Miðvikudagur 22.06.2016 - 06:55 - 5 ummæli

Svíþjóð: strangari útlendingalöggjöf

Við samþykkjum ný og frjálslynd útlendingalög, þar sem landið er opnað upp á gátt og á meðan samþykkja Svíar – til a.m.k. 50 ára lang frjálslyndasta land í Evrópu gagnvart flóttamönnum – strangari útlendingalöggjöf. Danir hafa fyrir löngu gert sína löggjöf strangari og Norðmenn einnig, en Finnar voru alltaf með ströngustu útlendingalöggjöf á Norðurlöndunum. Önnur lönd eru á sömu vegferð, t.d. Þjóðverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Frakkar. Reyndar virðast flest ríki Evrópu vera að loka sínum landamærum meira og minna.

Á hvaða einkennilega ferðalagi er Alþingi Íslendinga í útlendingamálum og þá á ég ekki bara við nýu lögin, heldur meðferð mála nokkurra útlendinga í vetur sem leið? Við erum svo heimóttarleg og illa tengd í öllum málum bæði innanlands og utanlands, að manni verður bara hálfpartinn illt. Horfa íslenskir þingmenn aldrei á erlendar fréttir eða netmiðla til að sjá hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi? Sækja þeir ekki ráðstefnur eða fundi, þar sem er verið að ræða heimsmálin af einhverri alvöru?

Það er mín skoðun, að á næstu 2-3 árum flykkist hingað 5.000-10.000 flóttamenn, sem skapa ástand, sem við ráðum hreinlega ekkert við. Mikið af þessu flóttafólki á að baki sér óskemmtilega lífsreynslu og þarf bæði á læknis- og sálfræðiþjónustu að halda. Það þarf að kenna fólkinu tungumálið, útvega því húsnæði og atvinnu o.s.frv. Eigum við ekki betri alþingismenn skilið, sem hafa einhverja smá tengingu við fólkið í landinu og ekki síður tengingu við umheiminn en síðast en ekki síst að þeir getið staðið í lappirnar í erfðum málum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Það er verið að flytja inn fólk sem undirbýður lífskjörin sem margar kynslóðir alþýðumanna byggðu upp og börðust fyrir. Til þess er leikurinn gerður. Aflendingar vilja útlendinga á lágu kaupi.

  • Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar er fremstur í flokki lýðræðissinna sem vilja opna allar gáttir, afnema allar hömlur og brjóta niður gamlar og gildar hefðir allt í nafni umburðarlyndis og frelsis.
    Hann styður nýju útlendingalögin óhikað og án efasemda og íslenska mannanafnakerfið vill hann útí hafsauga. Í útvarpsviðtali sagði hann:“ Einstaklingurinn á að ráða nafni sínu sjálfur og án inngrips hins opinbera“. Rökleysa að því leyti, að einstaklingurinn hefur aldrei ráðið nafni sínu sjálfur og það mun ekki breytast. Það eru foreldrarnir sem ráða nafngiftinni. Óttar valdi sér ekki nafnið sjálfur. Það voru foreldrar hans sem réðu nafninu og ábyrgð þeirra var því mikil.
    Nýju útlendingalögin og nafnamálið eru borin uppi af af fáum, háværum og áberandi einstaklingum og fullyrða má í fullkominni andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Bæði þessi mál eiga fullt erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Ísland er eyland!

  • Selma Serðir

    Íslam, Íslam über alles,
    Über alles in der Welt,

  • Orri Ólafur Magnússon

    „Aflendingar vilja útlendinga á lágu kaupi“ . Auðvitað, Páll. Heimurinn skiptist í rauninni ekki lengur í þegna einhverra gamaldags þjóðríkja. Á vorum dögum skiptist mannkynið í tiltölulega fáa auðuga og alþjóðlega vel tengdra einstaklinga, oft með fleiri en tvö vegabréf í vasanum til dæmis „íslensku“ „aflendingarnir“ sem þú minnist á. Hinumegin við þessi nýju landamæri auðs og valda stendur sauðsvartur almúginn sem kemst hvergi. Fyrir þennan síðast talda hóp er krónunni, fánanum, forsetaembættinu og öðrum hættulausum leikföngum haldið á lofti svo hann, misera plebs, sætti sig við dapurlega tilveru. Þjóðríkið í sinni núverandi mynd er blekking ein, verkfæri alþjóðlegrar elítu til þess að róa og svæfa áhrifalausa þjóðina. Ísland og Rússland Pútins eru einna lengst komin á þessari braut, enda bæði ríkin fremur frumstæð og byggja hagkerfið fyrst og fremst á hráefnaútflutningi . Landamæri nútímans eru sem sagt dregin milli „upstairs“ annars vegar og „downstairs“ hins vegar, svo ég leyfi mér að nota líkingu úr fremur ómerkilegri breskri sjónvarps-sápu. Þessi þróun verður ekki stöðvuð enda þótt einhverjum kunni að mislíka og hann sakni gamla tímans. Það verður aftur á móti ákaflega spennandi að fylgjast með því, hvernig íslenskt þjóðfélag þróast á komandi árum. Ég, fyrir mitt leyti, tel „suður – ameriska þjóðfélagsmódelið“ líklegustu útkomuna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur