Færslur fyrir febrúar, 2016

Sunnudagur 28.02 2016 - 20:19

Vinnum við kannski til dauðadags?

Ég fer ekki ofan af því að eitthvað mikið er athugavert við lífeyriskerfi, sem þarf að láta fólk vinna til 70 ára aldurs. Ég greiddi fyrst í lífeyrissjóð þegar ég var 15 ára gamall þegar ég var til sjós. Því verð ég búinn að greiða í hina og þessa lífeyrissjóði í 55 ár þegar ég […]

Þriðjudagur 23.02 2016 - 20:37

Ný fjós í stað nýs Landspítala

Landspítalinn er fullur af sjúklingum og liggja þeir víða úti á gangi, því ekkert pláss er til á sjúkrastofum spítalans. Sjúklingar eru beðnir að koma ekki á sjúkrahúsið nema að þeir séu dauðvona. Vegna skorts á viðhaldi liggur stór hluti sjúkrahúsa landsins annaðhvort undir skemmdum vegna leka eða eru nú þegar orðnar myglusvepp að bráð. […]

Mánudagur 22.02 2016 - 12:59

Búvörusamningar og vægi atkvæða

Ég var á sínum tíma harður andstæðingur Svavarssaminganna í hinu svokallaða Icesave máli og það ekki að ástæðulausu. Það sama gildir að mínu viti um marga þingmenn núverandi ríkisstjórnar. Og ef talin var ástæða til að kjósa tvisvar um Icesave málið, af því að kostnaðurinn við fyrri Icesave samningana var áætlaður 208 milljarðar, hlýtur að verða […]

Miðvikudagur 17.02 2016 - 11:51

Borgaralaun og aðrar útópíur

Ég á erfitt með að skilja orðræðuna nú til dags, þegar annars vegar er talað um að róbótar séu að taka við einföldum störfum ófagmenntaðra – t.d. í Þýskalandi og Sviss – en á sama tíma þurfi að flytja inn milljónir lítt menntaðra útlendinga til að sinna þessum sömu störfum. Síðan er sífelld umræða að […]

Föstudagur 12.02 2016 - 06:35

Kratíska miðjustjórn eða nýja vinstri stjórn

Ef eitthvað kosningabandalag sósíalista, femínista, tölvunörda og umhverfissinna verður stofnað á vinstri væng stjórnmálanna, gengur það endanlega af Samfylkingunni dauðri. Þeir örfáu kratar, sem þar er enn að finna, hlaupa þá auðvitað yfir til Viðreisnar. Með ákalli Birgittu og nú einnig Katrínar um hreina vinstri stjórn gæti fjöldi hægri sinnaðra Pírata einnig hlaupið yfir til […]

Miðvikudagur 10.02 2016 - 18:45

Óskiljanleg peningamálastefna

Einkennileg hagfræði er það nú fyrir leikmenn – vægt til orða tekið – að lækka stýrivexti ekki um hálft prósentustig við þær góðu aðstæður sem ríkja í efnahagsmálum. Verðbólga er búin að vera lægri hér á landi en efri þolmörk Seðlabankans  segja til um (4%) frá því um mitt ár 2012 eða í 3 1/2 ár. […]

Föstudagur 05.02 2016 - 21:22

Leigjum elliheimilin til túrista

Þarf ekki að skoða hvort rekstur heilbrigðisstofnana, sem er í höndum annarra en hins opinbera, eigi kannski að öllu leyti að vera í höndum ríkisins – sérstaklega þegar fréttir um að elliheimili ætli að leigja herbergi til túrista berast okkur. Ég tek það sérstaklega fram að til þessa hef ég verið mjög hrifinn af hinum […]

Mánudagur 01.02 2016 - 07:23

Frumþarfir: heilbrigðisþjónusta og þak yfir höfuðið

Það er alveg merkilegt hvað núverandi stjórnvöldum reynist erfitt að forgangsraða í ríkisfjármálum, þannig að almenningur sé sæmilega sáttur. Maður skyldi nú halda að það fyrsta sem mætti algjörum forgangi – ekki sýndarforgangi – væri það sem allir landsmenn eru sammála um að þurfi að vera í lagi í almannaþjónustu, þ.e. heilbrigðisþjónustan og að allir […]

Höfundur