Miðvikudagur 04.04.2018 - 21:52 - Rita ummæli

Vegakerfið og blanka ríkisstjórnin

Drepfyndið, 16.5 milljarðar í „innspýtingu“ til nýfjárfestinga í vegakerfinu „á næstu árum“. Samkvæmt nýlegri frétt FÍB hafa á liðnum 5 árum 258 milljarðar skatttekna frá bifreiðaeigendum EKKI verið nýttir í vegakerfið. Tekjur ríkissjóðs af ferðamönnum eru um 90 milljarðar árið 2018.
Ein venjuleg tvöföld mislæg gatnamót kosta um 1 milljarð og það kostar 10 milljarða bara að klára Reykjanesbrautina á meðan tvöföldun milli Selfoss og Hveragerðis kostar um 11 milljarða. Í raun þýða 16 milljarðar á 3 árum rúmir 5 milljarðar á ári ofan á þá 19 milljarða sem planaðir voru á fjárlögum fyrir árið 2018. Dýrafjarðargöng ein og sér taka af þeim fjármunum um 9 milljarða og ef ég man rétt fara 8 milljarðar í viðhald, 2 í nýframkvæmdir. Vegamálastjóri telur þurfa um 11 milljarða bara til viðhalds, svo hægt sé að halda í horfinu.

 
Samkvæmt áreiðanlegri kostnaðarúttekt Samtaka iðnaðarins þarf 65 milljarða strax til að koma málum í sæmilegt horf, en sumir nefna mun hærri tölur. Þetta er því allt of lítið fjármagn, sem kemur allt of seint, þar sem vegakerfið er hvoru tveggja sprungið og ónýtt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur