Færslur fyrir mars, 2016

Miðvikudagur 30.03 2016 - 21:50

Mottumars ríkisstjórnarinnar

Fyrir tveimur mánuðum var mér tilkynnt að ég væri með krabbamein, en sem betur fer á byrjunarstigi, batahorfur væru fínar og aðgerðin færi fram með vorinu. Ég verð að viðurkenna – þótt mér sé það óljúft – að biðin eftir aðgerðinni hefur verið erfiðari en ég átti von á. Sérstaklega reyndi á þolrifin núna í mottumars, […]

Miðvikudagur 23.03 2016 - 00:08

Almannatryggingar – vafalaust slæmar breytingar

Miðað við það sem ég hef heyrt þá snúast þessar tillögur um breytingar á almannatryggingakerfinu í þá átt að fólk vinni a.m.k. til 70 ára aldurs en helst til 80 ára aldurs. Með þeim peningum sem þarna sparast, þ.e. með því að láta eldri borgara helst deyja Drottni sínum úr elli í vinnunni, verður hægt […]

Mánudagur 21.03 2016 - 23:09

Íslenski kúrinn – Tortola Diet Plan

Fyrir rétt tæpum 5 árum fór frammámaður í Framsóknarflokknum af stað með mikinn megrunarkúr, sem varð geysivinsæll og hlaut nafnið íslenski kúrinn. Þetta átti að vera íslenska útgáfan af „Biggest Loser“. Kúrinn fólst einfaldlega í að viðkomandi innbyrti einungis íslenskan mat. Íslenski kúrinn byggði á tveimur meginreglum: a) Samkvæmt Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni átti íslenskur matur að vera […]

Þriðjudagur 15.03 2016 - 21:06

Atvinnulífið heimtar ónýta krónu og ódýra útlendinga

Forysta Samtaka iðnaðarins og ferðaþjónustunnar fara mikinn þessa dagana; heimta handónýta krónu á tombóluprís. Til viðbótar er þess krafist að sóttir verði 30.000 útlendingar á næstu 15 árum til viðbótar við þá 30.000, sem hér eru nú þegar. Halda mætti að Samtök iðnaðarins og ferðaþjónustannar hefðu breyst í útibú frá Rauða krossinum eða Rauða hálfmánanum, […]

Miðvikudagur 09.03 2016 - 07:39

Píratarnir og helgidagafriðurinn

Áður en ég fer í vinnuna ætla ég að velta þeirri spurningu upp, hvort rétt sé að afnema helgidagafrið með öllu? Sjálfur á ég þrjár ungar dætur, sem hafa verið að vinna í veitinga- og verslunarbransanum. Á stundum hefur mér fundist traðkað á réttindum þeirra til frídaga, veikindakaups og launa. Þá hefur oft jaðrað við […]

Mánudagur 07.03 2016 - 20:05

Jón Baldvin, Trölli og Heimssýn

Í kolli mínum geymi ég gullið, sem gríp ég höndum tveim. Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim. Ég held ég hafi verið 11 ára og árið var 1973, þegar mér var gefinn sparibaukurinn Trölli eins og fjölmörgum öðrum börnum á þessum tíma. Lítið varð þó úr sparnaði hjá mér og […]

Sunnudagur 06.03 2016 - 23:35

Maastricht skilyrðin uppfyllt – evran í höfn

Seðlabanki Íslands og fjármálaráðuneytið hafa nú þegar lýst yfir að staða Íslands sé með því besta sem gerist innan OECD. Að þessu sögðu sé ég ekki betur en að við uppfyllum nú þegar að fullu Maastricht-skilyrðin. Evran gæti því verið handan við hornið ef við klárum viðræðurnar við Evrópusambandið og samningurinn er hagstæður. Núna, þegar við erum […]

Fimmtudagur 03.03 2016 - 17:50

ESB – styttist í framhald aðildarviðræðna

Heimssýn hvetur til þess að ESB umsóknin verði formlega dregin til baka, enda öllum viti bornum Íslendingum ljóst að viðræðunum var ekki slitið, heldur aðeins frestað tímabundið. Satt best að segja tekur því alls ekki að fara draga ESB umsóknina til baka, því það er einungis eitt ár til næstu kosninga og ljóst að núverandi […]

Höfundur