Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 16.05 2018 - 18:22

BYKO glæpona í tugthúsið

Við búum í markaðsþjóðfélagi en vegna smæðar markaðarins og vegna þess hversu afskekkt við erum er hér fákeppnismarkaður eins og kannski í fáum öðrum löndum í þessum heimshluta. Af þessum sökum eru stórfelld brot á samkeppnislögum ekki bara einhver saklaus „hvítflippaglæpur“, heldur grafalvarlegur þjófnaður bæði frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, sem valda stórskaða. Nokkur […]

Þriðjudagur 01.05 2018 - 10:45

Vegatollar: JÁ – ef allir landsmenn greiða þá

Hér og nú viðurkenni ég í fyrsta skipti opinberlega að líklega er ekki hægt að fara í slíkan framkvæmdapakka í vegakerfinu upp á 150 milljarða nema að á sama tíma verði teknir upp vegatollar. Við vitum jú öll að göng og fjórföldum vega og nýjar tvöfaldar brýr eru gríðarlegar samgöngubætur, sem verður að ráðast í […]

Föstudagur 20.04 2018 - 10:36

Karlréttindafélag Íslands

Er það virkilega ekki orðið áhyggjuefni hjá stjórnvöldum að aðeins 35% karla séu með háskólamenntun á meðan 50% kvenna eru haskólamenntaðar? Í nýlegri frétt stóð að 63% nemenda í Háskóla Íslands í dag væru konur – tilhneyging hækkandi – en aðeins 37% karlar, þannig að þessi 50% sem að ofan gætu auðveldlega stefnd í 63% […]

Föstudagur 06.04 2018 - 18:16

Ísland, góðærislandið?

Menn tala hér þvers og kruss um efnahagsmálin. Bjarni Benediktsson talaði í gærkvöldi um gríðarlega sterka stöðu ríkissjóðs og blómlegt efnahagslíf á meðan seðlabankastjóri er búinn að spá kreppu frá því að hann tók við embætti. Sannleikurinn er sá að 24% aukning varð á fjölda ferðamanna á síðasta ári, sem er eitthvað sem við í […]

Miðvikudagur 04.04 2018 - 21:52

Vegakerfið og blanka ríkisstjórnin

Drepfyndið, 16.5 milljarðar í „innspýtingu“ til nýfjárfestinga í vegakerfinu „á næstu árum“. Samkvæmt nýlegri frétt FÍB hafa á liðnum 5 árum 258 milljarðar skatttekna frá bifreiðaeigendum EKKI verið nýttir í vegakerfið. Tekjur ríkissjóðs af ferðamönnum eru um 90 milljarðar árið 2018. Ein venjuleg tvöföld mislæg gatnamót kosta um 1 milljarð og það kostar 10 milljarða […]

Þriðjudagur 27.03 2018 - 10:53

Íshellan yfir Norðuskautinu stækkar aftur

Samkvæmt niðurstöðu vísindamanna við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC) minnkaði ísbreiðan yfir norðurslóðum ekki þetta árið, heldur stækkaði lítillega. Þetta hljóta að teljast stórfréttir í ljósi þess að fullyrt hefur verið um árabil að ísbreiðan minnki mjög hratt nú um stundir og muni gera það áfram. Allir sem eru efasemdarmenn í þessu máli er vilja […]

Mánudagur 19.03 2018 - 10:55

Léleg framleiðni er stjórnendavandi

Sigurður Hannesson er afskaplega vel gefinn maður og vert að leggja við hlustir þegar hann segir eitthvað, jafnvel eftir að hann gerðist framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Upptalningin á staðreyndum hjá honum er vafalaust rétt, þótt hann hafi gleymt að segja frá þeirri staðreynd að til viðbótar við vaxtaokrið og skattpíninguna, þá er verð hér á mat […]

Fimmtudagur 15.03 2018 - 16:21

Ríkisstarfsmenn með 6 milljónir á mánuði?

Það er alltaf gaman að lesa viðtöl við forsvarsmenn atvinnulífsins og sérstaklega þá þeir tjá sig um laun opinberra starfsamanna, en skv. Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, getur atvinnulífið ekki ekki keppt við ríkið, þar sem þar eru borguð slík ofurlaun. Þekkir þessi kona laun kennara, leikskólakennara, lögreglumanna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða? Sveiattan er það eina […]

Miðvikudagur 14.03 2018 - 11:11

Þjóðkirkjan orðin deild innan VG eða Pírata?

Hvað er til ráða fyrir mann, sem veit að hann er ósköp eitthvað hvítur og miðaldra, kristinn maður og hugsanlega pínulítið gamaldags, og sem slíkur hefur hann ansi oft hneykslast bæði á framkomu biskups og á einstaka presti? Á maður að ganga úr þjóðkirkjunni, sem manni þykir vænt um og er búinn að tilheyra frá […]

Miðvikudagur 24.01 2018 - 19:01

Samgöngumál – blóðbaðið heldur áfram

VG og Katrín Jakobsdóttir hlýtur að verja vegatolla eins og annað sem kemur úr smiðju Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Svik VG við kjósendur núna trompa sennilega svik Jóhönnu og Steingríms, því aðstæður eru nú aðrar í efnahagsmálum. Samkvæmt útreikningur FÍB innheimti ríkið árið 2016 um 60 milljarða króna í skatta á bíleigendur, sem með hækkandi skatti á […]

Höfundur