Færslur fyrir febrúar, 2017

Mánudagur 27.02 2017 - 09:29

Verklausar borgar- og ríkisstjórnir

Ég nú kannski enginn sérfræðingur í þýskri sögu, en ég kom fyrst til landsins sem unglingur og flutti síðan þangað 24 ára og bjó þar í 12 ár. Að því loknu dreif ég mig í Háskóla Íslands og kláraði BA-próf í þýskum fræðum. Þegar ég kom til Þýskalands 1977 átti ég erfitt með að ímynda mér […]

Laugardagur 25.02 2017 - 19:26

Verndum borgfirsku naglana…

Ótrúleg menningarverðmæti virðast vera að tapast, þegar naglaframleiðsla verður lögð niður á Borgarnesi í vor eða næsta sumar, en samkeppnin frá Kína hefur verið erfið. Nú þarf löggjafarvaldið að bregðast hratt við og banna notkun á skrúfum, sem iðnaðarmenn halda reyndar fram að séu bæði hagkvæmari, ódýrari og þægilegri í notkun. Við, sem erum sannir […]

Laugardagur 25.02 2017 - 18:08

Lögum innviðina strax!

Það er engu líkara en ekki sé hægt að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og minnka þenslu á vinnumarkaði með innflutningi á fólki frá EES svæðinu, þ.e. Austur-Evrópu, eins og við höfum reyndar gert í langan tíma vegna skorts á vinnuafli hér á landi. Ef vextir lækkuðu væri enginn vandi að ráðast í byggingu nokkur […]

Föstudagur 24.02 2017 - 12:27

Bönnum vínveitingar á miðvikudögum og sjónvarp á fimmtudögum

Það væri gaman ef MMR legði eftirtaldar spurningar fyrir landsmenn: 1) Telur þú ekki skynsamlegt að leggja af frjálst útvarp og sjónvarp og allar netveitur á Íslandi og leyfa einungis útvarp Rás 1 og sjónvarp RÚV en á sama tíma tækjum við Íslendingar aftur upp bann við sjónvarpi á fimmtudögum. 2) Væri ekki viturlegt að […]

Laugardagur 11.02 2017 - 17:22

Vegtollar: Já, en með ákveðnum skilyrðum þó.

Ég er sammála Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra, að í sjálfu sé ekkert því til fyrirstöðu að taka upp vegtolla, ef það yrði gert um land allt og gjaldtakan tæki ekki einungis til höfuðborgarsvæðisins, Suðurlands, Vesturland og Suðurnesjanna. Þannig þyrfti að skoða dýra vegaspotta, brýr og göng um land allt og sérstaklega þau mannvirki sem ekki eru […]

Höfundur