Miðvikudagur 14.03.2018 - 11:11 - 4 ummæli

Þjóðkirkjan orðin deild innan VG eða Pírata?

Hvað er til ráða fyrir mann, sem veit að hann er ósköp eitthvað hvítur og miðaldra, kristinn maður og hugsanlega pínulítið gamaldags, og sem slíkur hefur hann ansi oft hneykslast bæði á framkomu biskups og á einstaka presti? Á maður að ganga úr þjóðkirkjunni, sem manni þykir vænt um og er búinn að tilheyra frá skýrn eða í rúmlega 55 ár? Þetta er stórt mál, því undir merkjum Þjóðkirkjunnar var maður skýrður, fermdur, kvæntist og hefur þar skýrt börn sín og fermt og átti eiginlega von á að vera borinn til grafar innan þessa trúfélags?

Er hugsanlega til einhver annar tiltölulega venjulegur evangelísk-lútherskur söfnuður, þar sem presturinn vill ekki að kirkjan hans sé lánuð til helgihalds fyrir múslimi og að ímam þjóni fyrir altari í húsi Krists? Þar sem maður má ekki eiga von á að lögregla þurfi að leita ólöglegra innflytjenda, sem eru faldir í skrúðhúsi kirkjunnar? Eða að embættismenn ríkiskirkjunnar hamist með ósannindnum og ljótum munnsöfnuði gegn saklausu fólki úti í bæ, sem hefur það eitt til saka unnið að vera á annarri pólitískri skoðun en sumir „þjónar Guðs“?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Kristján Hrannar

    Ég veit um mann, sem barðist gegn yfirvaldi síns tíma og hlaut ákúrur fyrir. Sat með fólki sem var útskúfað úr samfélaginu og sýndi því samúð og kærleika á meðan yfirvöld þess tíma fitjuðu upp á nefið. Mann sem lagði áherslu á að það skipti ekki máli hvaðan þú kæmir, svo lengi sem þú sýndir náungakærleik. Hefur þú heyrt um hann?

  • Óli Jón

    Kristján Hrannar: Þetta er of gott 🙂

  • Baldur Gunnarsson

    Já Kristján. Ég hef heyrt um hann. Það er sá sem veltir borðum og rekur makráðug atvinnugóðmenni út úr helgidóminum þegar honum ofbýður hræsni þeirra og yfirdrepskapur. Að ekki sé minnst á bölv þeirra og ragn.

    Hann hefur þetta að mæla: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?“

  • Ásgeir Valur

    Imamar og múllar eru einfaldlega ekki álitnir áreiðanlegir, t.d. í Egyptalandi.Að sjálfsögðu á biskup Íslands að segja af sér. Það sem við þurfum nú sem aldrei fyrr er ´eitt skref áfram, hlé, tíu skref áfram, hlé´. Við þurfum m.ö.o. að binda endi á hungur og fátækt á elliheimilum og annars staðar í þjóðfélaginu með praktískum, raunsæum hætti en ekki tölvulíkönum þeim sem Þjóðkirkjan, píratar og vinstri græn, samfylking og sjálfstæðisflokkur taka fram yfir raunheimana. Fólk þarf að hætta að halda að alvöru matur og hjólastólar séu ógæfa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur