Færslur fyrir desember, 2017

Fimmtudagur 28.12 2017 - 11:00

Ójöfnuður – hver er við stjórn landsmála?

Það sem hræðir fólk yfirleitt til hægri í stjórnmálum er skattahækkana- og ríkisútþenslustefna vinstri manna og þá jafnan á kostnað millistéttarinnar, sem alltaf er skattpínd í botn hjá þessum flokkum á meðan auðvaldið blómstrar áfram. Með þessu samsamar millistéttin og efri millistéttin sig oft öfgafullum viðhorfum hægri flokkanna, sem gerðir eru út með ærnum tilkostnaði […]

Þriðjudagur 26.12 2017 - 15:52

Annar í jólum – rífum kjaft

Líkt og svo oft áður er helmingur þess er birtist í nýlegum pistli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, rangfærslur, ýkjur eða uppspuni, en afgangurinn af pistlinum hins vegar brúkhæfur og samanstendur af nokkuð vitrænum skrifum. Slíkum svart/hvítum skrifum eigum við yfirleitt að venjast bæði frá SA og ASÍ. Hinn íslenski veruleiki leyfir ekki að […]

Miðvikudagur 20.12 2017 - 12:41

Hafnarfjörður: Umferðaröngþveiti 5 klukkustundir á dag

Á sama tíma og borað er í fjöll á landsbyggðinni, svo hún er farin að líkjast svissneskum osti, hefur Reykjanesbrautinni varla verið haldið við frá árinu 2008. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á um­ferðarþunga, m.a. við Set­berg í Hafnar­f­irði, þar sem umferðin nálg­ast nú óðfluga um­ferðar­magn í Ártúns­brekku, gengur hvorki né rekur hvað varðar tvöföldun brautarinnar […]

Mánudagur 18.12 2017 - 07:54

RÚV – endalausar neikvæðar furðufréttir

Sjónvarpsfréttirnar á RÚV í gær voru einu sinni sem oftar eins konar blanda af allskyns furðulegum og neikvæðum félagsmálafréttum um hversu gríðarlega voðalega vond stjórnvöld væru við alla Íslendinga sem eiga um sárt að binda og mikilli mannvonsku okkar í garð útlendinga. Í einu skiptin sem fréttastofa RÚV er að standa sig er þegar við […]

Föstudagur 08.12 2017 - 19:48

Auðmýking Litla-Bretlands

Auðmýking Litla-Bretlands er mikil – ef ekki algjör – ef marka má fréttir dagsins. Þetta er virkilega í fyrsta skipti sem ég er algjörlega sammála Nigel Farage, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokks Litla-Bretlands. Auðmýkingin á eftir að aukast eftir að hið raunverulega BREXIT virkilega hefst, en fyrstu áhrifin má sjá á flótta fjármálafyrirtækja úr City of London […]

Þriðjudagur 05.12 2017 - 06:30

Pólitískar ráðningar, Klíkuráðningar eða frændhygli

Ég veit ekki hvað er ógeðfelldast; klíkuráðningar starfsbræðra á vinum sínum eins og þegar kardínálar kjósa sér nýjan Páfa, pólitískar ráðningar dómara eða ráðuneytisstjóra líkt og þegar óhæfu fólki var sópað inn í stjórnsýsluna úr Eimreiðahópnum eða skipanir á grundvelli frændhygli er tengjast t.a.m. fyrrverandi forsætisráðherra, t.d. þegar sonur „aðal“ var skipaður í Héraðsdóm Norðurlands […]

Laugardagur 02.12 2017 - 11:05

#MeToo hreyfingin og fitufordómar

Nú hljóta fitubollur eins og ég að vilja útvíkka þetta hugtak „mee too“ yfir á okkur digra fólkið og ég sé fyrir mér að mun fleiri „digurbarkar“ fái að fjúka þar sem þeir vinna, hvort sem þeir eru almennir starfsmenn eða einhverjir stjórar. Fitufordómar eru mjög almennir og áreitnin alltumlykjandi bæði í formi brandara og […]

Föstudagur 01.12 2017 - 07:45

Ráðherrar verði gæslumenn sérhagsmuna

Mér líst vel á að Guðmundur Ingi Guðbrandarson, framkvæmdastjóri Landverndar, verði næsti umhverfisráðherra landsins. Til að gæta jafnræðis þurfa þá aðrir gæslumenn sérhagsmuna að fá ráðherrastól, en þannig yrði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að verða sjávarútvegsráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna að fá landbúnaðarráðuneytið. Dómsmálaráðuneytið ætti að falla í hlut Guðmundar […]

Höfundur