Í umræðuþætti á Stöð2 í gær lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að því liggja að gagnrýni mín á tillögu XB um leiðréttingu á heimilisskuldum sem „endemis rugl“ byggðist á pólitískri hentistefnu þar sem ég væri í framboði í kosningunum á morgun. „Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík,” bætti hann við. Hér […]
Tveir pennar á eyjan.is, þau Stefán Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, deila um hugmyndir XB um leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings. Þar sem ég tel hugmyndir XB vera RUGL þá vil ég leggja orð í belg og útskýra þær peningafræðilegu forsendur sem endurspeglast óbeint í umsögn […]
I. Ég bið forláts á enn einu skrifi um viðfangsefnið. En fyrirheit XB um hundruð milljarða lækkun á húsnæðislánum öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúa Glitnis og Kaupþings er – afsakið orðbragðið – slíkt endemis rugl að ég get ekki átt það við samvizku mína að þegja og láta sem allt sé með felldu. II. […]
Stefnuskrá XB segir Framsóknarflokkinn vera „frjálslyndan, umbótasinnaðan rökhyggjuflokk.” Í upphafi lýsingar á stefnu XB segir síðan: Við viljum … … að svigrúm sem skapast við uppgjör þrotabúa bankanna verði nýtt til að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán. Ekkert réttlætir að lánþegar sitji einir uppi með afleiðingar stökkbreytingar lána af völdum efnahagshrunsins. I. Í viðtali á Bylgjunni/Í […]
Alþingismenn sverja eið að stjórnarskrá Íslands – án undantekninga og undanbragða. Á vefsíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands segir svo um hornstein réttarríkis: „Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er eignarétturinn lýstur friðhelgur. Ákvæðið segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Er það þó gert að skilyrði að lagaheimild sé […]
I. Fyrr á árinu sat ég fund í Reykjavík þar sem Sigmundur Davið útskýrði hvernig XB ætlaði að leiðrétta skuldastöðu heimilanna (segjum um 200 milljarða): Í gegnum skattkerfið. II. Í viðtali við í Silfri Egils 10. febrúar sl. benti Frosti Sigurjónsson á annan valkost ef Ísland innleiddi nýtt peningakerfi sem XB hefur til athugunar: Seðlabanki Íslands gæti fjármagnað 250-300 milljarða. III. […]
Nýlega var viðtal við Vigdísi Hauksdóttur í DV um tillögur Framsóknarflokksins í skuldamálum heimilanna. Í samantekt DV á viðtalinu segir m.a.: „Aðspurð segir hún að sérstakt efnahagsteymi innan Framsóknarflokksins hafi farið yfir og mótað þær tillögur sem flokkurinn leggi nú fram í efnahagsmálum. Það sé því fjarstæða að tillögur flokksins séu óraunhæfar og settar fram […]
Í umræðum kvöldsins á RÚV virtist Sigmundur Davíð hala í hálfa með loforð XB um 20% lækkun húsnæðisskulda skattgreiðendum/kjósendum að kostnaðarlausu. Áður átti að láta erlenda kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings/eigendur Íslandsbanka og Arion banka bera kostnaðinn. En nú er Sigmundur Davíð á því að ríkið hafi efni á slíkri niðurfærslu – þótt enn […]
Happalaus peningastjórn er landlæg á landi voru. Haustið 1989 kom ég til Íslands í boði Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, til viðræðna um efnahagsmál. Á fundi með ráðherrum nefndi ég m.a. að útlán bankanna hefðu hækkað 35-falt síðasta áratuginn og að svo hefði líka verið áratuginn á undan. Afnám hafta á fjármagnsflutningum til og frá Íslandi var […]