Fimmtudagur 15.03.2018 - 16:21 - Rita ummæli

Ríkisstarfsmenn með 6 milljónir á mánuði?

Það er alltaf gaman að lesa viðtöl við forsvarsmenn atvinnulífsins og sérstaklega þá þeir tjá sig um laun opinberra starfsamanna, en skv. Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, getur atvinnulífið ekki ekki keppt við ríkið, þar sem þar eru borguð slík ofurlaun. Þekkir þessi kona laun kennara, leikskólakennara, lögreglumanna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða? Sveiattan er það eina sem heilvita fólki dettur í hug!
Þetta segir hún á sama tíma og upplýst er að forstjóri N1, sem er sjoppufyrirtæki sem selur rjómaís, pylsur, kók, rúðupiss og smurolíu en að auki með nokkrar sjálfvirkar bensíndælur, og er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna líkt nær öll önnur íslensk fyrirtæki, sé með 5.900.000 kr. á mánuð eða um 75 milljónir á ári. Þekkir einhver ríkisstarfsmenn eða jafnvel stjórnmálamenn – jafnvel þá allra launahæstu – með slík ofurlaun?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur