Föstudagur 06.04.2018 - 18:16 - 1 ummæli

Ísland, góðærislandið?

Menn tala hér þvers og kruss um efnahagsmálin. Bjarni Benediktsson talaði í gærkvöldi um gríðarlega sterka stöðu ríkissjóðs og blómlegt efnahagslíf á meðan seðlabankastjóri er búinn að spá kreppu frá því að hann tók við embætti. Sannleikurinn er sá að 24% aukning varð á fjölda ferðamanna á síðasta ári, sem er eitthvað sem við í raun ráðum illa við ár eftir ár. Í desember 2017 var 8,4% aukning, janúar 2818 komu 8,5% fleiri túristar og í febrúar 2018 komu 7,9% fleiri ferðamenn en í sama mánuði 2017. Það er alls ekki lítil aukning að vera með 8-9% aukningu í vetrartúrisma, en viðráðanleg, sérstaklega þegar tekið er tillit til styrkingar krónunnar á liðnu ári og gríðarlegrar aukningar ferðamanna undanfarin ár, sem hlaut aðeins að láta undan með tíð og tíma. Aukning ferðamanna í ár er spáð um 10% eða um 250 þúsund manns, sem eru helmingur þess fjölda sem kom hingað fyrir 5-6 árum síðan.

Það er reyndar einnig bullandi uppgangur í sjávarútvegi og fiskvinnslu og var verðmæti útflutnings núna í byrjun árs 67% meira en fyrir ári síðan. Þá er álverð í hæstu hæðum og kísilverksmiðjan fyrir norðan að opna, þótt bakslag sé í kísilnum í Helguvík. Örlítill halli er á vöruskiptum við útlönd, en þó ekki eins óhagstæður og hann var fyrir ári síðan, þrátt fyrir að innflutningur á skipum, flugvélum, bílum og öðrum fjárfestingarvörum sé gríðarlega mikill nú um stundir. Þótt ferðamenn eyði minna núna er þjónustujöfnuðurinn mjög hagstæður, sem gerir það að verkum að viðskiptajöfnuður er enn mjög hagstæður og betri en við höfum yfirleitt átt að venjast í sögu landsins. Þrátt fyrir met eyðslu eru allir sjóðir fullir af gjaldeyri og um og yfir 687 milljarðar króna af honum í gjaldeyrisforða SÍ. Orð seðlabankastjóra eru því satt best að segja óskiljanleg og deili ég aldrei þessu vant frekar meiningu

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Örn Johnson ´43

    Ég skrifaði einu sinni fyrirbrigði sem heitir ca Fitch rating. Þeir voru í því að sanna fyrir öllum að engin heimskreppa væri í vændum og örugglega ekki hjá okkur, t,d, í september 2008. Við féllum í október 2008. Ég lagði til að þeir færu í kjúklingaframleiðslu. Síðan hef ég ekki heyrt frá þeim. En þið?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur