur náð sínu til baka með verðbólgu og gengisfellingu. Ef SALEK hugmyndin á að virka þurfum við að ræða af fullkominni alvöru og hreinskilni um eðlilega skiptingu arðsins af atvinnulífinu milli launamanna og atvinnurekenda, en ekki að atvinnurekendur „dikteri“ hversu aflögufærir þeir þykjast vera þegar samið er um laun. Reynslan segir okkur að þeir eru aldrei aflögufærir um að hækka launin um eitthvað að ráði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Haukur Hauksson

    Við ættum að fara norrænu leiðina í þessu og SALEK er með þau lönd sem fyrirmynd.

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    „Ef SALEK hugmyndin á að virka þurfum við að ræða af fullkominni alvöru og hreinskilni um eðlilega skiptingu arðsins af atvinnulífinu milli launamanna og atvinnurekenda…“

    Hérna vantar lykilatriðið hjá þér Guðbjörn: Og GJALDMIÐIL sem ekki er hægt að fikta í þegar FLokkshagsmunum hentar….

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur