Sunnudagur 29.11.2015 - 22:13 - 8 ummæli

Aldursrasismi og femínismi

Ekki kaus ég Ólaf Ragnar Grímsson í síðustu kosningum, heldur Þóru Arnórsdóttur og stend enn við það að um rétta ákvörðun hjá mér hafi verið að ræða. Ekki er ég heldur að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson til að bjóða sig fram aftur, en því verður hins vegar ekki neitað, að Ólafur hefur staðið sig með stakri prýði undanfarin 15 ár, þótt hann hafi misstigið sig illilega í umgangi við útrásarliðið. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, því mörg okkar – þar á meðal ég sjálfur – heilluðust af útrásar bandítunum. Flest okkar vorum bullandi meðvirk og sýktumst illa af útrásarvírusnum á árunum 2000-2008.

Það er sorglegt þegar femínistar beita fyrir sig aldursrasisma á þann hátt sem Þóra Tómasdóttir gerði við forseta landsins, þegar hún sagði að við þyrftum ekki á karli á áttræðisaldri til að leiða okkur. Gott er að hafa í huga að Konrad Adenauer tók við völdum 1949 og var þá 73 ára og lét af völdum 14 árum síðar 87 ára, eftir að hafa byggt Þýskaland upp frá grunni, þegar landið var lagt í rúst í Heimsstyrjöldinni síðari. Það er býsna algengt hjá ungum konum að tala gamla karlmenn niður og slíkt er nákvæmlega jafn ógeðfellt og þegar gamlir karlfauskar tala niður til ungra og snjallra kvenna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Þóra lítur á þjóð sína sem innræktað drasl sem þarf á arabískri innspýtingu að halda.

  Íslenskar konur geta gert sér arabíska fola að góðu án skilyrða þar sem íslam leyfir karlmönnum óheftan aðgang að þeim enda eru þær konur, kafirar og einskis virði.

  Íslenskir karlmenn mega ekkert eiga við arabískar konur nema í hjónabandi og eftir að hafa játast íslam.

  Íslam er nefnilega svo yndislega jafnréttissinnað.

 • Ummæli Þóru Tómasdóttur um forseta Íslands og hugrenningar sem liggja að baki gefa ekki fögur fyrirheit um efnistök Fréttatímans undir hennar ritstjórn. Sjónarmiðið er einfaldlega, að aldurshópurinn frá tvítugu til fertugs sé vegna menntunar, áræðis og víðsýnis hæfastur til þess að stjórna landi og þjóð. Þeir sem eru komnir á fimmtugsaldurinn og þaðan af eldri eru stimplaðir úreltir, staðnaðir, hafi engan skilning á þróun heimsmála og þvergirðingar í málefnum innanlands.
  Ef þessi umrædda Þóra sem fátt hefur unnið sér til gildis hugleiddi þó ekki væri nema einu sinni og með opnum huga reynsluna af þessari tegund æskudýrkunar er líklegt að á hana renni tvær grímur. Ef ekki er hún ekki hæf til þess að ritstýra blaði sem vill láta taka sig alvarlega.
  Hún mætti hugleiða eftirfarandi: Hefur Alþingi Íslendinga breyst til batnaðar eftir nýliðun undanfarinna ára með öllum þeim ungliðum sem hafa sest á þingbekk, sumir nýskriðnir úr námi og varla um ævina unnið ærlegt handtak?Lagaðist íslenska bankakerfið á árunum fyrir og eftir hrun með æskuvæðingu, nýútskrifaðra hámenntaðra háskólamanna? Er starfsreynsla eldri karla og kvenna, yfirvegun og varfærni dragbítur á framfarir í íslensku þjóðfélagi?
  Stjórnsýslufræðingurinn hefur svarað fyrir sitt leyti; skoðun væntanlegs ritstjóra liggur fyrir nema eitthvað breytist við nánari íhugun.

 • Gamalt fólk er drasl. Sérstaklega ef gamla fólkið er karlkyns.
  Við þökkum Þóru Tómasdóttur fyrir að vekja athygli á þessu vandamáli.

  Sem betur fer, virðiast vera kominn skriður á umræðuna um nauðsyn þess að þagga niður í óæskilegum hópum í þjóðfélaginu. Ég geri t.d. ráð fyrir að Framsóknarflokkur Eygló Harðardóttur og hinn sósíalíski femínistaarmur í öllum flokksbrotum hins villta vinstris, geti náð saman um nauðsyn þess að þagga niður í óæskilegu fólki.

  Það er vonandi að Þóra Tómasdóttir gefi sjálf kost á sér í næstu forsetakosningum. Oft var nauðsyn, en nú er þörf, á umburðarlyndum andstæðingi gamalla karlpunga, sem gert hafa Ísland að þjóð örbyrgðar, óréttlætis og aumingjaháttar.

  Hið ónýta Ísland þarf nýja ferska konu, sem setur allar konur í öndvegi, nema þær heiti Vigdís Hauksdóttir og Arnþrúður Karlsdóttir. Og náttúrulega allar verkakonurnar, sem ekki hafa tekið nokkra kúrsa í femínískri mannfræði, og búa fyrir utan 101.

 • Baldur Ás

  Hún reiðir ekki vitið í þverpokum þessi, fremur en aðrar hálfmenntaðar dekurrófur af sömu stétt og standi. Remban er þó meiri en menn hafa átt að venjast: Karlar eru minna virði en konur, aldraðir ómerkilegri en ungir, þjóð hennar er genetískt lélegri en aðrar þjóðir. Allt á þetta reyndar hljómgrunn hjá þeim sem hún vill bjóða heim til sín. Líkur sækir líkan heim.

 • Þessi kona á að skammast sín. Ég skammast mín allavega fyrir þessi ummæli hennar. En ég er auðvitað ekki marktæk, enda orðin sjötug.

 • Björgvin Jóhannsson

  Þessi aldurstenging Þóru var kjánaleg. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaðan þú færð feminista tenginguna.

  Það sem Þóra var fyrst og fremst að tala um er að við þurfum ekki forseta til að passa upp á okkur vegna einhverrar hættu af öfgamúslimum, við þurfum fyrst og fremst lýðræðislega og upplýsta umræðu.

 • Þetta er ótrúleg viðkvæmni, er nema von að fólk sé komið með létt leið og vilji breyta til eftir 20 ár? Og svo hitt – Hvernig væri að ráðamenn þjóðarinnar væru sjálfir sér samkvæmir. Samkvæmt lögum sem þeir sjálfi setja væri bæði Sigrúnu Magnúsdóttur og Ólafi Ragnari algerlega bannað að vinna neitt nema sem stjórnmálamenn. Þau mega ekki vinna sem leikskólakennarar svo dæmi sé tekið. Þessi aldurstenging er því afar eðlileg, hún samrýmist því sem allir aðrir í þjóðfélaginu þurfa að undirgangast. Engin fær að vera opinber starfsmaður eftir sjötugt nema bara þau. Það eru staðreyndir ekki skoðun.
  Ég persónulega get ekki hugsað mér 24 ár, það er ekki hægt að finna nein dæmi um slíkt í vestrænum þjóðfélögum, en Plís. Ekki kalla Þóru ónöfnum fyrir það eitt að krefjast þess að þetta fólk láta það sama yfir sjálft sig ganga sem það krefur annað fólk um.

 • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

  Er ekki rétt að krefjast þess að sami lagarammi gildi um FRÍMÚRARANA í dómstólaspillingunni, eins og alla aðra annarsstaðar í þessu svokallaða banka/sjóða-rænda og skattpínda samfélagsríki á Íslandi?

  Eftir valda-höfðunum frímúrara-Vatíkanstýrðu og skattpínandi eru allir píndir til dansa. Hvort sem þeir eru löggjafaþingsins þrælar, eða hvort þeim líkar við lög/stjórnarskrárbrot dómstólanna banka/lífeyrissjóðaræningja-verjandi.

  Merkilegt að almenningur skuli ekki sjá hversu alvarlega galið dómskerfið á Íslandi er í raun og veru?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur