Færslur fyrir október, 2017

Sunnudagur 29.10 2017 - 17:44

Misvægi atkvæða – landsbyggðin ræður ríkjum

Eftir að hafa sofið á þessu í tvær klukkustundir síðdegis, komst ég að þeirri niðurstöðu, að enn einu sinni hafi misvægi atkvæða haft gríðarleg ólýðræðisleg áhrif og valdið lýðræðishalla, sem er óverjandi árið 2017. Ástandið lagaðist þó aðeins með þingkosningalögunum frá árinu 2000. Að landsbyggðin – þar á meðal ég hér í Reykjanesbæ – hafi […]

Sunnudagur 29.10 2017 - 09:29

Selja stjórnmálamenn skrattanum sál sína?

Hafi verið erfitt að mynda ríkisstjórn fyrir ári síðan, er það að mínu mati nær ógjörningur núna. Ég sé t.a.m. ekki hvernig nokkur flokkur nema Miðflokkurinn hafi áhuga á að gefa hlutabréf í Arion banka. Eða að sumir stjórnmálaflokkar samþykki mörg hundruð milljarða kosningaloforð Samfylkingarinnar, VG og Flokks fólksins. Hvað þá að fullkomin stöðnun Framsóknarflokksins […]

Fimmtudagur 26.10 2017 - 10:57

Miðflokkurinn: Sovésk ólígarkavæðing

Íslendingar eru afskaplega fáfróðir um mörg mál og skrítið að enginn blaðamaður skuli hafa bent á að þessar hugmyndir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins er endurnýting á gömlum hugmyndum Boris Jelzin við einkavæðinguna í Sovétríkjunum (Rússlandi) rétt eftir hrun Járntjaldsins fyrir um 25 árum síðan. Á árunum 1992-1994 var hin svo nefnda „úttektarseðla einkavæðing“ (e. […]

Miðvikudagur 25.10 2017 - 09:19

Breytingar og lægri skatta

Gallinn við vinstristjórnir er að þegar þeir tala um sækja peninga til hinna ofurríku til að jafna þeim síðan út, svo lífskjör allra séu þau sömu, þá eru þeir fjármunir alltaf að mestu leyti sóttir til ósköp venjulegra sístritandi launþega en ekki til þeirra ríku, máttugu og spilltu. Fögur fyrirheit um að ætla að skattleggja […]

Fimmtudagur 19.10 2017 - 09:28

Viðreisn er eina von frjálslyndra afla

Ég man þegar ég var í fund hjá Sjálfstæðisflokknum í gamla Stapanum fyrir 12-14 árum og Geir H. Haarde hélt fyrst ræðu og fékk þann þokkalegt klapp, þótt ræðan væri ekkert sérstök og flutningurinn frekar dauflegur. Síðan steig varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirí pontu og byrjaði og það var eins og rafmagnsstraumur færi í gegnum salinn […]

Höfundur