Laugardagur 06.01.2018 - 20:31 - 2 ummæli

Donald Trump og sjálfstraustið…

Sem söngkennari og yfirmaður í tollgæslunni hef ég lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að nemendur og starfsmenn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd, sjálfsálit og sjálfstraust.
 
Enginn leikari, hljóðfæraleikari eða söngvari virkar að mínu mati sannfærandi nema að viðkomandi hafi virkilega trú á sjálfum sér og því sem hann hefur fram að færa og það gildir allt fólk hvað sem það starfar við.
 
Oft á tíðum grínast ég með eigið ágæti, en geri ráð fyrir því að flest þokkalega gefið fólk skilji að þarna er ég fíflast, þótt sjálfstraust mitt sé vissulega mikið og ég telji mig þokkalega gefinn mann.
 
Eftir að hafa lesið þessa grein um Trump, sem ég hef aldrei þolað og hef barist gegn í nokkur ár, þá er ég þeirrar skoðunar að kannski þurfi maður að fara varlega í húmornum og yfirlýsingunum.
 
En kannski er þetta röng hugsun hjá mér og það sem við einmitt þurfum í dag er að fólk fái aukið sjálfstraust – konur sem karlar – til að kveða niður vitleysinga eins og Donald Trump og öll hans „fake news“.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Menn fá ekki sjálfstraust nema hafa sjálfsvirðingu, sjálfsvirðing kemur út frá því að gera það sem er rétt (allir vita hvað er c.a. rétt). Sjálfstraustið hans Dónalds kemur frá fíkniefni sem svo aftur gerir hann hrokafullann og siðblindan en þó hann blekkir sjálfan sig sér fólk í gegn um það. Fólk vissi þetta líka fyrir kostningar en vildi rífa niður kerfið með því að kjósa trúð og vonandi verður það þá loks til þess að rífa niður kerfið. Eg hefði kosið hann líka í stað Hillary.

  • Hvaða fíkniefni er það, Símon? Trump er bindindismaður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur