Þriðjudagur 27.03.2018 - 10:53 - 7 ummæli

Íshellan yfir Norðuskautinu stækkar aftur

Samkvæmt niðurstöðu vísindamanna við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC) minnkaði ísbreiðan yfir norðurslóðum ekki þetta árið, heldur stækkaði lítillega. Þetta hljóta að teljast stórfréttir í ljósi þess að fullyrt hefur verið um árabil að ísbreiðan minnki mjög hratt nú um stundir og muni gera það áfram. Allir sem eru efasemdarmenn í þessu máli er vilja auknar rannsóknir áður gripið er til afdrifaríkra aðgerða eru sagðir óvinir framtíðarkynslóða.

Fyrirsagnir eiga að segja til um innihald frétta og því ætti fyrisögn neðangreindrar fréttar að vera eitthvað á þessa leið: „Íshellan yfir norðurslóðum stækkar aftur“. En það er öðru nær að fyrirsögnin hljóði þannig eins og við sjáum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttamenn láta hluti eins sannleikann ekki vera að trufla sig, þegar hann hentar ekki persónulegum skoðunum þeirra á ákveðnum málum. Þannig líkjast þeir mörgum stjórnmálamönnum.

Vísindamenn rannsaka og draga ályktanir af niðurstöðum sínum. Fréttamenn skýra almenningi satt og rétt frá niðurstöðunum. Ef vísindamenn álykta ekki í samræmi við niðurstöður og fréttamenn rangtúlka erum yfirleitt komin í þau vandræði vegna „Political Correctness“. Í rannsóknum um loftslagsbreytingar þarf allur sannleikurinn að vera upp á borðinu, líka staðreyndir sem koma sér illa fyrir heilaga stríðsmenn kenninga um hlýnun jarðar og áhangendur þeirra.

Heimild:

http://www.visir.is/g/2018180329329/utbreidsla-hafissins-a-nordurskauti-naerri-thvi-minnsta-sem-sest-hef

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ásmundur

    Eitt ár segir ekkert um langtímaþróun enda getur veðurfar milli einstakra ára verið mjög sveiflukennt.

  • Baldur Gunnarsson

    Heitt veður er til marks um ,,hnattræna hlýnun sem ógnar öllu lífi.“

    Kalt veður boðar hinsvegar ,,umhleypingar framundan.“

    Í rauninni deyja margfalt fleiri í kuldaköstum en í hitabylgjum.

    En við megum ekki láta staðreyndir móðga átrúnaðinn.

  • Baldur Gunnarsson

    Heitt veður í kortunum er ,,langtimaþróun.“

    Kalt veður í kortunum er ,,sveiflukennt.“

    Fyrir 1970 var það á hinn veginn.

    Nú er það um það bil að snúast við aftur.

    Plus ça change . . .

  • Einar Steingrimsson

    Lastu ekki fréttina, Guðbjörn?:

    „Aðeins einu sinni áður hefur hámarksútbreiðsla hafíssins í Norður-Íshafi við lok vetrar verið minni en hún er nú. Vísindamenn segja að hafísinn hafi þakið 14,5 milljónir ferkílómetra þegar mest lét. Það er aðeins örlítið meira en í fyrra en þá hafði hámarksútbreiðslan aldrei mælst minni frá því að gervinhattamælingar hófust.“

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Einar:

    Jú, ég las fréttina en las auðvitað fyrst fyrirsögnina.

    Ég skil fréttina sem svo að aðeins einu sinni – frá því að mælingar á henni hófust, hvenær sem það var nú – hefur hún verið minni en núna.

    Þetta þýðir að hún minnkaði ekki í ár heldur stækkaði lítillega og það finnst mér persónulega vera fréttin, gleðifréttin.

    Hvað gera Danir ef að íshellan stækkar nú aftur á næsta ári, eru það þá enn hræðilegri fréttir?

    Eigum við þá von á að Ísöld sé að bresta á eins og spáð var þegar ég var krakki?

  • Baldur Gunnarsson

    ,,Hlýindaskeiðið í hafinu við Ísland, sem hefur staðið í rúmlega 20 ár, er hreint ekki án fordæma. Í skýrslu útgefinni af umhverfisráðuneytinu árið 2008 um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi er rifjað upp að snemma á 20. öldinni hafi orðið miklar breytingar á sjávardýrafánunni við landið sem tengst hafi þeirri miklu hlýnun sem varð í Norður-Atlantshafi upp úr 1920.

    Þessum breytingum lýstu náttúrufræðingarnir Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson m.a. á þann hátt að útbreiðslusvæði og hrygningar- og fæðuslóð ýmissa fisktegunda hefði stækkað og færst norður á bóginn með auknum hlýindum. Til dæmis fóru þorskur og síld að hrygna í stórum stíl norðanlands, en fram til 1920 var hrygning þessara tegunda nánast einskorðuð við suðurströndina.

    Þá urðu margar suðlægar tegundir algengar, svo sem makríll, túnfiskur, sverðfiskur, augnasíld, lýr, geirnefur og tunglfiskur. Á hinn bóginn hafði hlýnunin þau áhrif að loðnan, sem er kaldsjávarfiskur, hætti hrygningargöngum sínum í hlýsjóinn fyrir sunnan land og hrygndi fyrir norðan og austan land og á Hornafjarðarsvæðinu. Þetta ástand hófst rétt fyrir 1930 en virðist hafa gengið til baka 4–5 árum seinna. Frá þeim tíma hrygndi loðna að mestu sunnan lands og vestan.“

    Bændablaðið, 27. mars 2018

  • Hilmar Hafsteinsson

    1978 var upphaf hafísmælinga með gervihnöttum. 1978 var þáverandi kólnunarskeið í hámarki og þ.a.l. mikill hafís. Nú er sólvirkni í lágmarki og fyrirsjáanleg hnattkólnun næstu áratugi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur