Í umræðum kvöldsins á RÚV virtist Sigmundur Davíð hala í hálfa með loforð XB um 20% lækkun húsnæðisskulda skattgreiðendum/kjósendum að kostnaðarlausu.
Áður átti að láta erlenda kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings/eigendur Íslandsbanka og Arion banka bera kostnaðinn.
En nú er Sigmundur Davíð á því að ríkið hafi efni á slíkri niðurfærslu – þótt enn mætti leysa kröfuhafana út með afslætti.
Vandséð er að slíkur afsláttur geti létt hugsanlega byrði skattgreiðenda/kjósenda af 20% niðurfærslu húsnæðisskulda.
Hvers vegna?
Jú, eignir kröfuhafanna/bankanna eru aðallega útistandandi lán, en e.t.v. 20% þeirra er í vanskilum og nafnvirði annarra er bókhaldsfroða.
En jafnframt á Íbúðalánasjóður stóran hluta húsnæðislána sem lífeyrissjóðirnir hafa fjármagnað.
Og 20% afskriftum af lánasafni sjóðsins verður ekki mætt með vanskilalánum/froðu í efnahagsreikningum Íslandsbanka og Arion banka.
Íbúðalánasjóður – ríkissjóður og/eða lífeyrissjóðirnir – myndu því þurfa að bera stóran hluta af 20% afskriftum húsnæðislána í boði XB.