Föstudagur 03.06.2016 - 22:03 - 5 ummæli

Er forsetinn trúður

Það er morgunljóst að breyta þarf fyrirkomulagi forsetakosninga, því það er allsendis óhæft að fólk sem er í besta falli athyglissjúkt, en í versta falli á við geðræn vandamál að stríða, komist alla leið í beina útsendingu hjá RÚV. Þessi þáttur er í raun til háborinnar skammar fyrir RÚV, sem við öll erum þó skyldug til að greiða fyrir.

Gott væri að hafa forkosningar eða að frambjóðendur þurfi að afla mun fleiri undirskrifta en nú er. Auðvitað má líta á þetta sem skemmtiatriði, en ég segi eins og einn forsetaframbjóðenda segir jafnan, að „mamma hans hafi ætíð sagt“ að ekki eigi að hlæja að veiku fólki eða gera grín að því. Ég er mjög ósáttur við útvarpsgjaldið mitt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Allir níu forsetaframbjóðendurnir er vel gert og greint fólk og mundi allt sóma
    sér vel sem forsetar Íslands. Guðni og Davíð eru svolitlir furðufuglar en ekkert
    er það nú til skaða. Ég greiði útvarpsgjaldið sáttur, annað væri bara verst fyrir mig sjálfan.

  • Því miður er forsetinn trúður en hann er valdamikill trúður og ekkert til að grínast með.

    Stjórnarskráin er þannig að trúður og hreint idjót getur verið valdamesti maður þjóðarinnar kjósi viðkomandi það.

    Eftir 16 ár í embætti hafði Vigdís breyst í trúð, hún kaus það helst að vera meðal kóngafólks í Evrópu svo mjög að athygli og aðhlátur vakti.

    Hún sat of lengi, hafði sífellt minna fram að færa og endaði sem aumkvunarverður trúður.

    Eftir þau ósköp öll tók við Ólafur Ragnar Grímsson. Maður sem var lamaður af mótlæti og minnimáttarkennd sem skilaði af sér valdasýki, vitfirringu og allsherjar geggjun sem fólst í valdatöku þessa einstaklings í krafti ónýtrar stjórnarskrár.

    Ólíkt Vigdísi var ÓRG ekki bara trúður – hann var skaðvaldur og pópúlisti sem auðvitað fetaði í fótspor Vigdísar og leitaði eftir félagsskap við kónga og drottningar, og síðar einræðisherra, valdníðinga og hnattræna geðsjúklinga.

    Enginn sagði orð – hvar voru áhyggjur af orðspori þjóðarinnar þegar Vigdís studdi opinberlega kúgunarstefnu Kínverja gagnvart Taiwan? Af hverju þagði þjóðin þegar ÓRG breytti sér í kóng, bjó til hirð á Bessastöðum og dásamaði íslenska glæpamenn og erlenda geðsjúklinga?

    Hvar var aðhaldið – af hverju þögðu allir?

    Vigdís var þvílíkt idjót og svo gjörsamlega óhæf að auðvitað þorði enginn að hafa orð á því.

    En fólk erlendis tók eftir þessari vitleysu.

    Þetta þyrfti að ræða en það er vitaskuld ekki gert.

    Staðreyndin er sú að frá 1980 hafa Íslendingar búið við forseta sem enga skoðun standast, Ómerkilegan karl og kellingu sem vildu vera drottning og kóngur og það ótrúlega er að þeim tókst það -báðum.

    Og nú hvað?

    Hljótum við ekki að endurtaka leikinn?

    Ég spái því.

  • Mörður Árnason

    Hvað finnst þér að Ríkisútvarpið — sem hefur lögbundnar skyldur til að gæta jafnræðis og hlutlægni í kosningakynning — eigi að gera í þessu? Hvað sem okur finnst hafa allir níu frambjóðendur staðist skilyrði til framboðs, og ég sé ekki með hvaða hætti Ríkisútvarpið ætti að mismuna þeim. — Mér fannst þátturinn í gær reyndar alveg ágætur, en almennt er þetta vandamál, t.d. í síðustu (og næstu?) þingkosningum, það vantar á dýptina og frambjóðendur komast upp með kannski eina snjallsetningu án þess að standa fyrir máli sínu. — Að skipta upp eftit könnunum einsog Stöð tvö gerði — er varla við hæfi almannaútvarps, og getur haft óeðlileg áhrif á kosningabaráttuna. Stökk Höllu Tómasdóttur í könnunum á einni viku, frá 2,5 í 7–8% er fyrst og fremst að þakka Stöð tvö sem hleypti henni inn í forystuslaginn.

  • Hilmar Thor Bjarnason

    Það að glíma við geðræn vandamál er ekki alfa og ómega alls hins versta í veröldinni. Fjölmargir í okkar þjóðfélagi eru að glíma við eða hafa glímt við geðröskun af einhverju tagi og eru vel starfandi og nýtir þjóðfélagsþegnar. Hins vegar er það allt önnur umræða að auka kröfurnar um undirskriftir og jafnvel hafa tvennar kosningar ef enginn fær meirihluta atkvæða.

  • Elín Sigurðardóttir

    Ég skil ekki pistilinn. Eiga þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða hvorki að sjást né heyrast? Ég sá nú ekki þennan þátt en það var gott hjá RÚV að hafa alla með. Þannig á það að vera.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur