Fimmtudagur 19.11.2015 - 08:51 - 8 ummæli

Helmut Schmidt og Baader-Meinhof hryðjuverkasamtökin

Er ekki deginum ljósara að skoða þarf óskir fagmanna í löggæslu varðandi endurnýjun vopna og annars búnaðar og í raun stóreinkennilegt að þetta mál hafi ekki fyrir löngu verið tekið upp á Alþingi. Hefur enginn alþingismaður lengur dug í sér til að standa í lappirnar og ræða öryggis- og varnarmál sinna eigin borgara? Hvað er orðið af gamla Alþýðuflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem eitt sinn var öllum umhugað bæði um innra og ytra öryggi landsins? Auðvitað þurfum við að sýna stillingu og ekki gera neitt vanhugsað, en að sitja og bíða aðgerðalaus eftir að katastrófan skelli á okkur gjörsamlega varnarlaus er að mínu mati ekki í boði.

Þegar óöryggi einkennir okkar heimshluta og varnarliðið er farið hljótum við Íslendingar að gera kröfu um a.m.k. lögreglan sé búin þeim vopnum að hún geti a.m.k. barist við nokkra hryðjuverkamenn. Rétt er að minna Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og aðra krata á að alvöru þýskur jafnaðarmaður, hinn nýlátni Helmut Schmidt, tók Baader-Meinhof samtökin engum vettlingatökum frá 1974-82 og einnig mega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugsa til hægri mannsins Helmut Kohl, sem kláraði málið með stæl og gekk af Baader Meinhof hryðjuverkasamtökunum dauðum af miskunnalausri hörku.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Allt er þetta satt og rétt sem hinn ágæti Guðbjörn skrifar hér.

  Schmidt var stórmerkur leiðtogi.

  Það er einnig athyglisvert að það eru skoðanabræður Árna Páls Árnasonar sem ganga fram af mestri hörku gegn hryðjuverkamönnum í Evrópu.

  Þar á ég við sósíalistana Tony Blair og nú Francois Hollande Frakklandsforseta.

  Það merkilega er að Árni Páll og aðrir íslenskir sósíalistar eru aldrei spurðir hvort þeir styðji viðbrögð og aðgerðir skoðanabræðra sinna í Evrópu.

  Hvers vegna er það ekki gert? Styðja íslenskir sósíalistar t.d. Árni Páll Árnason, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir viðbrögð Frakka við fjöldamorðunum í París?

  Ef ekki, hvwer telja þau að viðbrögðin ættu að vera?

  Hafnar þetta fólk valdbeitingu gegn hryðjuverkamönnum?

  Telur þetta fólk óþarft að íslenska lögreglan hafi aðgang að vopnum?

  Reyndar studdu íslenskir sósíalistar loftárásir NATO á Líbýu þótt auðvitað hlaupist þeir nú undan ábyrgðinni af eðlislægum óheilindum og ragmennsku.

  Hér í Danmörku er allt annað uppi á teningnum og stjórnmálamenn standa saman gagnvart þeirri ógn sem steðjar að.

  Þannig er það einnig veit ég í Svíþjóð.

  Á Íslandi er hentistefna stjórnmálamanna svo ofboðsleg að kona fær ekki séð hvernig þjóðin getur sætt sig við þetta.

  Eitt er víst að þetta fólk er ekki að hugsa um þjóðarhag og öryggi borgaranna.

  Vonandi endar það ekki illa .

  Þakkir og kveðja
  Rósa G. G.

 • Haukur Kristiinsson

  Hvad med Vikingasveitina, lagdi hun upp laupana?6

 • Illugi Jökulsson

  Þetta er afar fróðlegt. Geturðu kannski útskýrt nánar fyrir mér hvernig „miskunnarlaus harka“ Helmut Kohls gekk af Baader-Meinhof samtökunum dauðum?

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Sæll Illugi

  Hér að neðan er ágætis samantekt um Rauðu herdeildina.

  Ef þú skoðar lokakaflann (Erklärung zur Selbstauflösung 1998) er útskýrt hvernig samtökin sjálf lögðu sig niður, en það var eftir endalausa baráttu ríkisstjórna Helmut Schmidt og Helmut Kohl árið 1998.

  Þar fyrir neðan er síðan hlekkur inn á bréfið sem RAF sendi í tilefni af þessu.

  https://de.wikipedia.org/wiki/Rote_Armee_Fraktion#cite_note-RAF-Aufl.C3.B6sung-61

  http://www.rafinfo.de/archiv/raf/raf-20-4-98.php

 • Orri Ólafur Magnússon

  Baader – Meinhof & félagar voru einangraðir rugludallar ; sum þeirra afkvæmi „betri borgara“ ( t. d Ulrike Meinhof ) , Allir þessir krakkar gengu með fjarstæðukenndar hugmyndir, fengnar úr bókum, um það, hvernig þjóðfélagið og verkalýðsstéttin mynd bregðast við hryðjuverkum.
  Andstætt því sem núna kemur í ljós í tilefni islamska ofbeldisins í Evrópu, sem augljóslega finnur sterkan hljómgrunn meðal ungra og örvæntingarfullra múslima í útjöðrum vestræns þjóðfélags, var Baader-Meinhof hópurinn einangraður og einn á báti. Ofbeldisverk Baader – Meinhof reyndust aftur á móti kærkomið tækifæri fyrir H. Schmidt, H. Kohl og „Establishment-ið“ til þess að grafa undan réttindum þegnanna og styrkja leyniþjónustur í viðleitninni að hnýsast í einkamál fólks. Það er ekki einungis stigsmunur heldur eðlismunur á Baader-Meinhof annars vegar og íslamsku ofstækismönnunum hins vegar ; Baader -Meinhoff var dauðvona fæddur ör-hópur „útópista“ en Islamistarnir hafa ótaldar milljónir óánægðra og hefnigjarnra múslima á bak við sig.

 • Haukur Kristinsson

  Góð og rétt greining Orri Ólafur. Leyfði mér að taka afrit af pistlinum.

 • Illugi Jökulsson

  Margblessaður Guðbjörn. Já, ég hef lesið þetta allt saman, sannleikurinn er sá að ég veit heilmikið um þessi samtök af því ég ímyndaði mér á menntaskólaárunum að ég væri einskonar anarkisti og hélt þá að ég hlyti að styðja „baráttu“ þessara samtaka. Það stóð nú ekki lengi, en þá og síðan hef ég lesið mér heilmikið til um samtökin. Og því sem ég veit get ég ekki komið heim og saman við það sem þú segir að „miskunnarlaus harka“ Helmuts Kohls hafi gengið af samtökunum dauðum. Ég hélt nefnilega að þau hefðu fyrst og fremst dáið út af því sá stuðningur sem þau nutu í vestur-þýsku samfélagi hvarf á fáeinum misserum um og eftir 1977, og eftir þau stóðu þau uppi einangruð með öllu – og tilgangslaus. Það er nokkuð til í því sem Orri Ólafur segir hér að ofan. En ég hlýt að hafa rangt fyrir mér fyrst þú segir að „miskunnarlaus harka“ Helmuts Kohls hafi ráðið niðurlögum samtakanna – endilega sýndu mér fram á það, mér finnst það mjög forvitnilegt.

 • Baldur Ás

  Jú, ég held það hljóti að rétt að taka upp á Alþingi óskir lögreglumanna um endurnýjun vopna. Ekki viljum við að þeir séu sjálfir að smygla bak við borgarana vopnum sem voru víst hvorki keypt né gefin og því væntanlega illa fengin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur