Mánudagur 27.06.2016 - 12:50 - 29 ummæli

BREXIT endaleysan

Fullkomlega ljóst er að 50. grein Lissabon sáttmálans gengur einmitt út á það að landið sjálft óski einhliða eftir því að hætta í ESB. Því er fullkomlega eðlilegt að hin ríkin ein og sér samþykki hvernig úrsögnin fer fram en að Bretland sem slíkt hafi lítið um þetta ferli að segja. Hér er ekki um aðildarviðræður að ræða, heldur slitaviðræður. Bretar eru með þessu að segja sig frá hinum sameiginlega markaði og því verður sá markaður að sjálfsögðu lokaður fyrir þá, þótt hægt sé að semja um einhvern aðgang í tvíhliða fríverslunarviðræðum líkt og við önnur ríki. Það væri einkennilegt ef að Bretar gætu valið sér það besta úr ESB en hafnað því sem ekki passar þeim. Þannig gengur slíkt samstarf ekki fyrir sig.

Að sjálfsögðu hefur það áhrif þegar heil þjóð í atkvæðagreiðslu sendir þau skilaboð að vilja hætta í samstarfinu og þetta ber að taka alvarlega en ekki meðhöndla það sem „bjölluat“, svo gripið sé til samlíkingar sem við Íslendingar þekkjum vel. Slík ákvörðun er afdráttarlaus og skýr og að sjálfsögðu á að hrinda viðræðum af stað án tafar og útgöngu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Það er einnig best fyrir Breta, því þá liggur skýr ákvörðun fyrir. Það er einnig mikilvægt fyrir þá sem stunda viðskipti við Bretland, hvort sem um er að ræða tollabandalag ESB eða önnur ríki. Bretar og allar aðrar þjóðir sem eru með fríverslunarsamninga við ESB verða að geta aðlagað sig að breyttum veruleika, þegar Bretar eru horfnir af innri markaðnum.

Rétt er að benda á að um 40% allra ríkja utan ESB hafa aðalstöðvar fyrirtækja sinna í Bretlandi og enn hærra hlutfall erlenda banka hafa aðalbækistöðvar sínar innan ESB í Lundúnum. Varla er nokkuð vit í að stórfyrirtæki og fjármálastofnanir staðsetji aðalinngang sinn fyrir innri markað ESB í Bretlandi þegar þeir eru horfnir úr ESB og lúta ekki lögum sambandsins. Stór hluti bankanna og fyrirtækjanna munu því færa skrifstofur sínar til annarra ríkja og þar verður að mínu mati sennilega París eða Berlín fyrir valinu og hjá fjármálafyrirtækjum hugsanlega einnig Frankfurt.

Þá mun vöruframleiðsla ýmissa erlendra fyrirtækja – t.d. bílaframleiðsla og framleiðsla á ýmsum öðrum iðnvarningi sem enn ber tolla – örugglega að stærstu leyti færast til Austur-Evrópu, því að tollamúrar munu aftur rísa milli ESB og Bretlands. Ólíklegt er að aðildarríki ESB, sem standa í bílaframleiðslu eða framleiðslu á öðrum tollskyldum varningi, vilji hleypa Bretum að kjötkötlunum án þess að greiða fyrir það aðgangseyri. Á móti kemur þó að Bretland er stór markaður fyrir evrópska bíla og iðnvarning, þannig að tvíhliða samningar eru mjög sennilegir. Mörg önnur ESB ríki, t.d. í Austur-Evrópu, mun þó líta á útgöngu ESB sem tækifæri til þess að næla í þá framleiðslustarfsemi, sem nú fer fram í Bretlandi og þeir ásælast þá væntanlega í framtíðinni.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (29)

 • 2 hagfræðingar voru á BBC að fara yfir sóknarfærin sem gætu verið í Brexit og þau eru ekki lítil ef Bretar halda rétt á spilunum. Og hvað gera Skotar ef breskt efnahagslíf þokast upp meðan esb og evran heldur áfram að síga?

 • Nigel Farage er hàlfviti. Hann àtti als ekki von à ad vinna þessar kosningar, sem kemur berlega ì ljòs nùna. Hann og trùdurinn Boris Johnson hafa ekki hugmynd um hvad eigi ad gera nùna.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Svar við ummælum GB

  Grein í Viðskiptablaðinu þ. 27. júní 2016:

  Gengi Sterlingspundsins gegn íslensku krónunni er nú 165 krónur á hvert pund. Gengið hefur þá lækkað um 14% frá áramótum og 20% á einu ári. Pundið hefur veikst allverulega eftir að niðurstaða fékkst í þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort þjóðin ætti að halda áfram að vera í Evrópusambandinu.

  Þá er gengi pundsins gegn Bandaríkjadal það lægsta sem sést hefur í hátt í þrjátíu og fimm ár, eða 1,32 Bandaríkjadalir á hvert Sterlingspund. Greiningaraðilar víða um heim telja að gengi pundsins gæti lækkað enn meira og sumir spá því að það gæti orðið 1,20 Bandaríkjadalir á hvert pund.

  Greiningarfólk hjá bönkum á borð við Bank of America, Barclays og Credit Suisse eru sammála um það að líklegt sé að breska efnahagskerfið gæti verið að ganga inn í kreppu. Bank of America hafa uppfært hagvaxtarspá sína frá því að vera 2,3% fyrir árið 2016 upp í 0,2%.

 • Bretland hefur verið gluggi fyrir mörg stórfyrirtæki utan ESB til að starfa innan sambandsins eins og þú minnist á. Það sem hefur gert Bretland aðlaðandi fyrir þessa aðila er að hluta til tungumálið. Ég held að Írland sem er nú þegar aðalstarfstöð margra Bandarísk ættaðrar fyrirtækja muni laða að sér mjög stóran hluta þeirra fyrirtækja sem munu nú horfa sér til hreyfings.

  Menn horfa oft á tollamálin sem stórt atriði en aðalatriðið fyrir fyrirtæki að hafa mikla starfsemi innan ESB lands er ekki bara að losna við tolla (sem fara lækkandi hvort eð er vegna WTO ofl) heldur aðgengi (sumir kalla hagsmunapot) að því fólki sem skipar staðlanefndirnar sem semur staðla og leikreglur fyrir stærsta neytendamarkað í heimi sem hefur síðan áhrift á staðla langt út fyrir Evrópu. Þessi áhrif eru Bretar að segja sig frá og verður ekkert nema stórt tap fyrir þá. Þetta reyndu forstöðumenn bresk atvinnulífs að útskýra fyrir fólki en það virðist ekki hafa meðtekið það.

 • Sigmar H.

  Bretland er 5 stærsta hagkerfi í heimi, þeir eru helsta viðskiptaland þýskalands, flestir ferðamenn á spáni koma þaðan, öflugasta herveldi í evrópu (hugsanlega fyrir utan rússa) og eru þriðji stærsti olíuframleiðandi í evrópu að rússum meðtöldum. það eru engir að fara „loka“ breta fyrir utan ESB, til þess eru hagsmunir ríkja innan bandalagsins of miklir.

 • „Bretar eru með þessu að segja sig frá hinum sameiginlega markaði og því verður sá markaður að sjálfsögðu lokaður fyrir þá…“

  Framangreind fullyrðing er beinlínis röng, því þrátt fyrir að Bretland gangi úr ESB er það eftir sem áður aðili að EES-samningnum. Bretar hafa enga ákvörðun tekið um að segja upp aðild sinni að þeim samningi. ESB-sinnar hér á Íslandi sem og annarsstaðar virðast ekki vilja átta sig á þessari einföldu staðreynd. Allar hrakspár þeirra um meinta yfirvofandi einangrun Bretlands frá öðrum Evrópuríkjum eru því byggðar á vanþekkingu eða ósannindum.

 • Halldór G. Rúnarsson

  Guðbjörn, er það slæmt fyrir Breta að Pundið lækki?
  Ég tel að þessi lækkun Pundsins verði til þess að eftirspurn eftir breskum vörum aukist, innlend eftirspurn eftir breskum vörum og þjónustu sömuleiðis, ódýrara verður að fjárfesta í Bretlandi, sem og að framleiða vörur þar, auk þess að ferðamannastraumurinn þangað muni aukast.

  Það er alveg stórundarlegt þegar menn halda að ESB sé upphaf og endir alls í heiminum, og í raun að halda að ESB sé það eina sem skipti máli í heiminum og raun sé ESB allur heimurinn.

 • Orri Ólafur Magnússon

  Guðbjörn, gengi evrunnar gagnvart USD hefur lækkað undanfarna mánuði og það löngu áður en Brexit varð að veruleika. Gengi € gagnvart $ er nú í dag kringum 1 € = 1,11 $ . Hvað varðar lækkun GBP gagnvart ISK þá er það svo að ekki er meira að marka gengi – lækkun eða hækkun – annarra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni en gengi austur-þýska marksins gagnvart DM fyrrum ; báðir þessir gjaldmiðlar eru – austur-markið var – í rauninni ónýtir, einungis til heimabrúks og hvergi gjaldgengir utan landmæra landanna. . Að öllum líkindum er gengi krónunnar u. þ. b. > 50 % of hátt skráð miðað við verðlagið á myntsvæðinu og kaupmátt myntarinnar. Þetta kom svo berlega í ljós í síðasta gjaldeyrisútboði Seðlabankans, þar sem aflandskrónueigendur höfnuðu jafnvel ( sér-) genginu 1 € : 190 ISK. Af þessari ástæðu er ISK ónothæf til samanburðar við eitt eður neitt.

 • Halldór G. Rúnarsson

  Orri Ólafur Magnússon, þetta með heimgjaldmiðla er svona svipað og með tungumál.
  Með sömu rökum mætti segja að Íslenska sé ónýt tungumál vegna þess að það er bara hægt að nota hana hér á landi til heimabrúks.
  En, ok, ef við ætlum að fara erlendis eða vera í samskiptum við aðrar þjóðir, þá lærum við önnur tungumál, t.d dönsku, ensku, frönsku og þýsku, og kaupum okkur námskeið eða túlkaþjónustu til eiga í samskiptum við viðkomandi ríki.
  Þetta sama á við um erlenda gjaldmiðla. Ef við þurfum að eiga í viðskiptum við önnur lönd, þá kaupum við okkur gjaldmiðla viðkomandi ríkis til að borga fyrir viðskipti við þau ríki.

  Það líka segja að Evran sé ónýtur gjaldmiðill því hún miðast bara við efnahagslegar forsendur og þarfir Þýskalands og nýtist því ekki sem efnahagslegt stjórntæki fyrir önnur Evru-ríki, því Evran er ekki sniðin að efnahagslegum- né viðskiptalegum þörfum þessara ríkja.

 • Ég held að menn ættu að anda með nefinu og sjá hvernig þetta æxlast. Ég hef þá tilfinningu að þetta verði bretum eða ef til vill má segja englendingum til góðs. Hótanir og illska skila engu og því síður hefnigirni sem nú virðist tröllríða ráðamönnum í Brussel. Það fer þeim illa og setur almenning í varnarstöðu gagnvart þessu apparati sem aldrei fyrr. Svo tek ég undir með Halldóri Rúnarssyni. ESB er ekki upphaf né endir alls. Kúpa norðursins, eða Kórea norðursins eiga heldur ekki við í þessu sambandi frekar en á Íslandi.

 • Guðmundur, Þegar Bretland fer úr ESB þá fer það sjálfkrafa úr EES. Þar sem EES samningurinn er viðskiptasamningur EFTA við ESB.

 • Domsdagsspar allar að ganga til baka. FTSE 100 hlutabrefavisitalan í Lundúnum tekin að stíga. 3% í dag. Bara nokkrum dögum eftir að allt átti að fara til Kúbu og Norðursins.

 • Guðmundur Ásgeirsson EES-samningurinn er fríverslunarsamningur á milli þeirra EFTA-ríkja sem eru aðilar að EES (Ísland, Noregur, Lichtenstein) og Evrópusambandsins (ESB), þ.e. EKKI breta sem slíkra.

  https://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/evropumal/verkefni/nr/4578

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Skemmtilegt að verið sé að brigsla mér um vanþekkingu á málefnum EES og ESB, þegar ég skrifaði ekki aðeins mastersritgerð mína um þetta efni, heldur vann beint við ESB aðildarviðræðurnar meira og minna í 4 ár, þar sem ég var nokkrum sinnum á ári í Brussel eða hér til viðræðna við fulltrúa sambandsins. Að auki vinn ég á hverjum degi við fríverslunarsamninga og við að túlka og framkvæma EES samninginn í vinnu minni sem yfirtollvörður og deildarstjóri endurskoðunardeildar Tollstjóra.

  Ég legg til að þeir sem ekki eru sérfræðingar í EES eða innri markaðnum – virðast ansi margir í athugasemdum við þennan pistil – skoði neðangreindar heimasíður:

  https://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/evropumal/verkefni/nr/4578

  http://eeas.europa.eu/archives/delegations/iceland/evropustofa/frodleikur-um-esb/malefnin/id761.html

 • Skrýtið að Guðbjörn skuli með alla þessa þekkingu á bakinu, sem enginn efast um, hafandi staðið í aðildarviðræðum um margra ára skeið, tilkynna að það séu engar viðræður um þessa hluti, orðrétt segir Guðbjörn:

  „…. Það væri einkennilegt ef að Bretar gætu valið sér það besta úr ESB en hafnað því sem ekki passar þeim. Þannig gengur slíkt samstarf ekki fyrir sig.“

  Þetta er líklega alveg hárrétt og skarplega athugað. Þeir sem hins vegar ákváðu að Íslendingar færu í aðildarviðræður á sínum tíma, töluðu um að það ætti að „kíkja í pakkann“, semja um alls kyns hluti, fá tilslakanir, tvíhliða samninga um alla skapaða hluti og eiginlega bara semja um þetta allt saman á tvíhliða grunni.

  Þegar var verið að benda mönnum, af veikum mætti þó, að það væri ekkert um að semja, ESB væri mötuneyti, ekki veitingastaður, það væri alveg sama hversu margir væru í samninganefnd fyrir Ísland, þá fengju þeir bara þann ESB rétt sem væri á borðinu, þeir gætu ekki beðið um að fá steikina aðeins betur steikta, ferskara grænmeti eða slíkt.

  Það er þess vegna gott að reyndur samningamaður á borð við Guðbjörn sé loksins búinn að gefa fólki staðfestinug á því endanlega, það sé um ekkert að semja, Íslendingar taka bara það sem að þeim er rétt, þeir hafa lítið sem ekkert um t.d. sjávarútvegsstefnu ESB að segja, þrátt fyrir að Ayatollah ESB sinna, Össur Skarphéðinsson hafi gefið í skyn að jafnvel fengju Íslendingar að móta nýja sjávarútvegsstefnu, sem er í molum.

  Hafi Guðbjörn þakkir fyrir, sem mikill ESB sinni að viðurkenna þetta fyrir fólki, það hafa þó fáir harðir ESB sinnar haft kjarkinn í að viðurkenna þetta.

 • Ásmundur

  Joi, með því að kíjka í pakkann er að sjálfsögðu átt við að sjá samning sem verður auðvitað skv lögum ESB en með sérlausnum fyrir Ísland sem verða þá viðbót við lög ESB eins og reynsla annarra þjóða sýnir.

  Annars sýnist mér að lög ESB henti okkur prýðilega. Við höldum okkar staðbundnu fisistofnun vegna reglunnar um hlutfallslegan stöðugeika. Flökkustofna þarf hvort sem er að semja um. Samningsstaða okkar mun þá væntanlega batna því að ESB dregur taum aðildarríkjanna. Auk þess höldum við öðrum auðlindum fyrir okkur.

  Vandinn er að vinda ofan af öllum blekkingum andstæðinga aðildar sem eru örugglega ekki minni en blekkingar Brexit-sinna í Bretlandi. Undirritaður samningur tilbúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi kannski gera gæfumuninn í þeim efnum.

  Hörðustu andstæðingar ESB virðast ótrýega fáfróðir um hvað aðild hefur í för með sér. Þeir stjórnast af tilfinningu og hafa engan áhuga á staðreyndum eins og td að krónan kostar okkur hundruð milljarða á hverju ári.

 • Bretar þurfa ekki að hafa áhyggjur heldur ESB.

  Hagvöxtur ESB hefur verið drifinn áfram af Bretum undanfarin ár. Það er ekkert að gerast á Evrusvæðinu, stöðnun og aukið bákn. Bretar eru björgunarhringur Evrópu og ESB mun halda dauðahaldi hann.

  Lendingin verður að Bretar verða EFTA land með takmörkun á innflutningi vinnuafls.

 • Kalli eða hvað þú nú heitir, þá ertu að fara með fara með hrein ósannindi.

  Hagvöxtur í Bretlandi hefur ekki farið yfir 1% undanfarin ár.
  M.v. síðustu hagvaxtar tölur þá er Bretland fyrir neðan meðaltal ESB landa.
  http://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2016/02/taking-europe-s-pulse
  Hagvöxtur í ESB undanfarin ár hefur að mestu verið drifin áfram að Þýskalandi og löndunum í austur evrópu, sem og einstökum minni löndum eins og Írlandi (Evrópumeistari 2015), Svíþjóð, Lux ofl.

  Það sem Bretland hefur gert betur en mörg evrópuríki er að atvinnulífið hefur verið aðgengilegra fyrir innflytjendur hvort sem þeir koma frá ESB eða annars staðar frá. Ef Bretland ætlar að fara að loka fyrir innstreymi þess fólks sem hefur drifið áfram vöxt í landinu þá er alveg ljóst að menn geta afskrifið landið í framtíðinni enda er útlit núna fyrir að Bretland sé að liðast í sundur.

  Hins vegar er ekki ólíklegt að bresk stjórnvöld muni velja eins konar EES lausn og komast þannig frá afleiðingum atkvæða greiðslunnar (vera utan ESB að nafninu til) og haldið áfram eins og venjulega innan innri markaðarins með fjórfrelsinu og halda áfram að lögleiða allt sem kemur frá Brussel/Strasburg.

 • Friðrik Hansen

  Ég fæ ekki betur séð en allir leiðtogar Evrópu fagni innst inni útgöngu breta úr sambandinu. Þeir tala ekki um annað en það beri að virða kosninguna og vilja hraða útgöngu breta sem verða má.

  Allir sem fylgst hafa með vita að bretar hafa frá upphafi hagað sér eins og breskar fótboltabullur í þessu samstarfi. Nú sitja þeir einangraðir eftir á þessari litlu eyju sinni, og hafa álíka mikil áhrif á gang á mála í Evrópu og við. Þar er engin.

  Á falli breska pundsins þá er ljóst að Seðalbanki Evrópu er ekkert að hjálpa til að styðja við það. Öryggisnetið sem breska pundið hafði áður er horfið. Bæði stuðningur Evrópska Seðlabankans og tenging pundsins við evru er horfinn. Flóttinn úr breska hagkerfinu og úr breska pundinu er hafinn. Allir vita að seðlabanki bretlands getur einn og sér ekki varið bresku bankana og City of London. Hann hefur ekki yfir að ráða nægum gjaldeyrir til að hleypa öllu þessu fé úr landi. Þetta gekk upp þegar pundið var hluti af evrunni. Nú er það ekki þannig lengur. Nú stendur pundið eitt og sér og er að falla eins og steinn. Bara spurning hvað breski seðlabankinn heldur þetta lengi út. Og hver vill eiga pund núna?

  Fjármálastarfsemi er gríðarlega umfangsmikil í Bretlandi. Þessi starfsemi er nú að flýja úr pundinu og úr breskri lögsögu. Fasteignaverð í London hefur þegar fallið um rúm 10% og Kauphallirnar í Frankfurt, París, Singapoore, Hong Kong og New York búa sig undir að taka á móti þeim „flóttamönnum“ sem komast úr breska hagkerfinu með sitt fé. Við erum að sjá City of London breytast í Village of London.

  Ég spái því að það verði komin á gjaldreyrishöft fyrir áramót í Bretlandi.

 • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

  Guðbjörn. Þegar ég sé og heyri orðið brexit, þá dettur mér í hug trosnuð og illa ofin motta, sem þetta stjórnlausa samkrull í Evrópu raunverulega er.

  Ekkert samband verður sterkara en þræðirnir sem sambandið er ofið úr.

  Stjórnleysi og ábyrgðarleysi er raunveruleg, götótt og trosnuð tjásumotta landamæra Evrópu í dag. Slíkt stjórnleysisástand þjónar ekki hagsmunum annarra en svikulla fjármagnsflytjenda (pósthólf 0000 í landlausum netheimum), og skattgreiðandi heiðarlegt vinnandi fólk og fyrirtæki borga í botlausa hít stjórnlausrar spillingarhítar.

  Við verðum að vera vakandi.

 • Þórður Magg

  Ég er kannski að misskilja 50. grein en eins og ég les 3ðju málsgrein hennar þá hafda Bretar ekki 2 ár nema leiðtogaráð ESB óski þess, sem verður að teljast afar ólíklegt. Svona er hún:

  3. Sáttmálarnir hætta að taka til viðkomandi ríkis á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, að
  öðrum kosti, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningunni sem um getur í 2. mgr., nema leiðtogaráðið ákveði einróma, með samþykki viðkomandi aðildarríkis, að framlengja þetta tímabil.

  Skv þessu er það algerlega í höndum leiðtogaráðsins hvort þeir fá þessi 2 ár eða ekki. Þetta er feigðarflað hjá UK, mun líklega valda úrsögn Skotlands, sameiningu Írlands og algert afhroð í London. Bretar skiptu yfir frá því að vera iðnaðarþjóð í það að vera miðstöð fjármála í álfunni. Því er hér með lokið. Hvað tekur við er ómögulegt að vita, en það að Boris og Farage skuli hrökklast frá á fyrstu dögum segir allt sem segja þarf. Það var aldrei neitt plan B, þeir reiknuðu aldrei með að vinna þetta. Pyrrhosarsigur if ever there was one.

 • Einar Strand

  Núna er Evrópusambandið mjög spillt eins og sú staðreynd að C J Junker sé forseti framkvæmdasjórnar þess sýnir. Hann er jú maðurinn sem gerði stórfyrirtækjum kleift að flytja gróða sinn út úr Evrópu og í skattaskjól í gegnum Lúxemburg.
  Síðan sjáum við að „mannréttinda“dómstóll Evrópu ætlar að reyna að snúa íslenskum dómum enda hafa múturnar sennilega verið góðar.

  ESB er því miður svo spillt að það mun verða Bretum happ að fara áður en allt verður vitlaust.

 • Ásmundur

  Norðurlöndin og mörg Vestur-Evrópulönd eru minnst spilltu lönd heims. Þau eru flest í ESB. Það skýtur því skökku við að tala um mikla spillingu í ESB.

  Spillingin er td miklu meiri hér á landi en hefur þó að vissu leyti farið minnkandi vegna EES-samningsins sem jafngildir ESB-aðild hvað þetta varðar. Spillingin hér hefur þó að öðru leyti etv farið vaxandi vegna spilltra stjórnvalda.

  Skv mælingum Transparency International er Ísland langsspiltasta land Norðurlanda. Í efstu þrem sætunum yfir minnsta spillingu í heiminum eru ESB-löndin Danmörk, Finnland og Svíþjóð.

  http://www.transparency.org/cpi2015#results-table

  Að tala um mikla spillingu í ESB er dæmi um ótrúlegar blekkingar andstæðinga ESB-aðildar sem sannarlega er hægt að flokka undir alvarlega spillingu. Annað dæmi er nýleg yfirlýsing Jóns Bjarnasonar formanns Heimssýnar um að hvergi væri meiri ójöfnuður en í ESB.

  Sannleikurinn er hins vegar sá að hvergi er meiri jöfnuður í heiminum en einmitt í mörgum ESB-löndum. Það er hins vegar mikill munur á afkomu einstakra ESB-landa enda um mörg ólík sjálfstæð ríki að ræða.
  .

 • Ásmundur er gangandi excel skjal um ágæti ESB. Hann talar úr og í að það sé mikill jöfnuður, en misjofn afkoma í ? Spilling sé almennt lítil. Segir orðið Ítalía honum nokkuð? Grikkland kannski? Ásmundur er þessi dæmigerði ESB sinni sem hefur gert Íslendinga afhuga ESB mixi með svona halelúja boðskap. Það þarf engan Jón Bjarna til að gera fólk afhuga ESB. Einhliða ESB trúboð Ásmundar og co sér til þess.

 • Ásmundur

  Þar sem ESB-löndin eru sjálfstæð riki er afkoma þeirra að sjálfsögðu mjög misjöfn.

  Þau sem höfðu góða afkomu fyrir inngöngu hafa enn betri afkomu eftir inngöngu og þau sem höfðu slæma afkomu fá mun betri afkomu ef þau fara ekki illa að ráði sínu.

  Þess vegna er fáránlegt að benda á Grikkland í sambandi við hugsanlega inngöngu Íslands í ESB. Samanburðurinn ætti að vera við hin Norðurlöndin. Sá samanburður er Íslandi mjög i óhag.

  Enn fáránlegra er að bera saman ESB-lönd með góða afkomu við ESB-lönd með mun verri afkomu og telja þann mun til marks um heimsins mesta ójöfnuð. Ójöfnuður innan hvers ríkis er það sem skiptir máli enda hafa menn ekki áhrifavald í öðrum ríkjum.

  ESB-andstæðingar hafa mikið ganrýnt hve mikið Ísland þyrfti sem aðildarríki að greiða til ESB til að halda uppi fátækari ríkjum. Á sama tíma fárast formaður Heimssýnar yfir mismuni á afkomu ESB-ríkjanna eða með öðrum orðum að ESB-ríkin greiði ekki enn meira..

  Er þetta ekki dæmigert fyrir ruglið í málflutningi ESB-andstæðinga?

 • Ruglið í þessum málflutningi Ásmundar er að týna alltaf eitthvað dæmi, einhver ummæli og alhæfi svo út frá þeim.

  „Sagði ekki Jón Bjarnason þetta eða hitt, og er það ekki dæmigert fyrir ruglið í ESB andstæðingum“

  Það er varla að menn nenna að elta svona málflutning.

  Ásmundur ætti kannski að segja fólkinu í landinu hvers vegna Bretar felldu að vera áfram í ESB? Það er eitthvað sem hann gæti kannski frætt okkur hin um? Ekki bara að tala um hvernig þessi eða hinn þjóðfélagshópurinn hafi sagt þetta eða hitt, heldur hreint út, að meirihluti þeirra sem kaus, vildi út. Það ber líka að skoða á þetta í því ljósi, að það hefur ekki verið kosið um að fara úr ESB hjá neinni þjóð áður (nema Grænlendingum), fólk hefur bara fengið að kjósa um að fara inn, en ekki út.

  Hvernig ætli þjóðaratkvæðagrieðslaní mrögum löndum færi, ef íbúum yrði geifnn kostur á að kjósa? Hvaða skoðun hefur Ásmundur á því?

  Væri ekki sniðugt að leyfa fólki að kjósa um veru sína í ESB reglulega, eins og fólk fær að kjósa um hvort það vilji hafa þetta eða hitt stjornarfyrirkomulagið ríkjandi í samfélaginu? Það er gert í flestum löndum, nema auðvitað þar sem lýðræði er ekki til staðar, þar þarf ekkert að kjósa, þar sjá bara einhverjir aðrir um að velja þetta fyrir fólk, mjög hentugt, en getur stundum verið dáldið óþægliegt ekki satt?

 • Það er ekki rugl að nefna dæmi sem sýnir á hve lágu plani umræða ESB-andstæðinga er.

  Þetta blasir alls staðar við. Pistlarnir hjá Heimssýn eru hver öðrum lélegri. Annaðhvort fjalla þeir um mál sem engu máli skipta eða þeir fara með tómt bull. Ef einhver reynir að leiðrétta vitleysuna er hann útilokaður frá vefnum.

  Það segir sína sögu um slæm gæði málflutnings Heimssýnar að formaður þess er Jón Bjarnason og fyrrverandi formaður Vigdís Hauksdóttir.

  Heimssýn höfðar eingöngu til hálfvita. Það getur verið árangursríkt enda eru þeir etv nógu margir til að geta ráðið úrslitum.

  Ekki eru þó allir ESB-andstæðingar hálfvitar. Sumir eru að gæta eigin sérhagsmuna á kostnað almennings.

 • Höfðar málflutningur þessara samtaka bara til hálfvita segirðu. Það vill nú samt þannig til að á bilinu 55-70% þjóðarinnar eru sammála samtökunum að standa utan ESB. Helstu klappstýru ESB aðildar fengu sín 4 ár til að sýna fram á ágæti aðildar. Tókst ekki betur til en að kjörtímabilinu loknu var flokkurinn búinn að leggja þessi plön á hilluna, fylgið var komið á þann stað að óvíst er hvort flokkurinn lífi af aðrar kosningar. Að tala um Íslendinga sem hálfvita er eiginlega bara taktur þeirra sem eru ekki sjálfir alveg með sitt á hreinu? Ásmundur virðist með Jón Bjarnason á heilanum.

 • Ásmundur

  Joi, ertu illa læs?

  Í þessu stutta innleggi mínu kemur einmitt fram að það séu ekki eingöngu hálfvitar sem eru hlynntir ESB-aðild.

  Hins vegar getur heimskulegur málflutningur Heimssýnar aðeins höfðað til hálfvita.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur