Færslur fyrir maí, 2016

Mánudagur 30.05 2016 - 10:06

MS slátrar Mjólku

Jæja, þá er einokunin og samþjöppunin í mjólkuriðnaði aftur komin í fyrra horf og neytendur borga brúsann. Eitt af aðalbaráttumálum hins nýja sjórnmálaflokks Viðreisnar verður að taka til í landbúnaðarkerfinu á þann hátt að neytendur séu í fyrsta sæti, en enginn stjórnmálaflokkur berst fyrir þeirra hagsmunum nú um stundir. Núverandi fyrirkomulag landbúnaðarrmála er fullkomlega siðlaust […]

Laugardagur 28.05 2016 - 20:41

Viðreisn: persónur & leikendur

Með fullri virðingu fyrir höfundi nýlegrar greinar á Eyjunni, er alveg ljóst að viðkomandi hefur ekkert vit á því sem hann er að skrifa um. Ekki að ég persónulega hafi skipt mér mikið af Viðreisn eða haft afgerandi áhrif á nokkuð einasta stefnumál. Mikill misskilningur er að um útibú frá Sjálfstæðisflokknum sé að ræða, þvert […]

Miðvikudagur 18.05 2016 - 17:34

Davíð Oddsson: dýrasti leigupenni sögunnar

Það kemur nú úr hörðustu átt hjá Davíð Oddssyni að gagnrýna „leigupenna“, sem séu að endurrita söguna, því frá hruni hafa í tveimur fjárhagslegum endurskipulagningum verið afskrifaðar skuldir upp á 4,5 millj­arða hjá Morgunblaðinu, en að auki hafa um 1,3 millj­arðar verið settir inn sem nýtt hlutafé í móð­ur­fé­lag fyrirtækisins Samtals nemur tap Morgunblaðsins frá […]

Sunnudagur 15.05 2016 - 19:52

Mun útgerðin kosta embætti forseta Íslands?

Um þessar mundir eru þær fréttir helstar, að Davíð Oddsson ætlar sér ekki að þiggja laun sem forseti, enda hafi hann sjálfur komið málum þannig fyrir, að hann og félagar hans komust á slík eftirlaun, að engir aðrir Íslendingar eru á pari við þá. Að þessu loknu – eftir að hafa gengið hagsmuna  útgerðarmanna í fjögur […]

Fimmtudagur 05.05 2016 - 15:51

Guðna Th. Jóhanesson í embætti forseta Íslands

Alþýðlegur í fasi og vinsamlegur, maður sátta og yfirvegaðrar umræðu, en fastur fyrir og gegnheill þegar á þarf að halda, gáfaður og frábærlega menntaður fræðimaður, ritfær mjög og vel talandi á íslensku og enska tungu; þannig er minn forsetaframbjóðandi, Guðni Thorlacius Jóhannesson. Snilldarleg ræða hans í Salnum í dag hitti sannarlega í mark hjá mér […]

Þriðjudagur 03.05 2016 - 07:12

Stöðugleiki samfara framþróun

Síðan gengið var frá samningum við kröfuhafa með miklum glæsibrag og núna þegar aflandskrónuútboðin standa fyrir dyrum, er óhætt að fara að tala um framtíðina eftir 8-9 ára kyrrstöðu í íslenskum efnahagsmálum, sérstaklega fjárfestingum. Ljóst er að mikil þörf er og verður á meira íbúðarhúsnæði. Virkjunarframkvæmir og stóriðjuáfor koma síðan til viðbótar. ASÍ spáir 2,5% […]

Höfundur