Föstudagur 20.04.2018 - 10:36 - 2 ummæli

Karlréttindafélag Íslands

Er það virkilega ekki orðið áhyggjuefni hjá stjórnvöldum að aðeins 35% karla séu með háskólamenntun á meðan 50% kvenna eru haskólamenntaðar? Í nýlegri frétt stóð að 63% nemenda í Háskóla Íslands í dag væru konur – tilhneyging hækkandi – en aðeins 37% karlar, þannig að þessi 50% sem að ofan gætu auðveldlega stefnd í 63% eða hærri tölu. Ungir karlmenn eru auðsjáanlega í tilvistarkreppu og öllum hér á landi stendur auðsjáanlega á sama um það.

Á sama tíma og við rekum með ærnum tilkostnaði Jafnréttisstofnun, erum með jafnréttisáætlanir í öllum fyrirtækjum og stofnunum til að auka hlut kvenna enn frekar, virðist enginn hafa áhyggjur af stefnulausum og menntunarlausum ungum drengjum og mönnum. Enginn virðist átta sig á mótsögninni í þeim aðgerðum sem við erum í og hvað er í raun að gerast. Svo það sé enn og aftur tekið fram er ég sjálfur háskólamenntaður og 2 af 3 dætrum mínum í námi við H.Í. og sú þriðja endar væntanlega þar líka.

Ég er jafnréttissinni, en í dag virðist jafnréttisbaráttan vera að þróast í „trójuhest“ til að koma hér á nýju kynbundnu misrétti, sem í þetta skipti skal beinast að körlum og þá væntanlega sem hefndaraðgerð fyrir kúgun frá fornu fari? Eða hvernig á maður að skilja áhugaleysi íslenskra mæðra, systra og eiginkvenna á drengjunum sínum og hvurslags aumingjar og dusilmenni eru karlmenn að passa ekki betur upp á velferð og menntun sona sinna, bræðra og frænda?

Á nýlegu Jafnréttisþingi í mars 2018 fór mikill tími umræðunnar víst í að ræða: „Kynjaáhrif uppbyggingar innviða til verndar náttúru og menningarsögulegra minja“. Konurnar hefðu auðvitað frekar átt að ræða, hvort ekki væri rétt að byrgja brunninn áður en sonur þeirra dettur ofan í hann!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

 • Baldur Gunnarsson

  ,,Ungir karlmenn eru auðsjáanlega í tilvistarkreppu ..“

  Ekki er það nú alveg víst. Ungir karlmenn eru að verða afhuga langskólanámi, rétt er það, og ástæðunnar ekki langt að leita. En ungir karlmenn munu finna afli sínu vettvang. Það er það sem karlar gera og hafa ætíð gert, enda er það ekki tilviljun að þeir bera sjálfa siðmenninguna á herðum sér. Hinsvegar gefur þessi tölfræði glögga vísbendingu um alvarlega brotalöm í háskólanámi, kannski í öllu námi. Jafnvel öllu samfélaginu.

 • Anna Bentína

  Það er stórundarlegt að aukin háskólamenntun kvenna skila sér ekki út í samfélagið. Þrátt fyrir að hafa í þó nokkur ár verið betur menntaðar en karlar, skilar það sér ekki í því að fleiri konur séu prófessorar í háskólum landsins. Þær eru færri í stjórnunarstöðum fyrirtækja og svona mætti lengi telja. Þannig að á svo virðist sem þeir fáu menntuðu karlar fái allar stöðurnar, eða þá eru þeir hreinlega í stöðum með minni menntun en meðal konan. Þannig að hlutur kvenna er alla ekki að aukast nema á örfáum sviðum eins og í háskólanámi sem virðist ekki skila sér til samfélagsins.

  Það ætti að vera verkefni karla en ekki kvenna að sýna málefnum karla áhuga. Ef þú ferð inn á fundi um jafnréttismál er fjarvera karla hrópandi. Þeir virðast ekki hafa áhuga á jafnréttismálum, kannski Finnst þeim staða sín vera góð.

  Dóttir mín er í háskólanámi og er að klára, sonur minn hefur ekki farið í nam heldur hefur hann snúið sér að atvinnumennsku í íþrottum. Þau eru alveg jafn vel af guði gerð og eiga mjög auðvelt með að læra. Það er eitt ár á milli þeirra og sonur minn fær mun hærri laun en dóttir mín þegar hún er búin í háskólanámi sínu. Ef hún hefði valið þann veg sem sonur minn gerði, fengi hún ekki helming af þeim launum sem hann fær í sömu íþróttagrein, af því að hún er Kona.

  Ég hef meiri áhyggjur af framtíð ungs fólks almennt, hvernig þau eigi að kaupa sína fyrstu íbúð, heldur en á samanburði milli kynjanna. En ef á eitthvað kyn er hallað, því þau eru fleiri en tvö, en tökum fyrir þau tvö sem eru í textanum þínu, þá er það enn á konur sem fá enn lægri laun við sömu störf í öllum starfsgreinum og eru í mun meiri hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi.

  Til að jafnrétti náist verða öll kyn að vinna saman, ekki í sífelldum ótta við að með auknum réttindum eins, skerðist réttindi hins. Það er öllum til farsældar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur